Skipulags- og byggingarráð

9. janúar 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 640

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson sviðsstjóri fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjórii

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson sviðsstjóri fundinn.

  1. Fyrirspurnir

    Almenn erindi

    • 1712295 – Hádegisskarð 2, byggingarleyfi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði á fundi sínum 29.11.2017 eftirfarandi erindi til skipulags- og byggignarráðs.
      VHE ehf. sækir 21.12.2017 um leyfi að byggja 10 íbúða fjölbýlishús, samkvæmt teikningum Baldurs Svavarssonar dagsettar 19.12.2017

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið með vísan til gr. 4.1 í greinagerð og skipulagsskilmálum Skarðshlíðar 1. áfanga.

    • 1801071 – Bergskarð 1, byggingarleyfi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði á fundi sínum 04.01.2018 eftirfarandi erindi til skipulags- og byggignarráðs.
      VHE ehf sækja þann 04.01.2018 um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús skv. teikningum gerðum af Orra Árnasyni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið með vísan til gr. 4.1 í greinagerð og skipulagsskilmálum Skarðshlíðar 1. áfanga.

    • 1801070 – Bergskarð 3, byggingarleyfi

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði á fundi sínum 04.01.2018 eftirfarandi erindi til skipulags- og byggignarráðs.
      VHE sækja þann 04.01.18 um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishús á lóðinni Bergskarð 3 skv. teikningum gerðum af Orra Árnasyni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið með vísan til gr. 4.1 í greinagerð og skipulagsskilmálum Skarðshlíðar 1. áfanga.

    • 1706036 – Austurgata 36, breyting á deiliskipulagi

      Tekið að nýju erindi Önnu Gyðu Pétursdóttur dags. 2.6.2017 um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Eigendur hyggjast reisa nýtt hús á lóðinn úr steini, stærra en fyrra hús en sem samræmist umhverfi á sem bestan hátt.
      Tillagan var auglýst, grenndarkynnt og til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu, Norðurhellu 2, frá 01.11. til 13.12. 2017. Athugasemdir bárust.

      Lagt fram.
      Skipulagsfulltrúa falið að gefa umsögn um athugasemdir sem hafa borist.

    • 1604302 – Linnetsstígur 6, safnaðarheimili, stækkun

      Tekið fyrir að nýju erindi Helga Hafliðasonar arkitekts f.h.Fríkirkjusafnaðarins dags. 7. júní 2017 ásamt uppdráttum og tillögu að breyttu deiliskipulagi er varðar stækkun safnaðarheimilisins.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti breytta tillögu að deiliskipulagi lóðar Linnetsstígs 6 og að málsmeðferð tillögunar yrði í samræmi við 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga 123/2010. Jafnframt að tillagan yrði grenndarkynnt.
      Tillagan var auglýst, grenndarkynnt og til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Norðurhellu 2, frá 07.11. til 19.12. 2017. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að málinu verði lokið með vísan til 41. gr. og 42. gr skipulagagslaga 123/2010.

    • 1709610 – Fjarðargata 19, skilti, byggingarleyfi

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 3. október sl. var lagt fram bréf Ragnars Þ. Jónssonar dags. 15. sept. f.h. NB 88 ehf. reksraraðila veitingastaðarins Tuk Tuk Thai að Fjarðargötu 19 er varðar umsókn um leyfi fyrir skilti á Fjarðargötu 19.
      Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir umsögn skipulagsfulltrúa. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 04.01.2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.01.2018.

    • 1710413 – Bæjartorg, Norðurbakki 1, umferðaröryggi

      Tekið fyrir á ný erindi Markaðsstofu Hafnarfjarðar dags. 17. október 2017 þar sem hvatt er til að farið verði í aðgerðir til að tryggja umferðaröryggi á svæðinu.
      Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð vísar málinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs og heimilar jafnframt að unnið verði tilllaga að breytingu á deilskipulag í samræmi við tillögu Landslags frá 31.10. 2014.

    • 1604093 – Flatahraun 13, Fyrirspurn til skipulags- og byggingafulltrúa

      Tekið fyrir erindi Guðmundar Odds Víðissonar er varðar tengingu Krónunnar og Flatahrauns.
      Erindið hefur verið til skoðunar hjá undirbúningshóp umferðarmála þar sem samþykkt var að skoða það betur með fleiri valkosti í huga.

      Helga Stefánsdóttir aðstoðarsviðsstjóri umhverfis- og skipulagsþjónustu mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Lagt fram.

    • 1712136 – Kaldárselsvegur, lóð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, fyrirspurn

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði á fundi sínum 04.01.2018 eftirfarandi erindi til skipulags- og byggignarráðs:
      Skógræktarfélag Hafnarfjarðar gerir þann 11. desember sl. fyrirspurn þar sem sótt er um leyfi fyrir stækkun og fjölgun byggingarreitu fyrir hús og gróðurhús.

      Lögð fram skissa Batteríisins að deiliskipulagsbreytingu.

      Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt mætti til fundarins vegna þessa máls.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og heimilar lóðarhafa/umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu á sinn kostnað.

    • 1712103 – Dofrahella 7, fyrirspurn

      Studio F ehf f.h. Stálheima leggja þann 7.12 s.l. inn fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingar við lóðina Dofrahellu 7 samkvæmt tillögu Studio F dags.
      Jafnframt lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.01.2018 sem tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 04.01.2018.

    • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

      Miðbæjarskipulag Hafnarfjarðar tekið til umræðu að nýju en það er að grunni til frá 2001 með seinni tíma breytingum. Afmörkun miðbæjarins er svæði sem afmarkast af Víkingastræti, Suðurgötu, Strandgötu og allt að safnahúsum við Vesturgötu.

      Til umfjöllunar.
      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að koma með tillögu að framhaldi verksins.

    • 1006286 – Umhverfis- og auðlindastefna.

      Tekin fyrir á ný lokadrög skýrslu starfshóps um umhverfis- og auðlindastefnu en umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði eftir umsögn um skýrsluna á fundi sínum 1.11. s.l.

      Til umfjöllunar.

    • 1801175 – Bátaskýlin við Lónsbraut, reglur um umgegni og þrifnað

      Lögð fram drög að reglum um umgegni og þrifnað á svæðinu.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 1712005F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 686

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 6.12. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1712014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 687

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 13.12. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1712017F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 688

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 20.12. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1801004F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 689

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulags- og byggingarfulltrúa frá 4.1. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt