Skipulags- og byggingarráð

4. apríl 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 619

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1702264 – Hraunskarð 2, fjölgun íbúða

      Tekið fyrir að nýju erindi Bjargs íbúðafélags dags. 15. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 32 í 42 á lóðinni Hraunskarð 2.
      Skipulags- og byggingarráð óskaði á fundi sínum þann 21.02. s.l. eftir umsögn stjórnsýslu með hliðsjón af samningi við ASÍ um uppbyggingu leiguíbúða.
      Lögð fram umsögn stjórnsýslu og skipulagsfulltrúa dags. 03.04.2017.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1610456 – Hverfisgata 49, lóð, nýting

      Lagt fram nýtt erindi Þorbjarnar Inga Stefánssonar ásamt samþykki meðeigenda dags. 10. febrúar 2017 um nýtingu lóðarinnar skv.tillögu Arkiteo að viðbyggingu dags. 7.3. 2017.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3.4.2017.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með hliðsjón af umsögn skipulagsfulltrúa.

    • 1607127 – Hafravellir 13, deiliskipulag

      Leiðrétting á bókun. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 21.03. s.l. var samþykkt deilskipulagsbreyting að Hafravöllum 13 eftir auglýsingu og meðferð samkvæmt 43. gr. skipulagslag 123/2010. Misritun varð í bókun varðandi grendarkynningu.
      Tekin fyrir á ný tölvupóstur Illuga Hermannssonar dags. 14. mars 2017 þar sem hann dregur áðursenda athguasemd til baka.
      Engar athugasemdir liggja því fyrir.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir á ný fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi Hafravalla 13 og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu skv. 3 mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1703032 – Suðurgata 73,breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir á ný:
      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 8. mars 2017 vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingarráðs:
      Ásmundur Kristjánsson sækir 03.03.17 um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda samkvæmt teikningum sem liggja fyrir hjá byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 21.03. s.l.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 03.04.2017.

      Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 03.04.20117.

    • 1607496 – Lækjargata 2, framtíðarnýting

      Tekið fyrir að nýju forval vegna alútboðs um uppbyggingu á lóðinni Lækjargata 2 /Dvergur.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 07.03. s.l. að auglýsa forval.
      Lögð fram og kynnt 4 tilboð sem bárust við auglýsingunni og greinargerð VSB þar sem fram kemur að allir tilboðsgjafar teljast hæfir.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1502379 – Strandgata 26-30 deiliskipulagsbreyting.

      Tekin fyrir að nýju og kynnt áframhaldandi vinna ASK-arkitekta á lóðinni.
      Jafnframt lagt fram erindi ASK- arkitekta dags. 03.04.2017 f.h. lóðarhafa er varðar fyrirkomulag bílastæða.

      Lagt fram.

    • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

      Tekin fyrir á ný tillaga Yddu arkitekta ehf. að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar ásamt greinagerð/skilmálum. dags. 13.12.2016.
      Deiliskipulagið var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 28.12.2016-13.02.2017. Athugasemd bárust og fól skipulags- og byggingarráð skipulagsfulltrúa að taka saman svör við athugasemdunum..
      Lögð fram greinagerð skipulagsfulltrúa vegna athugasemda sem bárust dags. 03.04.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga og að málsmeðferð verði lokið í samræmi við 42.gr skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga og að málsmeðferð verði lokið í samræmi við 42.gr. laga 123/2010.”

      Skipulags- og byggingarráð vekur athygli á bókun bæjarstjórnar 29.3. 2017 varðandi afgreiðslu þessa máls.

    • 1610423 – Kirkjuvellir 8, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu

      Tekið fyrir á ný erindi Fjarðarmóta ehf dags. 17.1.2017, þar sem óskað er eftir að skipulags- og byggingarráð endurskoði fyrri ákvörðun sína um synjun á breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Erindinu var vísað til umsagnar bæjarlögmanns á fundi ráðsins þann 21. feb. s.l.
      Lagt fram minnisblað lögmanns. Einnig lagt fram minnisbblað skipulagsfulltrúa dags. 31.3.2017.

      Skipulags- og byggignarráð synjar erindinu með vísan til minnisblaðs skipulagsfulltrúa dags. 31.03.2017.

    • 1612124 – Eskivellir 11 og 13, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir að nýju breyting á deiliskipulagi Eskivalla 11 og Eskivalla 13 sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingarráðs 13.12.2016 að auglýsa í samræmi við 1. mgr, 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Tillagan var auglýst frá 31.01.2017- 16.03.3017. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Eskivalla 11 og 13 og að málinu verði lokið í samræmi við 42.gr skipulagslaga 123/2010.

    Fundargerðir

    • 1703019F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 653

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggignarfulltrúa frá 22. 3. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt