Skipulags- og byggingarráð

27. júní 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 626

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri
  1. Almenn erindi

    • 1608293 – Fornubúðir 5, byggingaráform

      Fulltrúi frá Batteríið- arkitektar mættu til fundarins og kynntu hugmyndir að útlit bygginganna eins og kveðið er á í greinargerð deiliskipulagsins.

      Til kynningar.
      Skipulags- og byggingarráð óskar efir umsögn skipulgsfulltrúa hvað varðar samræmi við deiliskipulagið.

    • 0704123 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar, nýtt deiliskipulag

      Deiliskipulagstillagan var auglýst frá 06.04.2017-18.05.2007. Lagðar fram athugasemdir sem bárust ásamt umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. júní 2017.
      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Pétur Óskarsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. júní 2017 vegna athugasemda sem bárust.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir nýtt deiliskipulag með áorðnum breytingum fyrir Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar og að skipulaginu verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.”

    • 1706321 – Fornubúðir 5, kæra

      Lögð fram kæra dags. 19. júní 2107 vegna deiliskipulagsbreytingar við Fornubúðir 5.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að svara Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

    • 1706058 – Norðurbraut 26, fyrirspurn um lóðarstækkun

      Íbúar við Norðurbraut 26 óska eftir lóðarstækkun. Núverandi bílaplan nær ekki út að götu. Vilji er til þess að helluleggja og ganga snyrtilega frá yfirborði bílastæðis. Því er óskað eftir að lóðin nái út að götu svo ekki verði óhirtur flái eftir milli götu og bílastæðis.
      Einnig er óskað eftir að stækka lóðina meðfram Norðurbraut en íbúar við nr. 26 hafa hirt og snyrt ræmuna undanfarin ár. Lögð fram umsögn umhverfis-og skipulagsþjónustu.

      Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við umbeðna lóðarstækkun og leggur til við bæjarstjórn:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir lóðastækkun við Norðubraut 26 í samræmi við fyrirliggjandi gögn og nánari skilmáls umhverfis- og skipulagsþjónsutu.”

    • 1404083 – Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut, deiliskipulag

      Tekin fyrir að nýju tillaga að deiliskipulagi ásamt breytingu á afmörkunum þeirra deiliskipulagsáætlana þar sem vegurinn liggur um en bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti að það yrði auglýst á fundi sínum 15.2.2017.

      Auglýsingatíma er lokið, athugasemdir bárust.
      Lögð fram umsögn dags. 19. júní 2017 og uppfærður uppdráttur dags. 3. febrúar 2017.

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 30. maí sl. var ákveðið að bregðast við athugsemdum þar sem 4 lykilatriði verða endurskoðuð.
      Allar göngutengingar verða skoðaðar betur og gert verður ráð fyrir undirgöngum undir Ásvallabraut til þess að tenging við upplandið verði sem öruggust.
      Það verður gert ráð fyrir stoppustöð Strætó Mosahlíðarmeginn.
      Settar verða hljóðmanir við Mosahlíð og hljóðvistin verður skoðuð nánar með raunmælingu á staðnum.
      Settar verða upp hraðadempandi aðgerðir í Klettahlíð til að koma í veg fyrir hraðakstur þar í gegn.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. júní 2017 vegna athugasemda sem bárust.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ljúka deiliskipulaginu Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir nýtt deiliskipulag Kaldárselsvegur, tenging við Reykjanesbraut og að skipulaginu verði lokið í samræmi við 41. gr. laga nr. 123/2010.”

    • 1706094 – Bergsskarð 1, reitur 3, breytingar

      Arkitektar er vinna að hönnun íbúða við Bergsskarð 1, reit 3 í Skarðshlíð ítreka fyrirspurn Nesnúps varðandi breytingar á byggingarmagni og að byggingarreitir verði endurskoðaðir og rýmkaðir.
      Lögð fram svör deilskipulagshönnuða við fyrirspurninni dags. 24. maí s.l..

      Skipulags- og byggingarráð synjar framkominni fyrirspurn með hliðsjón af svörum deiliskipulagshönnuða.

    • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

      Endurskoðun deiliskipulags Miðbæjarins tekin til umfjöllunar.

      Til umfjöllunar.

    Fyrirspurnir

Ábendingagátt