Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Auk ofan greindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjór og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslu fundinn.
Tekið fyrir á ný erindi 220 Miðbæjar ehf um byggingu hótels á ofangreindri lóð með hliðsjón af bílastæðum. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 8. ágúst s.l. var skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um lausn á bílastæðamálum fyrir hótelið. Lagt fram minnisblað VSB dags. 22.09.2017 er varðar mat á kostnaði við byggingu bílakjallara.
Skipulags- og byggingarráð telur að bílastæðaþörf á þessum stað þurfi að leysa og vísar því málinu hvað varðar bílastæðakjallara og kostnað vegna hans til bæjarráðs.
Lögð fram fyrirspurn Húsfélagsins Skipalóni 5 dags. 07.06.2017 varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni Skipalón 3.
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar beinir þeim tilmælum til Skipalóns 7 ehf. lóðarhafa Skipalóns 3 að núverandi ásigkomulag lóðar er óásættanlegt og vekur jafnframt athygli á þeim tímamörkum sem er að finna í 8. gr. lóðarsamnings.
Tekin fyrir á ný umsókn Önnu G. Pétursdóttur, Austurgötu 36, dags. 2.6. 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að láta vinna breytt deiliskipulag fyrir lóðina. Lóðarhafi hefur í hyggju að reisa stærra hús en heimild er fyrir samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Jafnframt lögð fram minnisblöð Verksýnar dags. 02.05.2017 og ódags minnisblað bæjarins. Lögð fram tillaga Helga Hafliðasonar arkitekts að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar dags. 31.08.2017. Á fundi ráðsins var óskað eftir áliti Minjastofnunar á niðurrifi og uppbyggingu á lóðinni. Lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 26. sept 2017.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytta tillögu að deiliskipulagi lóðar á Austurgötu 36 og að málsmeðferð tillögunar verður í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010. Jafnframt verði tillagan grenndarkynnt.
Lögð fram lokadrög að rýmisgreining VSÓ og Mannvits vegna fyrirhugaðrar legu Borgarlínu suður úr Firði dags. 18. september 2017. Fulltrúar Mannvits mættu á fundinn og kynntu greininguna.
Borghildur Sturludóttir vék af fundi frá kl. 09:10 til 09:45
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að halda kynningarfund um borgarlínu og legu hennar í Hafnarfirði um mánaðarmót október/nóvember.
Kynning á styrkingu og endurbótum á dreifikerfinu í Hafnarfirði. Fulltrúar HS Veitna mættu á fundinn og kynntu málið.
Skipulags- og byggingarráð vísar málinu til bæjarráðs m.t.t. lóðarleigusamnings og minnisblaðs skipulagsfulltrúa.
Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið. Ný gögn bárust í tölvupósti þann 15. ágúst sl. þar sem stjórn Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gerir ekki athugasemd við nýja tillögu sem er dags. 16. ágúst 2017. Fulltrúar félagsins kynntu breytinguna.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulagsbreytingu fyrir Sörlasvæði og að málsmeðferð tillögunar verður í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010.
Lagt fram bréf Ragnars Þ. Jónssonar dags. 15. sept. f.h. NB 88 ehf. reksraraðila veitingastaðarins Tuk Tuk Thai að Fjarðargötu 19 er varðar umsókn um leyfi fyrir skilti á Fjarðargötu 19.
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa.
Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Helga Hafliðasonar arkitekts f.h.Fríkirkjusafnaðarins dags. 7. júní 2017 ásamt uppdráttum og tillögu að breyttu deiliskipulagi er varðar stækkun safnaðarheimilisins. Lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 6. sept. 2017.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytta tillögu að deiliskipulagi lóðar Linnetsstígs 6 og að málsmeðferð tillögunar verður í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010. Jafnframt að tillagan verði grenndarkynnt.
Lagt fram erindi Fjarðarmóta dags. 4. september 2017 þar sem gerð er athugasemd við meðferð og afgreiðslu fyrra erindis þeirra varðandi deiliskipulagsbreytingu á lóðinni Kirkjuvellir 8. Jafnframt er það erindi ítrekað.
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir áliti bæjarlögmanns á fullyrðingu í bréfi Fjarðarmóta ehf. um meint vanhæfi Péturs Óskarssonar um umfjöllun og ákvarðanatöku vegna óska um breytingu á deiliskipulagi Kirkjuvalla 8.
Skipulags- og byggingarráð synjaði þann 4. apríl sl. ósk um deiliskipulagsbreytingu Kirkjuvalla 8 með vísan í minnisblað skipulagsfulltrúa. Í bréfi Fjarðarmóta ehf. er fullyrt að rangar upplýsingar hafi verið settar fram í minnisblaðinu. Með vísan í bréf Fjarðarmóta ehf. og minnisblað Sigurlaugar Sigurjónsdóttur, ASK arkitektar dags. 11. september sl. óskar skipulags- og byggingarráð eftir skriflegu svari frá skipulagsfulltrúa um mismundandi upplýsingar sem koma fram í áðurnefndum minnisblöðum. Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að álit bæjarlögmanns og svar skipulagsfulltrúa verði lagt fram á næsta fundi ráðsins.
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingafulltrúa þann 27. sept. s.l. var lagt fram erindi Hjördísar Birgisdóttur dags. 13.09.2017 um breytingar á hámarkshæð á hluta byggingar. Afgreiðslufundurinn vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa um erindið.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 21.02.2017 var Borgarafli ehf. heimilað að vinna á sinn kostnað breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillaga að breyttu deiliskipulagi var auglýst frá 08.08.2017- 23.09.2017. Engar athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Einhellu 9 og að málinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010.
Fjárhagsáætlun 2018 varðandi aðkeypta skipulagsvinnu tekin til frekari umfjöllunar.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun um skipulagsvinnu fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 20. september s.l.
Lagt fram til kynningar.
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 27. september s.l.