Skipulags- og byggingarráð

12. desember 2017 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 638

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
 • Pétur Óskarsson aðalmaður
 • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
 • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslu fundinn.

Ritari

 • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslu fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

   Krads og Teiknistofa Arkitekta Gylfi Guðjónss. og félagar kynntu stöðu deiliskipulagsvinnunar fyrir svæðið Hraun vestur.

   Til umfjöllunar.

  • 1712051 – Borgarlína, erindi

   Lagt fram bréf Trausta Valssonar skipulagsfræðings og Þórarins Hjaltasonar umferðarverkfræðings dags. 03.12.2017 er varðar uppbyggingu á hágæða almennings samgöngukerfi.

   Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til SSH þar sem svæðisskipulagið er í vinnslu þar.

  • 1604501 – Skarðshlíð 1. áfangi, deiliskipulag

   Lagt fram erindi Bjargs Íbúðarfélags dags. 04.12.2017 varðandi úthlutun og skilmála lóðar að Hraunskarði.

   Lagt fram.

  • 1610397 – Hjallabraut, aðalskipulagsbreyting

   Arkibúllan arkitektastofa kynntu hugmyndir að uppbyggingu svæðisins. Skipulags- og byggingarráð samþykkti fyrir sitt leyti að unnið yrði að breyttri landnotkun fyrir svæðið á fundi sínum þann 24.5 s.l.

   Til umfjöllunar.

  • 1705346 – Hrauntunga, deiliskipulagsbreyting

   Arkibúllan arkitektar kynntu áframhald vinnu við nýja byggð við Hrauntunug með tilliti til umhverfisins og þá byggð sem fyrir er. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 8.12.2017 um tillöguna samanber bókun skipulags- og byggingarráðs frá 17.10.2017.

   Til umfjöllunar.

  • 1701037 – Opin samkeppni um Flensborgarhöfn

   Lögð fram samþykkt hafnarstjórnar frá 22. nóvember s.l. um skipun dómnefndar vegna samkeppninnar.
   Óskað er eftir að skipulags- og byggingarráð tilnefni 1 fulltrúa í dómnefnd.

   Skipulags- og byggingarráð tilnefnir Karólínu Helgu Símonardóttur sem fulltrúa ráðsins í dómnefndina.

  Fundargerðir

  • 16011235 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

   Lögð fram fundargerð svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins nr. 79.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1711019F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 684

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 22. nóvember s.l.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1711026F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 685

   Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 29. nóvember s.l.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt