Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn.
Á bæjarráðsfundi þann 7.11.2013 var tekið jákvætt í fyrirspurn Landsbjargar varðandi lóðarstækkun á lóðinni Álfhellu 17. Bæjarráð fól skipulags- og byggingarfulltrúa úrvinnslu þess.
Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að gera deiliskiplagsbreyting á sinn kostnað sem taki á lóðarstækkuninni.
Tekið fyrir að nýju en skipulags- og byggingarráð heimilaði fyrir sitt leyti að deiliskipulagsbreytingin yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem samþykkt var í bæjarstjórn 1.2. s.l. Tillagan var auglýst frá 28.02.2017-11.04.2017 og athugasemd barst með bréfi dags. 10.04.2017. Lögð fram greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 18.04.2017.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Fornubúða 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
„Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi Fornubúða 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 42.gr. laga 123/2010.“
Tekið fyrir að nýju en skipulags- og byggingarráð heimilaði lóðarhafa að vinna deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað á fundi sínum þann 4. okt. s.l. og samþykkti að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr, 43. gr. 123/2010 á fundi 13.12. 2016. Tillagan hefur verið auglýst frá 28. 02. til 11. 04. 2017. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Breiðhellu 18-20 og að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltúa vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggignarráðs: Manning ehf óskar með bréfi dags. 14.3.2017 eftir lóðarstækkun fyrir sorpgám eða heimild til að staðsetja hann utan lóðar. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags.4.4. 2017.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.04.2017 og heimilar tímabundið leyfi til 18 mánaða fyrir sorpgám í samræmi við staðsetningu í umsögninni.
Tekin fyrir að nýju tillaga Alark dags. 13.4.2016 um deiliskipulagsbreytingu á ofangreindri lóð en óskað var eftir breytingu á byggingarreit. Hafnarstjórn samþykkti breytinguna fyrir sitt leyti 12.4.2016. Fyrir liggur einnig minnisblað skipulagsfulltrúa dags. mars 2017. Lagður fram tölvupóstur umsækjanda dags.10.4.2017 varðandi lagnamál á lóðinnni.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi Óseyrarbrautar 29 og að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010.
Lagt fram minnisblað fjármálastjóra um vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2018.
Lagt fram til kynningar.
Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 15. febrúar 2017 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögu að deiliskipulagi ásamt breytingu á afmörkunum þeirra deiliskipulagsáætlana þar sem vegurinn liggur um og að það verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41.gr. laga nr. 123/2010. Auglýsingatíma er lokið, athugasemdir bárust.
Skipulagsfulltrúa falið að taka saman svör við athugasemdum og leggja fyrir ráðið.
Tekið fyrir að nýju erindi Bjargs íbúðafélags dags. 15. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 32 í 42 á lóðinni Hraunskarð 2. Skipulags- og byggingarráð óskaði á fundi sínum þann 21.02. s.l. eftir umsögn stjórnsýslu með hliðsjón af samningi við ASÍ um uppbyggingu leiguíbúða. Lögð fram umsögn stjórnsýslu og skipulagsfulltrúa dags. 03.04.2017.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að skilmálabreytingu vegna lóðarinnar að Hraunskarði 2 með hliðsjón af lögum nr. 52/2016 um almennar íbúðir.
Júlíus Grettir Margrétarson óskar eftir í tölvupósti dags. 30. mars sl. að fá leyfi til að staðsetja matarvagn við Seltún. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa þann 05.04. s.l. vísaði erindu til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð heimilar staðsetningu súpubílsins á umræddu tímabili en vekur athygli á að ekkert aðgengilegt rafmagn er í Seltúni. Leyfið er veitt með skilyrðum um góða umgengni, eins litla röskun og unnt er og að allt verði lagað sem raskað verður. Þar sem Krýsuvíkursvæðið er innan Reykjanesfólkvangs sem er friðlýstur skv. lögum um náttúruvernd verður sérstaklega að gæta þess að valda ekki mengun, spjöllum eða neikvæðum umhverfisáhrifum.
Vakin er athygli á að svæðið liggur við Seltún sem er mjög virkt sprengigíga- og borholusvæði. Hafnarfjarðarbær ber ekki ábyrgð á neinu tjóni sem kann að hljótast vegna þessarar starfsemi. Allt rusl og drasl skal fjarlægt eftir daginn og svæðið skilið eftir í viðunandi ástandi.
Jafnframt felur skipulags- og byggingarráð umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna tillög að skilmálum er varðar starfsleyfi og fyrikomulag á tímabundinni ferðamannaþjónustu við Krýsuvík.
Jónína Gunnarsdóttir sækir um leyfi fyrir matarbíl í Seltúni frá 15. maí – 15. september 2017. Opnunartíminn er 10-18 og er bílinn keyrður í burtu eftir að sölu lýkur á daginn. Umsækjandi var með leyfi síðasta sumar á þessum stað. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 05.04. s.l.
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 29.3. s.l.
Lögð fram fundargerð afgeiðslufundar frá 5.4. s.l.