Skipulags- og byggingarráð

17. september 2018 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 657

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Kristján Jónas Svavarsson varamaður
  • Einar Pétur Heiðarsson varamaður
  • Jón Garðar Snædal Jónsson Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra sat fundinn Þormóður Sveinsson, skipulagsfulltrúi.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra sat fundinn Þormóður Sveinsson, skipulagsfulltrúi.

  1. Almenn erindi

    • 1808180 – Fornubúðir 5, skipulagsbreyting

      Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar mótt. 11.09.2018 vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Með vísan í athugasemdir skipulagsstofnunar eru lagðar fram lagfærðar tillögur að breyttu aðskipulagi og deiliskipulagi lóðarinnar að Fornubúðum 5 dags. 13.09.2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lagfærða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 13.09.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarða:
      Bæjarstjórn Hafnarfjaðar samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og deiliskipulagi Fornubúða 5 dags. 13.09.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar deiliskipulag Fornubúða 5.

    • 1805076 – Hamraneslína, bráðabirgðaflutningur

      Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar mótt. 11.09.2018 vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Jafnframt lögð fram lagfærð breyting m.t.t. bréfs skipulagsstofnunar og með vísan til 1. mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018 er varðar færslu á háspennulínu við Hamranes.
      Skipulagslýsing dags. 22. maí 2018 var samþykkt 10.07.2018 í skipulags- og byggingarráði.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lagfærða tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 08.08.2018. Jafnframt er samþykkt að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar:
      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir framlagða leiðrétta tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 dags. 13.09.2018 og að málsmeðferð verði í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025.

Ábendingagátt