Skipulags- og byggingarráð

24. ágúst 2017 kl. 13:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 629

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1701236 – Grandatröð 12, fyrirspurn

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 16.05.2017 að heimila lóðarhafa að láta vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi á sinn kostnað og að auglýsa hana í samræmi við 1.mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 07.07. til 18. 08. 2017. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Grandatraðar 12 og að málinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1702130 – Einhella 6,breyting á deiliskipulagi,fyrirspurn

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 21.02.2017 að heimila auglýsingu á breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Einhella 6 í samræmi við 1.mgr. 43 gr.
      Tillaga að breyttu deiliskipulagi var auglýst frá 22.06.2017-03.08.2017. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Einhellu 6 og að málinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1707080 – Einhella 3-5, breyting á deiliskipulagi.

      Strókur ehf (kt. 580788-1739) óskar þann 5.7. 2017 eftir heimild til að breyta deiliskipulagi lóðanna að Einhellu 3-5 samanber deiliskipulagstillögu Zeppelin arkitekta dags. 17.08.2017.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar lóðarhafa að vinna breytingartillögu að deiliskipulagi lóðanna Einhella 3 og Einhella 5 á sinn kostnað. Málsmeðferð tillögunar verður í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1708012 – Örnefnanefnd, Skarðshlíð 2, lóðir, erindi

      Lagt fram bréf Örnefnanefndar dags. 25.07.2017, varðandi sjónarmið um götuheiti í Skarðshlíð 2. Erindinu var vísað til skoðunar umhverfis- og skipulagsþjónustu á fundi bæjarráðs þann 10.08. s.l.

      Skipulagsfulltrúa falið að svara bréfi Örnefnanefndar frá 25.07.2017.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir á fundi sínum þann 15.02.2017 tillögu að deiliskipulagi Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands. Tillagan var auglýst frá 06.04. 2017-18.05.2017. Samhliða breytast mörk deiliskipulags fyrir Ásland 3 og Hlíðarþúfur eins og meðfylgjandi uppdrættir sýna.
      Lagðar fram fjórar athugasemdir, ásamt umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. ágúst 2017, sem bárust en 1 átti við annað deiliskipulag og er því ekki tekin með í þesari umfjöllun.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 22. ágúst 2017 og deiliskipulag Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands fyrir sitt leyti og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir deiliskipulag Ásvallabrautar og tengingu Valla og Áslands og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010”.

    • 1702315 – Hamarsbraut 5, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum að grenndarkynna nýja tillögu dags. 30.05.2017 að breyttu deiliskipulagi á lóð við Hamarsbraut 5 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Um er að ræða breytingu á lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir tvíbýlishús og færslu á bílastæðum á lóð.
      Breytt tillaga var grenndarkynnt frá 29.06.2017-10.08.2017. Athugasemdir bárust frá 10 aðilum. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir ódags. umsögn skipulagsfulltrúa og fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Hamarsbrautar 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 41. gr. skipulagslaga 123/2010. og gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:

      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir tillögu að deilskipulagi Hamarsbrautar 5 og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41.gr. laga 123/2010.”

    • 1708374 – Óla Run tún, framkvæmdir og skipulag

      Lagt fram bréf íbúa við Brekkuhvamm og Lindarhvamm dags. 14.08.2017 þar sem óskað er eftir að ráðist verði í framkvæmdir við Óla Run tún í samræmi við Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 sem samþykkt var 1. maí 2014.
      Erindið var til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði 23.8.2017.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1706399 – Álfhella 2, umsókn um lóð

      Strókur ehf sækir um lóðina Álfhella 2 með bréfi og skissum dags. 27.07.2017, fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar, m.a. að lóðin yrði skilgreind sem verslunar- og þjónustulóð.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16.08.2017.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu og umsögninni til bæjarráðs.

    • 1705168 – Suðurgata 40-44, breyting á aðalskipulagi

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 24.05. s.l. að unnið yrði að breyttri landnotkun fyrir svæðið í samræmi við 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga.
      Tillaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi kynnt.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytta landnotkun og deiliskipulagi fyrir Suðurgötu 40-44 og leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir breytingu á landnotkun í aðalskipulagi Hafnarfjarðar í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Jafnframt samþykki bæjarstjórn breytt deiliskipulag fyrir Suðugötu 40-44 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna vísa til bókunar fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn 24.5. 2017 varðandi þetta mál.

    • 1705346 – Hrauntunga, deiliskipulagsbreyting

      Arkibúllan arkitektar kynntu möguleika nýrra byggðar við Hrauntunug með tilliti til umhverfisins og þá byggð sem fyrir er.

      Lagt fram.

    • 1509436 – Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting.

      Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið. Ný gögn bárust í tölvupósti þann 15. ágúst sl. þar sem stjórn Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gerir ekki athugasemd við nýja tillögu sem er dags. 16. ágúst 2017.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar lóðarhafa að vinna að breyttu deiliskipulagi reitsins á sinn kostnað.
      Málsmeðferð tillögunar verður í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1608293 – Fornubúðir 5, byggingaráform

      Kynntar forteikningar Batterísins arkitektar dags. 09.08.2017 að uppbyggingu að Fornubúðum 5.

      Til kynningar.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að fá hönnuði á næsta fund ráðsins.

    • 1708458 – Lækjargata 2, deiliskipulag

      Kynnt vinna við deiliskipulag Lækjargötu 2, Dvergsreit.
      Lagt fram erindi íbúa við Brekkugötu dags. 22.8. 2017 varðandi uppbyggingu á svæðinu og bílastæðavanda við Brekkugötu.

      Til kynningar.
      Skipulags- og byggingarráð vísar erindi íbúa við Brekkugötu í áframhaldandi vinnu við deiliskipulag reitsins.

    • 1708457 – Hraun-vestur, deiliskipulag

      Kynnt vinna við skipulag Hraun-vestur.
      Lagðar fram athugasemdir eiganda Flatahrauns 5b dags. 23. maí 2017.

      Lagt fram og kynnt.

    • 1708480 – Hraunskarð 2, breyting á klæðningu húss

      Lagt fram erindi Bjargs íbúðarfélags dags. 18.08.2017 þar sem óskað eftir því að fá velja hagkvæmari klæðningar á veggi og þök húsa.

      Lagt fram.

    • 1708481 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breytingar

      Lagt fram bréf svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 18.08.2017 varandi breytingar á svæðisskipulagi sem lúta að vaxtarmörkum í landi Mosfellsbæjar.

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar tekur undir og samþykkir bókun svæðisskipulagsnefndar.

    • 1705514 – Straumsvík, lóðir fyrir vinnubúðir

      Lögð fram tillaga að breyttu deilskipulagi svæðis Straumsvíkurhafnar sem gerir ráð fyrir þremur nýjum lóðum á svæðinu samanber samþykkt Hafnarstjórnar frá 07.06.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytta tillögu að deiliskipulagi lóða á svæði Staumsvíkurhafnar og að málsmeðferð tillögunar verður í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1707152 – Arnarhraun 50, byggingarleyfi

      Ás styrktarfélag sótti 13.07.2017 um að byggja búsetukjarna með 6 íbúðum og starfsmannaaðstöðu á ofangreindri lóð samkvæmt teikningum Önnu Margrétar Hauksdóttur dags. 12.07.2017.
      Erindinu var frestað á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 23. ágúst s.l. og vísað til ráðsins m.t.t. deilsikipulags.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að endurskoða gildandi deiliskipulag m.t.t. lóðarstærðar, aðkomu og staðsettningu húss í lóð. Jafnframt er samþykkt að deiliskipulagsbreytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.

    Fundargerðir

    • 1708002F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 670

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 2. ágúst s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1708003F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 671

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 9. ágúst s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt