Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Skipulags- og byggingarráð samþykkti fyrir sitt leyti á fundi sínum þann 24/8 2017 að breyta landnotkun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 og deiliskipulagi fyrir Suðurgötu 40-44. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti breytingu á landnotkun aðalskipulags Hafnarfjarðar og deiliskipulag í samræmi við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á fundi sínum þann 30/8 2017. Tilaga að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi var auglýst frá 16/3 2018-27/4 2018. Athugasemdir bárust.
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa við framkomnum athugasemdum.
Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 3. október 2017 breytingu á deiliskipulagi fyrir Sörlasvæðið og að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingatíma er lokið. Athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 1. mars 2018. Tekið fyrir að nýju en afgreiðslu málsins var frestað á fundi ráðsins 6.3. s.l.
Frestað.
Tekin fyrir að nýju endurbætt minnisblað Eflu verkfræðistofu dags 18. apríl 2018 um umferðargreiningu á gatnamótum Flatahrauns og Álfaskeiðs og áhrifa á FH- hringtorgið.
Lagt fram.
Tekin fyrir á ný fyrirspurn Húsfélagsins Skipalóni 5 dags. 07.06.2017 varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni Skipalón 3. Skipulags- og byggingarráð beindi tilmælum til lóðarhafa, Skipalóns 7 ehf, á fundi sínum þann 03.10.2017 um að núverandi ásigkomulag lóðar væri óásættanlegt og vakti jafnframt athygli á þeim tímamörkum sem er að finna í 8. gr. lóðarsamnings. Lagður fram tölvupóstur dags. 19.3. s.l. þar sem lóðarhafi, Skipalón 7 ehf, óskar eftir mánaðarfresti til að gera grein fyrir nýtingu lóðarinnar. Lóðarhafar hafa ekki lagt fram ný gögn.
Ekki hafa borist svör frá lóðarhafa um tímasetningar á framkvæmdum og leggur skipulags- og byggingarráð því til við bæjarráð að lóðin verði afturkölluð og henni úthlutað á ný. Bent er á að hverfið er uppbyggt og fyrir utan að vera til mikillar óprýði kemur mikill óþrifnaður frá svæðinu.
Lögð fram á ný tillaga að breyttu aðalskipulagi reits sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flatahrauni. Landnotkun reitsins breytist úr athafnasvæði, verslunar og þjónustusvæði og íbúðarsvæði í miðsvæði. Lögð fram skipulagslýsing dags. 25. apríl 2018.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir lýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 á reit sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Fjarðarhrauni og Flathrauni og að málsmeðferð verði í samræmi við 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Farið yfir stöðu verkefnisins og áframhaldandi vinna við endurskoðun deiliskipulags miðbæjarins kynnt. Tímaáætlun ásamt kostnaðaráætlun vegna verkefnastjórnunar lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir að ráða Teikn arkitektaþjónustu sem verkefnastjóra við vinnu vegna endurskoðunar á deiliskipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar.
Tekin til umfjöllunar framtíðarþróun iðnaðarsvæðis sunnan Straumsvíkur.
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir að fulltrúar umhverfisstofnunnar komi á næsta fund ráðsins. Skipulagsfulltrúa er falið að hefja endurskoðun á aðal- og deiliskipulagi ásamt greinagerð er varðar þungan og mengandi iðnað á iðnaðarsvæðum.
Geir Steinþórsson lagði inn fyrirspurn dags. 25. 2. 2018 um að breyta notkun lóðar að Reykjavíkurvegi 45 úr iðnaðar- og athafnarlóð í íbúðarhúsalóð. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs.
Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu í deiliskipulagsvinnu vesturbæjar.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. janúar sl. voru djúpgámalóðir í Skarðshlíð 2. áfanga til umfjöllunar. Skipulags- og byggingarráð samþykkti með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga að unnin yrði breyting á skilmálum 2. áfanga Skarðshlíðar er varða meðferð sorps og djúpgámalóðir. Tillaga að skilmálabreytingunni var grenndarkynnt frá 01.03. – 31.03.2018. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að leggja fram umsögn um framkomnar athugasemdir á næsta fundi. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 30/4 2018.
Við gerð á breytingum á skipulagi Skarðshlíðar 2. og 3. áfanga var horft til vist- og umhverfisvænna þátta, m.a. til flokkunar sorps. Ákveðið var að hverfa frá hefðbundnum sorptunnum við hvert sérbýli og þess í stað ákveðið að gera ráð fyrir djúpgámum á nokkrum stöðum í hverfinu sem gefa aukna möguleika á aukinni flokkun og eru umhverfisvænni lausn en hefðbundnar sorptunnur auk þess að vera ódýrari í rekstri fyrir íbúa og sveitarfélagið. Athugasemdir hafa komið frá lóðarhöfum um rekstur á djúpgámum og bráðabirgða lausnir með sorptunnur við sérbýlin. Skipulags- og byggingarráð tekur undir með lóðarhöfum að eðlilegt sé að djúpgámarnir séu í eigu og rekstri sveitarfélagsins og ættu því að fylgja uppbyggingu hverfisins enda er gert ráð fyrir því í skipulagsskilmálum að djúpgámarnir verði staðsettir í vistgötum sem eru í eigu Hafnarfjarðarbæjar.
Þá bendir skipulags- og byggingarráð á misræmi í texta í skilmálum í kafla 4.6. Sorpflokkun, í útgáfu á vef bæjarins annars vegar og samþykktum skilmálum í skipulags- og byggingarráði og bæjarstjórn hins vegar. Skipulags- og byggingarráð fellst á athugasemdir lóðarhafa um að framkvæmdum við djúpgáma verði ekki frestað. Skipulags- og byggingarráð samþykkir athugasemdir lóðarhafa um að ekki verði frestað framkvæmdum við djúpgáma og fellur frá samþykkt sinni um breytingu á skilmálum í Skarðshlíð frá 23. jan. 2018.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 14/2 2018 breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar dags. 12.05.2016, 2013-2025 og hún að hún yrði auglýst í samræmi við 1. mgr. 36.gr. laga 123/2010. Einnig var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi aftur samhliða framangreindri aðalskipulagsbreytingu ásamt breytingum á skipulagsmörkum við Ásland 3 og Hlíðarþúfum skv. 1. mgr. 41. gr skipulagslaga 123/2010. Skipulags- og byggingarráð hafði samþykkt erindið á fundi sínum þann 9. feb. s.l. Aulýsingatími er liðinn og athugasemdir bárust. Lögð fram umsögn skipualgsfulltrúa.
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir viðbótar hljóðgreiningu m.t.t. aðliggjandi byggðar.
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 11. apríl s.l.
Lagt fram til kynningar.