Skipulags- og byggingarráð

30. maí 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 622

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1411212 – Borgarlína

      Á fundi skipulags- og byggingarráð þann 16.5.2017 var samþykkt fyrirliggjandi vinnslutillaga að breyttu aðalskipulagi. Framhald umræðu um næstu skref.
      Sameiginlegur kynningarfundur fyrir höfuðborgarsvæðið verður haldinn í Salnum í Kópavogi 7. júní n.k.

      Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að kynning og gögn varðandi borgarlínuna verði aðgengileg bæjarbúum á heimasíðu Hafnarfjarðar.

    • 1404083 – Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi ásamt breytingu á afmörkunum þeirra deiliskipulagsáætlana þar sem vegurinn liggur um en bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að það yrði auglýst á fundi sínum 15.2.2017.
      Auglýsingatíma er lokið, athugasemdir bárust.
      Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa á athugasemdum dags. 25.04.2017.
      Hönnuður deiliskipulagsins mætti á fundinn og fór yfir framkomnar athugasemdir.
      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Lagt fram til umfjöllunar.

    • 0704123 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, nýtt deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi á fundi sínum þann 15.11.2016. Tillagan var auglýst frá 06.04.2017-18.05.2007. Lagðar fram athugasemdir sem bárust.
      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt á umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti á fundinn vegna þessa máls.

      Lagt fram.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir á fundi sínum þann 07.02.2017 tillögu að deiliskipulagi Ásvallabrautar og tenging Valla og Áslands. Tillagan var auglýst frá 12.02.2017-28.03.2017. Lagðar fram fjórar athugasemdir sem bárust.

      Lagt fram.

    • 1701084 – Hamranes, nýbyggingarsvæði

      Teknar fyrir á ný hugmyndir VA arkitekta að markmiðum og hugmyndafræði sem kynntar voru á fundi ráðsins þann 16.05.s.l.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram drög að markmiðslýsingu á næsta fundi ráðsins.

    • 1705059 – Deiliskipulag hönnunarteymi Hafnarfjörður

      Tekin fyrir á ný tillaga um að Hafnarfjarðarbær auglýsi eftir skipulagshönnuðum vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu innan bæjarmarkanna. Um ólík landsvæði er að ræða. Horft er til þess að þétta byggð innan bæjarins í þegar byggðum hverfum þar sem landrými er fyrir hendi. Meginmarkmið er að stuðla að betri nýtingu landsvæðis undir íbúðabyggð um leið og byggðamynstur hvers hverfis fyrir sig er haft að leiðarljósi. Enn fremur er um að ræða deiliskipulagsgerð á nýbyggingar- og iðnaðarsvæðum. Erindið var lagt fram á fundi ráðsins þann 16.05. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu að auglýsingu.

    • 1702287 – Stuðlaskarð 1, fyrirspurn

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Byggingarfélags Gylfa og Gunnars, dags. 21.2.2017, þar sem óskað er eftir að byggja fjölbýlishús samkvæmt teikningum Ragnars Magnússonar byggingarfr. dags. 13.2.2017. Nýjar teikningar bárust 11.04.2017.

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði umsókninni til umfjöllunar ráðsins í samræmi við gr. 4.1 í skilmálum. Á fundi ráðsins þann 16.05.2017 var skipulagsfulltrúa falið að ræða við hönnuð.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar umsækjanda að fullvinna teikningar á grundvelli fyrirliggjandi teikninga en óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa um útfærsluna.

    • 1705346 – Hrauntunga, deiliskipulagsbreyting

      Lögð fram lýsing á skipulagsverkefninu, að breyttu deiliskipulagi fyrir svæðið við Hrauntungu 5 í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði að breyttu deiliskipulagi fyrir svæðið við Hrauntungu 5 í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga og leggur til við bæjarstjórn:

      „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að unnið verði að breyttu deiliskipulagi fyrir svæðið við Hrauntungu 5 í samræmi við 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010.“

    • 1705380 – Kinnar, endurskoðun deiliskipulags

      Lögð fram til kynningar tillaga dags. 15.5.2017 að breyttu deiliskipulagi.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1705381 – Hamar, endurskoðun deiliskipulags

      Lögð fram til kynningar tillaga dags. 15.5. 2017 að breyttu deiliskipulagi.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      Framhald umræðu varðandi nýtingu óbyggðra lóða/endurnýtingu lóða í eldri hverfum.

      Til umræðu.

    • 1508148 – Hellubraut 5 og 7, deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 09.11.2016 breytingu á deiliskipulagi lóðanna að Hellubraut 5 og Hellubraut 7. Deiliskipulagið var auglýst og grenndarkynnt frá 06.0.7.2016 til 17.18.2016 og öðlaðist gildi 31.01.2017.
      Deiliskipulagsbreytingin var kærð til ÚUA með bréfi Lex lögmannaatofunar dags. 01.02.2017. Lagður fram úrskurður ÚUA frá 15.05. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1705469 – Rauðhella 3, lóðarmörk

      Með bréfi dags. 28.11.2016 óskaði byggingarfulltrúi eftir því við lóðarhafa Rauðhellu 3 að hann gerði grein fyrir þeim framkvæmdum á lóð sem samræmdust ekki gildandi deiliskipulagi og samþykktum uppdráttum.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1705011F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 659

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 10.5. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1705015F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 660

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 17.5. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1611025F – Undirbúningshópur umferðarmála - 78

      Lögð fram fundargerð undirbúningshóps umferðarmála nr. 78.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt