Skipulags- og byggingarráð

31. október 2017 kl. 08:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 635

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu fundinn.[line][line]Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 1-5.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður stjórnsýslu fundinn.[line][line]Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri sat fundinn undir dagskrárliðum 1-5.

  1. Almenn erindi

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, aðalskipulagsbreyting

      Skipulagsstofnun gerði athugasemd vegna málsmeðferð deiliskipulagsins og bendir á að gera þurfi aðalskipulagsbreytingu samhliða.
      Lögð fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi dags. 27. október 2017 ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Ásvallabraut og breytingar fyrir Ásland 3 og Hlíðarþúfur.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 skv. 1. mgr. 31. gr. sbr.36. gr. skipulagslaga 123/2010. Fyrirhuguð skipulagsbreyting gerir í ráð fyrir að í stað tveggja tengibrauta sunnan núverandi byggðar við Ásvelli 3, verði ein braut, Ásvallabraut. Lega hennar breytist þannig að hún tengist Kaldárseelsvegi og Elliðavatnsvegi með hringtorgi neðan Hlíðarþúfna en tenging við Ásland 3 verði felld út. Lega Kaldaárselsvegar breytist lítillega sem og tenging hans við íbúðarsvæðið við Mosahlíð.

      Einnig er samþykkt að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi ásamt breytingum skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010 og að deiliskipulagið verði auglýst aftur samhliða framangreindri aðalskipulagsbreytingu.

      Gerir skipulags- og byggingarráð því eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar:

      „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 1. mgr. 31. gr. sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, samhliða tillögum að breyttu deiliskipulagi, sbr. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga 123/2010“

    • 1701659 – Berghella 2, breyting

      Stekkur ehf sækir um breytt aðgengi að lóðinni með umsókn dags. 17.1.2017, útbúa nýtt inn- og útkeyrsluhlið og girða lóðina með 2 m hárri girðingu skv. uppdráttum Úti og Inni arkitekta dags. 15.10.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að heimila lóðarhafa vinna óverulega breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar á sinn kostnað og að málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag.

      Deiliskipulagið Miðbær Hraun vestur tekið fyrir að nýju með hliðsjón af athugasemdum Skipulagsstofnunar við greinargerð með skipulaginu dags. 18. september 2015.
      Lagt er til að deiliskipulagið verði auglýst á á ný samanber 2. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að endurauglýsa deiliskipulag Miðbæjar Hrauns með vísan til 2. mgr. 42. gr. og 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

      Fulltrúar Skeljar ehf fasteignafélags mættu til fundarins og kynntu hugmyndir sínar um uppbyggingu á tilteknum reit með lóðum í þeirra eigu á skipulagssvæðinu – svo sem Hjallahraun 2 og við Reykjavíkurveg.

      Skipulagshöfundar mættu einnig til fundarins og kynntu framvindu verkefnisins.

      Til kynningar.

    • 1710154 – Hvaleyrarbraut 30, fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

      Tekin fyrir á ný fyrirspurn Hagtaks hf um byggingaráform á lóðinni skv. tillögu ASK arkitekta um hótel á lóðinni Hvaleyrarbraut 30.
      Tillagan var kynnt í Hafnarstjórn í september síðastliðnum.
      Skipulags- og byggingarráð óskaði þann 17 okt. s.l. eftir umsögn skipulagsfulltrúa um tillöguna og áframhaldand vinnu við skipulagsbreytinguna. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30.10.2017.

      Borghildur Sturludóttir mætti til fundarins kl. 08:40
      Gert var stutt fundarhlé.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir með 3 atkvæðum framlagða umsögn skipulagsfulltrúa.

      Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar óska eftir umsögn hafnarstjórnar um tillögu skipulagsfulltrúa að aðalskipulagsbreytingu um breytt landnotkun.
      Jafnframt að teknar verði saman upplýsingar er varða friðlýsingu Hvaleyrarlóns og stöðu þess.

    • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

      Endurskoðun deiliskipulags Miðbæjarins tekin til umfjöllunar á ný. Skipulagsfulltrúa var falið að hefja vinnu við skipulagslýsingu samanber 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 30.10.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagt minnisblað skipulagsfulltrúa um verklag þar sem þremur hönnunarteymum er boðið að koma með skissuhugmyndir að þróun miðbæjar Hafnarfjarðar.

    • 1710356 – Geislaskarð 4-6, Hádegisskarð 2, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurm VHE ehf. um hvort leyft yrði að byggja fjölbýlishús samkvæmt uppdráttum Úti og Inni dags. 10.10. 2017.
      Með vísan til gr. 4.1 í skilmálum eru þessir fyrirspurnar uppdrættir lagðir fyrir skipulags- og byggingarráð.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagshöfunda um fyrirliggjandi fyrirspurn.

    • 1710354 – Bergsskarð 3, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn VHE ehf. dags. 17.10.2017 þar sem óskað er eftir að reisa 10 íbúða fjölbýlishús á 3-5.hæðum samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dagsettar 16.10.2017.
      Með vísan til gr. 4.1 í skilmálum eru þessir fyrirspurnar uppdrættir lagðir fyrir skipulags- og byggingarráð.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagshöfunda um fyrirliggjandi fyrirspurn.

    • 1710353 – Bergsskarð 1, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn VHE ehf. dags. 17.10.2017 þar sem óskað er eftir að reisa 22ja íbúða fjölbýlishús á 3-5 hæðum samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dagsettar 16.10.2017.
      Með vísan til g.r. 4.1 í skilmálum eru þessir fyrirspurnar uppdrættir lagðir fyrir skipulags- og byggingarráð.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagshöfunda um fyrirliggjandi fyrirspurn.

    • 1709445 – Brenniskarð 1-3, fyrirspurn

      Lögð fram fyrirspurn Þrastarverks ehf. dags. 12.09.2017 til skipulags- og byggingarráðs ásamt bréfi dags. 09.09.2017 um að bifreiðageymslu í kjallara verði sleppt.
      Með vísan til g.r. 4.1 í skilmálum eru þessir fyrirspurnar uppdrættir lagðir fyrir skipulags- og byggingarráð.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagshöfunda um fyrirliggjandi fyrirspurn.

    Fundargerðir

    • 1710013F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 678

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 11.10. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt