Skipulags- og byggingarráð

7. mars 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 617

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjóndóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

      Lögð fram á ný tillaga Yddu arkitekta ehf. að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar ásamt greinagerð/skilmálum. dags. 13.12.2016.
      Deiliskipulagsbreytingin var samþykkt af skipulags- og byggingarráði þann 13.12.2016 og bæjarstjórn Hafnarfjarðar þann 21.12.2016.
      Deiliskipulagið var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 28.12.2016-13.02.2017. Athugasemd barst frá Gísla Grétari Gunnarssyni dags. 13.02.2017. Einnig gerir framkvæmda- og rekstrardeild umhvefis- og skipulagsþjónustu athugasemdir dags. 9.2.2017..

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman svör við athugasemdunum og leggja fram á næsta fundi ráðsins.

    • 1209164 – Athafnasvæði hestamannafélags Sörla, breyting á DSK

      Uppfærsla og leiðrétting á uppdrætti og skilmálum með deiliskipulagi Athafnasvæðis hestamannafélagsins Sörla, sem öðlaðist gildi þann 28.2.2013. Bætt inn nýtingarhlutfall lóða.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að leiðréttu deiliskipulagi og samþykkir jafnframt að breytingunni verði lokið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1701657 – Drangahraun 1 og 1b, breyting á lóðarleigusamningi

      Tekið fyrir á ný erindi Altaks ehf f.h. lóðarhafa Drangahrauns 1 og Bjarna M. Bjarnasonar f.h. Drangahrauns 1b ódags./móttekið 25.01.2017 þar sem farið er fram á að sérstökum skilmálum lóðarinnar verði breytt.
      Skipulags- og byggingarráð heimilaði umsækjendum að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað á fundi sínum þann 21.02.2017.
      Lögð fram tillaga KRark dags. 01.03.2017.þ

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu KRark að breyttu deiliskipulagi dags. 01.03.2017 og samþykkir jafnframt að breytingunni verði lokið á samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1703020 – Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag, kæra nr. 23/2017

      Lögð fram bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 02.02.2017 og 01.03.2017, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Hellubraut 5 og 7 Hafnarfirði.

      Lagt fram.

    • 1701063 – Álfhella 8, fyrirspurn

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10.01. s.l. var lögð fram fyrirspurn Eðvarðs Inga Hreiðarssonar og Drafnarfells ehf dags 3.1. 2017 um hvort byggja megi samsíða Álfhellu,eins og upphaflegt deiliskipulag gerði ráð fyrir og halda báðum innkeyrslum. Deiliskipulagi var breytt 2007.
      Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu.
      Lagt fram minnisblað Helgu Stefánsdóttur 13.01.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu í minnisblað umhverfis- og skipulagsþjónustu og heimilar umsækjanda að vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað.

    • 1702422 – Dalshraun 5, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Lagt fram erindi Brimborgar ehf dags. 23.2.2017 þar sem óskað er eftir áliti um stækkun lóðarinnar Dalshraun 5 skv. skýringarteikningum Mansard – teiknistofu dags. 16.02.2017.

      Skipulags- og byggingarráð telur ekki unnt að fallast á beiðni um lóðarstækkun.

    • 1605323 – Norðurhella 9, breyting, gistiheimili.

      Mótandi ehf. sækir 18.5.2016 um leyfi til að byggja 16 eininga gistiheimili samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar dagsettar 11.5.216.
      Húsið er steinsteypt á hefðbundinn hátt einangrað og klætt að utanverðu. Nýjar teikningar bárust 15.12.2016. Nýjar teikningar bárust 09.01.17 Nýjar teiknignar bárust 16.01.17 Nýjar teikningar bárust 10.02.17.
      Þann 11.01.2017 voru gerða athugasemdir við framlagða umsókn. Með tölvupósti var þeim athugasemdum svarað.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir athugasemdir skipulagsfulltrúa varðandi sorpgeymslu og bílastæði á austurhluta lóðar.

    • 1611138 – Kvistavellir 63-65, beiðni um deiliskipulagsbreytingu

      Gláma – Kím f.h. Brynju hússjóðs Öryskjabandalagsins óskaði með bréfi dags. 10.11.2016 eftir heilmild til að breyta deiliskipulagi ofangeindra lóða.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 13.12.2016 s.l. var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr, 43. gr. 123/2010.
      Tillagan var auglýst frá 17.01.2017 – 01.03.2017. Athugasemdir bárust frá 5 aðilum með bréfi dags. 28.02.2017.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir sem fram koma í bréfi dags. 28.02.2017.

    • 1702287 – Stuðlaskarð 1, fyrirspurn

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22. febrúar sl. var eftirfarandi erindi visað til skipulags- og byggignarráðs:
      “Lögð fram fyrirspurn Byggingarfélags Gylfa og Gunnars (Bygg hf) dags. 15.2.2017 um hvort leyft verði að breyta byggingarefni að utan, þ.e. timbur í steinda áferð.”

      Skipulags- og byggingarráð synjar framkominni fyrirspurn með 4 atkvæðum gegn einu um breytt byggingarefni.

      Ólafur Ingi Tómasson fulltrúi Sjálfstæðisflokks samþykkir fyrirliggjandi erindið fyrir sitt leiti og vísar í bókun sína frá 12. apríl 2016.

    • 1702264 – Hraunskarð 2, fjölgun íbúða

      Tekið fyrir á ný erindi Bjargs íbúðafélags dags. 15. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 32 í 42 á lóðinni Hraunskarð 2.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 21.02.2017 var óskað eftir umsögn stjórnsýslu með hliðsjón af samningi við ASÍ um uppbyggingu leiguíbúða.

      Lagt fram.

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      Tekin fyrir að nýju tillaga Ask. Arkitekta að uppbyggingu á lóðinni.

      Til umfjöllunar.

    • 1702408 – Álverið, þynningarsvæði, uppbygging

      Tekið til umræðu þróun iðnaðarsvæða í nágrenni Straumsvíkur og áhrif þynningarsvæðis á uppbyggingu.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að taka saman greinargerð um stærð þynningarsvæðis við álver og vinna drög að breytingum á núverandi stærð þynningarsvæðisins við Straumsvík.

    • 1607496 – Lækjargata 2, framtíðarnýting

      Tekið fyrir að nýju forval vegna alútboðs um uppbyggingu á lóðinni Lækjargata 2 /Dvergur.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa forval vegna alútboðs um uppbyggingu lóðarinnar Lækjargata 2.

Ábendingagátt