Skipulags- og byggingarráð

8. ágúst 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 628

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður hjá stjónsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður hjá stjónsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1706321 – Fornubúðir 5, kæra nr. 67/2017

      Tekin fyrir á ný kæra dags. 19. júní 2107 frá Sigurjóni Ingvasyni og Rannveigu Guðlaugsdottur Suðurgötu 70 ásamt greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 01.08.2017. vegna hinnar kærðu deiliskipulagstillögu að Fornubúðum 5.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1706036 – Austurgata 36, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir á ný umsókn Önnu G. Pétursdóttur, Austurgötu 36. þar sem hún fer fram á heimild til að láta vinna breytt deiliskipulag fyrir lóðina. Lóðarhafi hefur í hyggju að reisa stærra hús en núverandi heimild er fyrir samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Jafnframt lögð fram minnisblöð Verksýnar dags. 02.05.2017 og ódags minnisblað bæjarins. Lögð fram tillaga Helga Hafliðasonar arkitekts að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar dags. 02.08.2017. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunnar.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að byggingarmagn verði minnkað og taki betur mið af næstu húsum.

    • 1411212 – Borgarlína

      Lögð fram rýmisgreining VSÓ og Mannvits vegna fyrirhugaðrar legu Borgarlínu um Reykjavíkurveg.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skiplagsþjónustu að vinna áfram að málinu í samræmi fyrirliggjandi greiningu.

    • 1607496 – Lækjargata 2, framtíðarnýting

      Tekin til umræðu markmið skipulagslýsingar og deiliskipulagsvinnu á Dvergsreitnum.

      Til umfjöllunar.

    • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

      Endurskoðun deiliskipulags Miðbæjarins tekin til umfjöllunar á ný.

      Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við skipulagslýsingu samanber 40 . gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1707043 – Selhella 4, byggingarleyfi

      Egill Árnason ehf. sækir 03.07.2017 um byggingarleyfi fyrir stálgrindarhúss sem byggt er á hefðbundinn hátt. Húsið verður nýtt sem lager- og geymsluhúsnæði með möguleika á skrifstofu og verslunarrými í vesturenda hússins samkvæmt teikningum Tómasar Ellerts Tómassonar dags. 29.06.2017. Nýjar teikningar bárust 28.07.2017. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa var erindinu vísað til ráðsins m.t.t. aðkomu, athafnasvæðis og umferðar.

      Skipulags- og byggingarráð felst ekki á fjölgun innkeyrslna á lóðina eins og uppdrættir gera ráð fyrir.

    • 1706076 – Hreinsunarátak 2017

      Hreinsunarátak í bænum tekið til umfjöllunar.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að fara í hreinsunarátak á lóðum í september n.k.

    • 1606490 – Skútahraun 2, fyrirspurn gistiheimili

      Lagt fram bréf Hjalta Steinþórssonar dags. 02.08.2017 f.h. Smárakirkjunnar eignada Skútahrauns 2, varðandi gistiþjónustu í húsinu.

      Skipulags- og byggingarráð synjar fyrirliggjandi erindi Smárakirkjunnar varðandi gistiþjónustu þar sem það samræmist ekki aðalskipulagi.
      Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við heildstætt rammaskipulag/deiliskipulag á reit sem afmarkast af Bæjarhrauni og Flatarhrauni.

    • 1501921 – Stapahraun 7-9 skipting lóðar

      Skipting lóðarinnar tekin fyrir með tilvísun í fundargerð Lóðarfélagsins Stapahraun 7-9 17.09.2014. Skipulagsfulltrúi fór yfir málið.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við rammaskipulag/deiliskipulag á reit sem afmarkast af Bæjarhrauni og Flatarhrauni og vísar fyrirliggjandi erindi varðandi skiptingu lóðarinnar Stapahraun 7-9 í þá vinnu.

    • 1706355 – Strandgata 30, byggingarleyfi

      Tekið fyrir erindi 220 Miðbæjar ehf um byggingu hótels á ofangreindri lóð með hliðsjón af bílastæðum.

      Tekið til umfjöllunar.
      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um lausn á bílastæðamálum fyrir hótelið.

    Fundargerðir

    • 1707002F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 667

      Lagt fram.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1707005F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 668

      Lagt fram.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1707007F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 669

      Lagt fram.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt