Skipulags- og byggingarráð

20. júlí 2018 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 653

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Jónas Svavarsson varamaður

Einnig sátu fundinn, Þormóður Sveinsson, Hildur Bjarnadóttir og Sigurður Haraldsson

Ritari

  • Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi

Einnig sátu fundinn, Þormóður Sveinsson, Hildur Bjarnadóttir og Sigurður Haraldsson

  1. Almenn erindi

    • 1706321 – Fornubúðir 5, kæra nr. 67/2017 og 68/2018.

      Með bréfum dags. 19. júní 2107 og 1. maí 2018 frá Sigurjóni Ingvasyni og Rannveigu Guðlaugsdottur Suðurgötu 70 Hafnarfirði, þá kærðu þau breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Fornubúðir 5 og samþykkt byggingaráform á sömu lóð frá 27 mars 2018 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deiliskipulagsbreyting lóðarinnar að Fornubúðum 5 var samþykkt í bæjarstjórn þann 27 apríl 2014. Með úrskurði ÚUA þann 12. júlí s.l. var samþykkt bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna Fornubúða 5 felld úr gildi. Jafnframt var samþykkt byggingarfulltrúans í Hafnarfirði frá 27 mars s.l. á umsókn um byggingu skrifstofu- og rannsóknarhúss sem tengist sjávarútvegi felld úr gildi.
      Með vísan til úrskurðar ÚUA frá 12 júlí s.l. og 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lögð fram lýsing dags 19.07.2018 í samræmi við 1. mgr. 30 gr. sömu laga, þar sem tekin er saman lýsing á skipulagsverkefninu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagaða skipulagslýsingu.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar bókar eftirfarandi:
      Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála þar sem byggingarleyfi og deiluskipulag vegna lóðarinnar Fornubúða 5 er fellt úr gildi er í samræmi við bókun bæjarfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar um deiluskipulagsbreytiginguna fyrir lóðina bæjarstjórnarfundi 27. apríl, 2017. Í bókuninni er m.a. bent á að ef á að blanda hafnarstarfsemi við aðra starfsemi og íbúðabyggð ber að gera það með heildstæðum hætti og vanda til verka, ekki með einstaka deiluskipulagsbreytingum eftir óskum eigenda lóða á hafnarsvæðinu.

      Þá hefur verið bent á að viðbyggingin er ekki í samræmi við lýsingu sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiluskipulagi Flensborgarhafnar, en þar kemur fram að þarna eiga að vera lágreistar byggingar, sem falli að aðliggjandi byggð.

      Ef farið hefði verið eftir þessum ábendingum, þá hefði mátt komast hjá stöðvun framkvæmda og spara dýrmætan tíma. Einnig að vinna skipulagið í nánu samstarfi við íbúa og aðra hlutaðeigandi.

Ábendingagátt