Skipulags- og byggingarráð

16. apríl 2018 kl. 13:00

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 647

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Eva Lín Vilhjálmsdóttir aðalmaður
  • Júlíus Andri Þórðarson aðalmaður
  • Helga Björg Arnardóttir aðalmaður
  • Hörður Svavarsson aðalmaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.

Ritari

  • Jóna Ósk Guðjónsdóttir fv. skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sat Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að breyttu aðalskipulagi reits sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flatahrauni. Landnotkun reitsins breytist úr athafnasvæði, verslunar og þjónustusvæði og íbúðarsvæði í miðsvæði.
      Lögð fram drög að skipulagslýsingu dags. 26. mars 2018.

      Lagt fram.
      Skipulagsfulltrúa falið að undirbúa breytingu á núverandi greinagerð aðalskipulags með vísan til fyrirliggjandi tillögu.

    • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

      Farið yfir stöðu verkefnisins og áframhaldandi vinna við endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins kynnt.
      Tímaáætlun ásamt kostnaðaráætlun vegna verkefnisins verður lögð fram á næsta fundi.

      Til upplýsinga.

    • 1801175 – Bátaskýlin við Lónsbraut, reglur um umgengni og þrifnað

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 20. febrúar 2018 var samþykkt tillaga að skilmálabreytingu deiliskipulags svæðisins og hún auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Auglýsingatíma er lokið og barst ein athugasemd.
      Lögð fram tillaga að umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 4. apríl 2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 4. apríl 2018 fyrir sitt leiti og vísar eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      “Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulaginu “Suðurhöfn deiliskipulag” vegna bátaskýla við Hvaleyrarlón í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.”

    • 1604501 – Skarðshlíð 2. áfangi, deiliskipulag

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. janúar sl. voru djúpgámalóðir í Skarðshlíð 2. áfanga til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarráð samþykkti með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga að unnin yrði breyting á skilmálum 2. áfanga Skarðshlíðar er varða meðferð sorps og djúpgámalóðir. Tillaga að skilmálabreytingunni var grenndarkynnt frá 01.03. – 31.03.2018. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að leggja fram umsögn um framkomnar athugasemdir á næsta fundi.

    • 1710413 – Bæjartorg, Norðurbakki 1, umferðaröryggi

      Tekið fyrir á ný aðgerðir til að tryggja umferðaröryggi Við Norðurbakka 1-3.

      Skipulags- og byggingarráð ítrekar bókun sína frá 9. janúar s.l. og málinu verði hraðað sem kostur er með hliðsjón af umferðaröryggi á svæðinu.

    Fundargerðir

    • 1803014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 698

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 21. mars s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1803022F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 699

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 27. mars s.l.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt