Skipulags- og byggingarráð

3. apríl 2018 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 646

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Borghildur Sölvey Sturludóttir varaformaður
  • Pétur Óskarsson aðalmaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslu fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu Þormóður Sveinsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Tekin fyrir að nýju bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.2 s.l. þar sem ítrekuð er beiðni frá 31.5. 2017 um umsögn skipulags- og byggingarráðs á tillögu um staðsetningu hundagerðis á Víðistaðatúni skv. skissu Landslags ehf.
      Lögð fram umbeðin umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 19. mars 2018.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 19. mars 2018 og beinir því til umhverfis- og skipulagsþjónustu að finna gerðinu annan stað en á Víðistaðatúni.

    • 1708254 – Sandskeiðslína 1, framkvæmdaleyfi, kæra mál 84/2017 - Lyklafellslína

      Laður fram úrskurður ÚUA, dags. 26. mars 2018, vegna Sandskeiðslínu 1 (Lyklafellslína), mál nr. 84/2017 þar sem famkvæmdaleyfið er fellt úr gildi.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1606492 – Stekkjarberg 9, mál nr. 67/2016, kæra

      Laður fram úrskurður ÚUA, dags. 28. febrúar 2018, vegna Stekkjarbergs 9, deiliskipulag, mál nr. 67/2016 þar sem kröfu kæraenda um ógildingu er hafnað.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

      Hugmyndir að rammaskipulagi svæðisins, Hraun vestur, teknar til áframhaldandi umfjöllunar.
      Í kjölfar kynningarfundar sem haldinn var í Bæjarbíói þann 14.03. s.l. barst fyrirspurn Kristínar Helgadóttur send í tölvupósti 15.3.2018.
      Lögð fram drög að svari við fyrirspurninni dags. 26.3. 2018.
      Jafnframt tekin til umfjöllunar hugmynd um heimasíðu vegna verkefnisins.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að svara fyrirspurninni í samræmi við fyrirliggjandi drög.
      Jafnfram er skipulagsfulltrúa falið að vinna að frekari kynningu á rammaskipulagi svæðisins, Hraun vestur.

    • 1709517 – Strandgata 9, Súfistinn, umsókn til skipulagsfulltrúa

      Tekin fyrir að nýju umsók Hjördís Birgisdóttir dags. 13.09.2017 um breytingar á hámarkshæð að hluta viðbyggingar á Strandgötu 9.
      Lögð fram ný gögn með ásýndum nærliggjandi húsa á Strandgötunni unnin af Kára Eiríkssyni arkitekt og bréf frá umsækjanda dags. 12. mars 2018.
      Erindinu var frestað á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 12. mars s.l.
      Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.mars. 2018.

      Skipulags- og byggingar heimilar með hliðsjón af umsögn skipulagsfulltrúa umsækjanda að vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað og bendir jafnframt á reglur Hafnarfjarðarbæjar um bílstæðagjöld.

    • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

      Framhaldið umræðu um endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 20. mars. s.l. að ráðinn verði verkefnisstjóri fyrir verkefnið. Lögð fram tillaga að vinnuferli við val að verkefnisstjóra.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.

    • 1705014 – Skarðshlíð deilisskipulagsbreyting 3 áfangi

      Tekin fyrir á ný tillaga að breyttu deiliskipulagi 3. áfanga Skarðshlíðar ásamt skilmálum. Afgreiðslu erindisins var frestað á fundi ráðsins þann 20. mars. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa fyriliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi 3. áfanga Skarðshlíðar með vísan til 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1411212 – Borgarlína

      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að aðalskipulagsbreytingu vegna borgarlínu á fundi sínum þann 9. feb. s.l.
      Lögð fram til kynningar drög að breyttu aðalskipulagi. Jafnframt lögð fram lokafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins dags. 6. mars 2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir lokaafgreiðslu á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins dags. 6. mars 2018 og vísar erindinu til bæjarstjórnar sbr. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að breytingu á greinagerð Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 m.t.t. fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagsbreytingu.

Ábendingagátt