Skipulags- og byggingarráð

14. nóvember 2017 kl. 14:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 636

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Óskar Steinn Ómarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátur Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Ívar Bragson lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátur Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Ívar Bragson lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1709781 – Aðveitustöð HS Veitna í Hamranesi

      HS Veitur hf. Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ óska eftir heimild til að auglýsa tillögu að deiliskipulagi lóðar við Hamranes vegna tengivirkis samkvæmt uppdrætti Batterísins arkitekta dags. 03.11.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að málsmeðferð deiliskipulagsins verði í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hér er um óverulega breytingu á núverandi nýtingu lóðar að ræða og heimilar auglýsingu þess með vísan til 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1710278 – Stapahraun 10, umsókn um deiliskipulag

      Þúsund Fjallir ehf óska þann 12.10.2017 eftir að tillaga þeirra um deiliskipulag verði sett í grenndarkynningu samkvæmt uppdráttum Svavars M. Sigurjónssonar dags. 12.10.2017.
      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 18.10.2017.

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til þeirrar rammaskipulagsvinnu sem hafin er á svæði nefndu Hraun austur.

    • 1705014 – Skarðshlíð deilisskipulagsbreyting 3 áfangi

      Vinna við deiliskipulagsbreytingu 3. áfanga í Skarðshlíð tekin til umfjöllunar. Skipulagshöfundar kynntu framvindu verkefnisins.

      Kynning.

    • 1710356 – Geislaskarð 4-6, Hádegisskarð 2, fyrirspurn

      Tekin fyrir á ný fyrirspurm VHE ehf. um hvort leyft yrði að byggja fjölbýlishús samkvæmt uppdráttum Úti og Inni dags. 10.10. 2017.
      Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn skipulagshöfunda um fyrirliggjandi fyrirspurn á fundi sínum þann 31.10.2017. Lögð fram umsögn skipulagshöfunda dags 08.11.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagshöfunda og vísar áframhaldandi vinnslu umsóknarinnar til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

    • 1710353 – Bergsskarð 1, fyrirspurn

      Tekin fyrir á ný fyrirspurn VHE ehf. dags. 17.10.2017 þar sem óskað er eftir að reisa 22ja íbúða fjölbýlishús á 3-5 hæðum samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dagsettar 16.10.2017. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn skipulagshöfunda um fyrirliggjandi fyrirspurn á fundi sínum þann 31.10.2017. Lögð fram umsögn skipulagshöfunda dags 08.11.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagshöfunda, og vísar áframhaldandi vinnslu umsóknarinnar til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

    • 1710354 – Bergsskarð 3, fyrirspurn

      Tekin fyrir á ný fyrirspurn VHE ehf. dags. 17.10.2017 þar sem óskað er eftir að reisa 10 íbúða fjölbýlishús á 3-5 hæðum samkvæmt teikningum Orra Árnasonar dagsettar 16.10.2017. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn skipulagshöfunda um fyrirliggjandi fyrirspurn á fundi sínum þann 31.10.2017. Lögð fram umsögn skipulagshöfunda dags 08.11.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagshöfunda og vísar áframhaldandi vinnslu umsóknarinnar til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

    • 1709445 – Brenniskarð 1-3, fyrirspurn

      Tekin fyrir á ný fyrirspurn Þrastarverks ehf. dags. 12.09.2017 til skipulags- og byggingarráðs ásamt bréfi dags. 09.09.2017 um að bifreiðageymslu í kjallara verði sleppt. Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn skipulagshöfunda um fyrirliggjandi fyrirspurn á fundi sínum þann 31.10.2017. Lögð fram umsögn skipulagshöfunda dags 08.11.2017.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagshöfunda, og vísar áframhaldandi vinnslu umsóknarinnar til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

    • 1606515 – Vesturbær,deiliskipulags hugmyndir Kynning

      Gláma Kím arkitektar mættu til fundarins og kynntu frumhugmyndir að endurskoðun deiliskipulags Vesturbæjar.

      Kynning.

    • 1711038 – Hrauntunga 1, fyrirspurn deiliskipulagsbreyting

      Óskar Gunnarsson óskar með erindi dags. 02.11.2017 eftir heimild til að breyta deiliskipulagi lóðar þannig að unnt verði að reisa bifreiðageymslu utan byggingarreits.
      Umsögn skipulagsfulltrúa liggur fyrir.

      Skipulag- og byggingarráð samþykkir að heimila umsækjanda að fara í breytingu á deiliskipulagi á sinn kostnað og málsmeðferð verði í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem hér er um óverulega breytingu á núverandi nýtingu lóðar að ræða. .

    • 1503486 – Kaplakriki, markatafla

      Lagður fram tölvupóstur Júlíusar Andra Þórðarsonar frá 9.11. 2017 þar sem óskað er eftir að tekið verði á dagskrá mál er varðar marktöflu FH við knattspyrnuvöll við Kaplakrika og samþykkt var á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 01.04.2015.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa varðandi hæð og staðsetningu með tilliti til útgefins byggingarleyfis.

    • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

      Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir framvindu verkefnisins.

      Til upplýsinga.

    • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

      Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir framvindu verkefnisins.

      Til upplýsinga.

    Fundargerðir

    • 1710017F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 679

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 18. október s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1710024F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 680

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 25. október s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1711001F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 681

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 1. nóvember s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1711008F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 682

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundr frá 8. nóvember s.l.

Ábendingagátt