Skipulags- og byggingarráð

28. nóvember 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 637

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1710360 – Vellir 6, endurskoðun deiliskipulagsskilmála

      Endurskoðun skilmála deiliskipulagsins Vellir 6 er snýr að almenningssamgöngum við Hvannavelli.
      Athugasemdir bárust frá íbúum.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og bendir á að stoppistöð strætisvagna hefur verið þarna frá upphafi og tilkoma skýlisins er til að koma til móts við farþega í samræmi við aukna notkun á þessum stað sem talning sýnir.

    • 1211376 – Ásvallabraut tenging Valla og Áslands, deiliskipulag

      Lögð fram lýsing vegna breytingu á aðalskipulagi samanber samþykkt ráðsins frá 9.11. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu.

    • 1710413 – Bæjartorg, Norðurbakki 1, umferðaröryggi

      Lagt fram erindi Markaðsstofu Hafnarfjarðar dags. 17. október 2017 þar sem hvatt er til að farið verði í aðgerðir til að tryggja umferðaröryggi á svæðinu.

      Lagt fram.

    • 1609676 – Trönuhraun 9, byggingarleyfi, gistiheimili

      Ingvar og Kristján ehf sóttu 30.09.2016 um leyfi til að byggja 45 eininga gistiheimili samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarssonar dags. 25.09.2016 en skipulags- og byggingarráð synjaði því erindi 1.11. 2016.

      Lögð fram breytt tillaga að deiliskiplagsbreytingu vegna Trönuhrauns 9 dags. 26. júlí 2017.

      Skipulags- og byggingarráð vísar framlagðri tillögu umsækjanda til þeirrar deiliskipulagsvinnu sem nú er í gangi á reitnum Hraun vestur.

    • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

      Tekin til umfjöllunar breyting á bílastæðum, aðkomu og skilmálum íbúðarhúsa í 2. áfanga.

      Til upplýsinga.

    • 1702315 – Hamarsbraut 5, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir að nýju erindi Arnars Skjaldarsonar sækir 17.02.2017 um að breyta deiluskipulagi í tvíbýli á lóðini samkv. uppdráttum Svövu Bjarkar Jónsdóttur 17.02.17.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum að grenndarkynna nýja tillögu dags. 30.05.2017 að breyttu deiliskipulagi á lóð við Hamarsbraut 5 í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Um er að ræða breytingu á lóð fyrir einbýlishús í lóð fyrir tvíbýlishús og færslu á bílastæðum á lóð.
      Breytt tillaga var grenndarkynnt frá 29.06.2017-10.08.2017. Athugasemdir bárust frá 10 aðilum.

      Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 22.11. s.l. að vísa málinu aftur til skipulags- og byggingarráðs.

      Gert var stutt fundarhlé.

      Skipulags- og byggingarráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð varðandi umferðar- og skólamál.

    • 1706355 – Strandgata 30, byggingarleyfi

      Tekið fyrir að nýju erindi 220 Miðbær ehf. dags. 23.6.2017 um að byggja 5 hæða hús með inndreginni, 5.hæð og inngarði fyrir hótel á efri hæðum og þjónustu á verslun á 1.hæð, samkvæmt teikningum Valdimars Harðarsonar dagsettar 22.6.2017.
      Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu hvað varðar bílastæðakjallara og kostnað vegna hans til bæjarráðs 3.10. s.l.
      Lögð fram afgreiðsla bæjaráðs frá 19.10. s.l. þar sem bæjarráð fellst á að ekki verði gerð krafa um bílakjallara undir Strandgötu 30 en leggur áherslu á að við endurskoðun á miðbæjarskipulaginu verði athugaðir möguleikar á bílakjallara undir núverandi bílastæðum í bænum.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir nánari skýringum á fyrirkomulagi aðkomu vegna rekstrarþátta hótelsins og staðsetningu bílastæða fyrir hreyfihamlaðra.

    • 1610432 – Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 og breyting á deiliskipulagi vegna vegtengingar við Herjólfsgötu við Garaðahraunsveg.

      Lögð fram svör bæjarstjórnar Garðabæjar við innsendum athugasemdum og umsögnum.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að leggja fram drög að kæru á næsta fundi.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Lögð fram lokadrög skýrslu starfshóps um umhverfis- og auðlindastefnu en umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir umsögn um skýrsluna á fundi sínum 1.11. s.l.

      Lagt fram.

    • 1711409 – Knatthús í Hafnarfirði

      Fulltrúar Samfylkingar, VG og Bjartrar framtíðar óska eftir umræðu um staðsetningu knatthúsa í Hafnarfirði.

      Afgreiðslu frestað.

      Fulltrúar Bjartrar Framtíðar, Samfylkingar og VG óska eftir því að fenginn verður óháður aðili, óháðra skipulagsfræðinga, sem mun koma með að lágmarki 3 staðsetningar innan bæjarmarkanna (íþróttavellir bæjarins eru hér undir) . Tillaga að verkefnalýsingu verður lögð fram að hálfu fulltrúar Bjartrar Framtíðar, Samfylkingar og VG á næsta fundi.

      Fulltrúi Sjálfstæðisflokks bendir á að í uppbyggingu fyrir knattspyrnu í Hafnarfirði hafi bæjarráð stofnað starfshóp úr öllum stjórnmálaflokkum í bæjarstjórn sem vann góða úttekt á möguleikunum fyrir knattspyrnuiðkun og skilaði af sér niðurstöðum. Í niðurstöðunni segir m.a.
      „Starfshópurinn telur heppilegast að möguleg bygging knatthús ætti að vera á íþróttasvæðum Hauka eða FH. Á íþróttasvæðum FH og Hauka er öll önnur aðstaða sem þarf til staðar utan vallarins sjálfs eins og búnings- og sturtuklefar, bílastæði og stjórnunaraðstaða, svo ekki sé minnst á starfsmenn. Sé byggt annarstaðar þarf að hafa allt slíkt inni í byggingarkostnaðinum og jafnframt yrði rekstur dýrari.“

    Fyrirspurnir

    • 1710383 – Norðurhella 19, bygginarleyfi,gistiheimili

      Selið Fasteignafélag ehf. sækja 18.10.2017 um að fá að byggja gitiheimili á 2 hæðum skv. teikningum Guðmundar Gunnlaugssonar dags. 18.8.2017. Óskað er eftir að veitt verði leyfi til að hafa svalir á húsinu sem stangast á við gildandi deiliskipulagsskilmála en þar segir að húsin skulu öll vera innan byggingarreitar þ.m.t. svalir.
      Ósk umsækjanda stangast á við gildandi skilmála skipulagsins og því yrði að sækja um deiliskipulagsbreytingar.

      Skipulags- og byggignarráð heimilar umsækjanda að fara í deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað.

    • 1603068 – Flatahraun 12-14, fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Tekin fyrir að nýju fyrirspurn Taper ehf um uppbyggingu á lóðinni.

      Skipulags- og byggingarráð hafnar erindinu á sömu forsendum og um erindi uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á Ásvöllum og Þorlákstúni.

      Í umsögn skipulagsfulltrúa um erindi Hauka um breytingu á aðal- og deiliskipulagi og byggingu íbúðarhúsnæðis á Ásvöllum segir m.a. „Telji menn landið sem þeim var úthlutað í fyrstu of stórt og að ekki verði þörf á að nýta það undir íþróttir og íþróttatengda starfsemi, væri eðlilegast að afhenda þann hluta lóðarinnar aftur Hafnarfjarðarbæ. Verði horft til þess að fara í uppbyggingu íbúðahúsnæðis á svæðinu ætti það að vera alls ótengt íþróttasvæðinu og lóðin sett á almennan markað.”
      Í umsögn bæjarlögmanns um erindi Syðra Langholts um breytingu á deiliskipulagi Þorlákstúns og uppbyggingu íbúða segir m.a. ” Að virtu framangreindu verður ekki talið sveitarfélaginu sé unnt að taka ákvörðun um slíkar verulegar breytingar á skipulagi umræddrar lóðar, sem vissulega fæli í sér ráðstöfun á takmörkuðum gæðum í eigu sveitarfélagsins, án þess að gefa öðrum aðilum sama tækifæri að sækja um slík gæði. Þá leggur gildandi lóðarleigusamningur enga skyldu á sveitarfélagið um að verða við erindi lóðarhafa.“

      Skipulags- og byggingarráð bendir á að mögulega geti lóðarhafi í samráði við Hafnarfjarðarbæ skipt upp lóðinni og skilað þeim hluta lóðar sem ekki er talin þörf fyrir vegna bílastæða við Tækniskólann.

    Fundargerðir

    • 1711012F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 683

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 15. nóvember s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt