Skipulags- og byggingarráð

2. maí 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 620

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjóndóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1702287 – Stuðlaskarð 1, fyrirspurn

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars óska eftir þann 21.3.17 að byggja fjölbýlishús samkvæmt teikningum Ragnars Magnússonar byggingarfr. dags. 13.2.2017.Nýjar teikningar bárust 11.04.2017. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði umsókninni til umfjöllunar ráðsins í samræmi við gr. 4.1 í skilmálum.

      Skipulags- og byggingarráð telur að fyrirliggjandi teikningar uppfylli ekki þær væntingar sem gerðar voru til deiliskipulagsins og felur skipulagsfulltrúa að ræða við hönnuð.

    • 1411212 – Borgarlína

      Kynning á borgarlínuverkefninu.
      Fulltrúi starfshóps SSH Hrafnkell Proppé mætti til fundarins og kynnti stöðu verkefnisins og næstu skref.

      Til kynningar.

    • 1702264 – Hraunskarð 2, fjölgun íbúða

      Tekið fyrir að nýju erindi Bjargs íbúðafélags dags. 15. febrúar 2017 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum úr 32 í 42 á lóðinni Hraunskarð 2.
      Skipulags- og byggingarráð óskaði á fundi sínum þann 21.02. s.l. eftir umsögn stjórnsýslu með hliðsjón af samningi við ASÍ um uppbyggingu leiguíbúða.
      Lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa dags. 28.04.2017 að skilmálabreytingu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og heimilar skilmálabreytingu eins og lagt er til í umsögn dags. 28.04.2017.

    • 1608834 – Hverfisgata 4b, fyrirspurn

      Tekið fyrir á ný fyrirspurn lóðarhafa Hverfisgötu 4b og Hverfisgötu 6b um að vinna að breytingu á gildandi deiliskipulag en skipulags- og byggingarráð samþykkti á ný framlagða tillögu og auglýsingu hennar með vísan til 1. mgr. 41. gr. 123/2010 á fundi 7.2.2017.
      Tillagan hefur verið auglýst og engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Hverfisgötu 4b og að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1701293 – Kirkjuvegur 8b, fyrirspurn

      Tekin fyrir á ný fyrirspurn Más Sveinbjörnssonar í umboði systkina sinna dags. 20. desember 2016 um mögulegar breytingar á lóð og húsinu Kirkjuvegur 8b.
      Erindið var grendarkynnt frá 15.03.2017-19.04.2017. Ein athugasemd barst.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirhugaðar endurbætur á Kirkjuvegi 8b eins fram koma í drögum. Hönnuði aðaluppdrátta skal bent á að taka mið af þeim sjónarmiðum sem fram koma í bréfi frá eigendum Kirkjuvegar 8.

    • 0705284 – Hraunvangur 7, Hrafnista, deiliskipulag

      Tekin fyrir á ný fyrirspurn Hrafnistu Hafnarfirði frá apríl 2016, vegna breytinga á notkun á reit F2 við Hrafnistu. Þ.e. breyta hjúkrunarheimili í íbúðir aldraða samkvæmt meðfylgjandi teikningum Halldórs Guðmundssonar hjá THGark, Faxafeni 9, 108 Reykjavík dags. júní 2016.
      Erindið hefur verið kynnt fyrir fjölskylduráði sem ekki gerði athugasemdir.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar að Hrafnista Hafnarfirði vinni tillögu að breyttu deiliskipulagi á sinn kostnað byggða á gögnum THG dags. 10.06.2016 en bendir á að skoða þarf aðgengi, innra umferðarflæði og bílastæði betur en fram kemur í fyrirliggjandi gögnum.

    • 1703574 – Trönuhraun 10, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

      Áshildur Pálsdóttir lagði inn fyrirspurn dags. 31.2.2017 varðandi breytingu á deiliskipulagi ofangreindrar lóðar skv. teikningum Guðmundar Þórs Guðmundssonar/Atla Erlendssonar dags. 8.3.2012.
      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12.04.2017 var erindinu vísað til skipulags- og byggingarráðs.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.04.2017.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.4.2017 og fellst ekki á að heimila breytingu á einstaka lóðum á þessu stigi. Umsækjanda er bent á þá skipulagsvinnu sem nú er unnin með heildar enduruppbyggingu svæðisins í huga, sem afmarkast af Reykjavikurvegi, Fjarðarhrauni og Flatahrauni og vísar þessari tillögu til þeirrar vinnu.

    • 1404083 – Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi ásamt breytingu á afmörkunum þeirra deiliskipulagsáætlana þar sem vegurinn liggur um en bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að það yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41.gr. laga nr. 123/2010 á fundi sínum 15.2.2017.
      Auglýsingatíma er lokið, athugasemdir bárust.
      Skipulag- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi þann 25.04.2017 að taka saman svör við athugasemdum og leggja fyrir ráðið.
      Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa dags. 25.04.2017.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir hljóðmælingu við Mosahlíð, uppfærðum uppdráttum og greinagerð.

    • 1701095 – Suðurgata 74,breytingar á deiliskipulagi

      Tekið fyrir á ný erindi Stefáns Guðmundssonar dags. 09.01.17 um stækkun á byggingarreit, skv. teikningum Rúnars I Guðjónssonar dags.27.12.16
      Umsókninni fylgir umsögn Minjastofnunar dags.20.12.2016. Þann 07.02.2017 samþykkti skipulags- og byggingarráð að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr, 43. gr. 123/2010.
      Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 17.02.2017?31.03.2017. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Suðurgötu 74 og að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1607496 – Lækjargata 2, framtíðarnýting

      Tekið fyrir að nýju alútboð um uppbyggingu á lóðinni Lækjargata 2 /Dvergur. Samkvæmt alútboðsgögnum varðandi Lækjagötu 2-Dverg gr. 0.6.5 skal skipulags- og byggingarráð skipa 2 fulltrúa í forvalsnefnd.

      Borghildur Sturludóttir vék af fundi við umfjöllun þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð tilnefnir Pétur Óskarsson og Júlíus Andra Þórðarson sem fulltrúa ráðsins í forvalsnefnd.

    • 1705014 – Skarðshlíð 3 áfangi

      Vinna við deiliskipulagsbreytingu 3. áfanga í Skarðshlíð tekin til umfjöllunar.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leita eftir samningum við Yddu arkitekta um að hefja vinnu við deiliskipulagsbreytinu 3. áfanga.

    Fundargerðir

    • 1704010F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 656

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 12.4. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt