Skipulags- og byggingarráð

17. október 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 634

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Sigurbergur Árnason varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1705346 – Hrauntunga, deiliskipulagsbreyting

      Tekið fyrir að nýju.
      Arkibúllan arkitektar kynntu möguleika nýrrar byggðar við Hrauntunug með tilliti til umhverfisins og þá byggð sem fyrir er.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa um tillöguna og áframhaldand vinnu við skipulagsbreytinguna.

    • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

      Tekin fyrir að nýju tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Selhrauns suður hvað varðar nýtingarhlutfall einstakra lóða, hámarks byggingarmagn, skiptingu einstakra lóða og ásamt því að lóðarstærðir og byggingarreitir eru uppfærðir til samræmis við fasteignaskráningu.
      Skipulagið er uppfært í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi Selhrauni Suður með vísan í 1. mgr 43. gr. skipulagslaga 123/2010 og heimilar auglýsingu hennar með vísan til 41. gr. skipulagslaga 123/2010.

    • 1511378 – Selhraun norður og suður, byggingarmagn og nýtingarhlutfall

      Tekin fyrir tillaga að breytingu á skilmálum deiliskipulags Selhrauns suður hvað varðar nýtingarhlutfall einstakra lóða, hámarks byggingarmagn, skiptingu einstakra lóða og ásamt því að lóðarstærðir og byggingarreitir eru uppfærðir til samræmis við fasteignaskráningu.
      Skipulagið er uppfært í samræmi við þær breytingar sem gerðar hafa verið.

      Lagt fram.

    • 1610423 – Kirkjuvellir 8, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 3. október sl. óskaði skipulags- og byggingarráð eftir áliti bæjarlögmanns á fullyrðingu í bréfi Fjarðarmóta ehf. um meint vanhæfi Péturs Óskarssonar um umfjöllun og ákvarðanatöku vegna óska um breytingu á deiliskipulagi Kirkjuvalla 8.

      Skipulags- og byggingarráð synjaði þann 4. apríl sl. ósk um deiliskipulagsbreytingu Kirkjuvalla 8 með vísan í minnisblað skipulagsfulltrúa. Í bréfi Fjarðarmóta ehf. er fullyrt að rangar upplýsingar hafi verið settar fram í minnisblaðinu. Með vísan í bréf Fjarðarmóta ehf. og minnisblað Sigurlaugar Sigurjónsdóttur, ASK arkitektar dags. 11. september sl. óskaði skipulags- og byggingarráð eftir skriflegu svari frá skipulagsfulltrúa um mismundandi upplýsingar sem koma fram í áðurnefndum minnisblöðum.
      Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir að álit bæjarlögmanns og svar skipulagsfulltrúa yrði lagt fram á næsta fundi ráðsins.

      Lögð fram greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 14.10.2017.

      Samkvæmt áliti lögmanns stjórnsýslu var ekki um vanhæfi að ræða við afgreiðslu málsins 4. apríl s.l.

      Pétur Óskarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.

      Skipulags- og byggingarráð ítrekar fyrri afstöðu sína og synjar endurupptöku á málinu.

    • 1709735 – Tjarnarvellir 5, fyrirspyrn

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa 4.10. 2017 vísaði eftirfarandi erindi til skipulags- og byggingarráðs:
      Hagar hf. leggja inn 25.9.2017 fyrirspurn, óska eftir afstöðu byggingafulltrúa á fyrirkomulagi bílastæða sem staðsett eru innan lóðar. Mannviki sem sótt er um verður ca.1550 m2.

      Skipulags- og byggingarráð fellst á nýtingu lóðar, en beinir þeim tilmælum til hönnuðar að skoða betur þann hluta útlits mannvirkis sem snýr að Tjarnavöllum.

    • 1710154 – Hvaleyrarbraut 30, fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lögð fram fyrirspurn Hagtaks hf um byggingaráform á lóðinni.
      ASK arkitektr kynntu tillögu um hótel á lóðinni Hvaleyrarbraut 30.
      Tillagan var kynnt í Hafnarstjórn í september síðastliðnum.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa um tillöguna og áframhaldand vinnu við skipulagsbreytinguna.

    • 1703332 – Álfhella 8, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 30. ágúst 2017 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hellnahrauns 2. áfanga í Hafnarfirði vegna Álfhellu 8, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði.
      Breytingin felst í að byggingarreit lóðarinnar að Álfhellu 8 verði snúið um 90°, stærð hans og bundin byggingarlína verði óbreytt. Syðri innkeyrsla frá Dranghellu verði tekin af. Hámarkshæð byggingar verði 10 metrar miðað við mæni. Að öðru leiti gildi áfram núgildandi skilmálar fyrir svæðið. Athugasemdir bárust.
      Í samræmi við 1. mgr. 2. gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði er erindið því lagt fram í skipulags- og byggingarráði.
      Jafnframt er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.10.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, á deiliskipulagi Álfhellu 8 samanber uppdrátt dags. mars. 2017 og br. sept 2017 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.10.2017.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulaginu Álfhellu 8 og að með málið verði farið samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010”

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Lögð er fram til samþykktar endurskoðuð verklýsing vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturbæ. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 19. sept. s.l. lýsingu sem nú hefur verið endurskoðuð.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsingu vegna nýs deiliskipulags fyrir Vesturbæ með vísan til 1. mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fundargerðir

    • 1705020F – Undirbúningshópur umferðarmála - 79

      Lögð fram fundargerð undirbúnngshóps umferðarmála nr. 79 frá 12. október s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1710001F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 677

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 4. október s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt