Skipulags- og byggingarráð

20. febrúar 2018 kl. 09:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 643

Mætt til fundar

  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Skarphéðinn Orri Björnsson varamaður
  • Sigurbergur Árnason varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður hjá stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1706036 – Austurgata 36, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir að nýju erindi Önnu Gyðu Pétursdóttur dags. 2.6.2017 um nýtt deiliskipulag vegna Austurgötu 36. Húsið var dæmt ónýtt í apríl 2017 vegna veggjatítlu og myglu. Eigendur hyggjast reisa nýtt hús á lóðinn úr steini, stærra en fyrra hús en sem samræmist umhverfi á sem bestan hátt.

      Tillagan var auglýst og grenndarkynnt frá 01.11. til 13.12. 2017. Athugasemdir bárust.
      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 09.01.2018 s.l. að gefa umsögn um þær athugasemdir sem borist hafa.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 19.02.2018 sem jafnframt gerði grein fyrir fundi með umsækjendum.

      Afgreiðslu frestað.

    • 1801175 – Bátaskýlin við Lónsbraut, reglur um umgegni og þrifnað

      Drög að reglum um umgegni og þrifnað á svæðinu teknar fyrir að nýju.Deiliskipulag svæðisins tekið til umfjöllunar í tengslum við umgegni á svæðinu.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 23.01. 2018 að endurskoða deiliskipulag Suðurhafnar fyrir bátaskýli til samræmis við drög að reglum um umgengni og þrifnað á svæðinu.
      Lögð fram tillaga að skilmálabreytingum fyrir svæðið.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að skilmálabreytingu deiliskipulags svæðiðins og heimilar að auglýsa hana í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1711151 – Sörli, beiðni um beitarland

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 7.2. s.l. var eftirfarandi máli vísað til skipulags- og byggingarráðs:
      “Lögð fram ítrekun á erindi Sörla dags 9. nóv 2017 um beitarland send í tölvupósti 26.1.2018.
      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til skipulags-og byggingarráð til skoðunar hvað varðar framtíðarbeitarland fyrir hestamannafélagið.”

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að skoða málið á milli funda.

    • 1705168 – Suðurgata 40-44, breyting á aðalskipulagi

      Tekin fyrir á ný tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Suðurgötu 40-44. Ennfremur kynntar breytingar á bílastæðum á lóð og aðkomu að Hamarsbraut samanber tillögur VA- arkitekta dags feb. 2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að breytingar á bílastæðum í deiliskipulagsgerð fyrir svæðið taki mið af framkomnum tillögum VA- arkitekta dags. í febrúar 2018 um aðkomu að Hamarsbraut.

    • 1510326 – Herjólfsbraut, tenging við Álftanesveg

      Gerð grein fyrir stöðu málsins.

      Til upplýsinga.

    • 1708481 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breytingar

      Lagt fram erindi SSH sent í tölvupósti 16. febrúar um vaxtamörk á Álfsnesi, verkefnislýsingu fyrir breytingu á svæðisskipulagi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi verkefnislýsingu til kynningar og umsagnar, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana.

    Fundargerðir

    • 1801027F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 692

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 31.1. s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt