Skipulags- og byggingarráð

25. september 2018 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 658

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Jón Garðar Snædal Jónsson Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt.

  1. Almenn erindi

    • 1502379 – Strandgata 26-30, deiliskipulagsbreyting

      Valdimar Harðarson arkitekt hjá ASK arkitektum kynnir fyrirhugaðar breytingar á verslunarrekstri við Strandgötu 26-30 og Fjarðargötu 13-15.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar að unnin verði breyting á deiliskipulagi Strandgötu 26-30 og Fjarðargötu 13-15 er varðar kvaðir um gönguleiðir á lóð.

    • 1809241 – Umsókn um lóðarskika

      Lagt fram bréf félagsins Villikettir þar sem óskað er eftir lóðarskika undir færanleg smáhýsi til að hýsa starfsemi félagsins.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að skoða þær tillögur sem fram koma í erindi umsækjanda.

    • 0705284 – Hraunvangur 7, Hrafnista, deiliskipulag

      Tekin fyrir á ný fyrirspurn Hrafnistu Hafnarfirði frá apríl 2016 vegna breytinga á notkun á reit F2 við Hrafnistu. Breyta á hjúkrunarheimili í íbúðir fyrir aldraða samkvæmt teikningum Halldórs Guðmundssonar hjá THGark dagsettum 10.6.2016.
      Skipulags- og byggingarráð heimilaði á fundi sínum 2.5.2017 að Hrafnista Hafnarfirði ynni tillögu að breyttu deiliskipulagi á sinn kostnað byggða á gögnum THGark dags. 10.6.2016 en benti á að skoða þyrfti aðgengi, innra umferðarflæði og bílastæði betur.
      Lögð fram tillaga THG arkitekta dags. 10.9.2018 að breyttu deiliskipulagi ásamt umsögn SHS dags. 13.8.2018 er varðar aðkomu sjúkraflutninga og slökkviliðs.

      Skipulags- og byggingarráð leggur til að tillaga að breyttu deiliskipulagi Hraunvangs 7, svæði Hrafnistu, verði kynnt íbúum og auglýst í samræmi við 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
      Skipulags- og byggingarráð tekur jafnframt undir bókun ráðsins þann 22. september 2016 og bæjarstjórnar þann 12. október 2016 um fyrirhugaða lokun Herjólfsbrautar við Garðahraunsveg(gamla Álftanesvegi).

    • 1809224 – Álhella 18, deiliskipulagsbreyting fyrir spennistöð

      Geymslusvæðið ehf. sækir 10.9.2018 um deiliskipulagsbreytingu Álhellu 18 svo koma megi fyrir lóð undir spennistöð HS veita. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir. Erindinu var vísað til skipulags- og byggingarráðs á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14 sept. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingu deiliskipulags Álhellu 18 og felur skipulagsfulltrúa að taka til skoðunar deiliskipulag á landi Geymslusvæðisins ehf. og leggja fram þá athugun á næsta fundi ráðsins.

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      Tekin til umræðu á ný skipulagsvinna á þéttingarsvæðum. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 20.9.2019 og minnisblað er varðar Hvaleyrarholt suðaustur dags. 13.8.2018 er fjallar m.a. um gildandi skipulagsáætlanir og nauðsynlegar breytingar á þeim samanber 30.gr., 36.gr., og 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja undirbúning að vinnu við skipulagsbreytingar viðkomandi svæða eins og þau eru kynnt í greinargerð dags. 20.9.2018 og 13.8.2018 að teknu tilliti til grænna svæða.

    • 1511189 – Hverfisgata 14, bílastæði

      Tekið fyrir nýtt erindi Guðrúnar B. Þórsdóttur dags. 15.9. 2018 þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar Hverfisgata 14 til norðvesturs.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu og óskar eftir nýrri umsögn skipulagsfulltrúa þar sem nýtt deiliskipulag fyrir svæðið hefur verið samþykkt.

    • 1807238 – Selvogsgata 3, endurbygging á geymslu

      Kjartan Freyr Ásmundsson og Helga Ágústsdóttir sóttu þann 25.7. s.l. um endurbyggingu á geymslu og stækkun hennar samkvæmt teikningum Sveins Valdimarssonar dags. 16.7.2018.
      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa samþykkti með vísan til 2.gr. í Samþykkt um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði frá 4.5.2004 að umsókn Kjartans F. Ásmundssonar dags. 25.7.2018 yrði grenndarkynnt fyrir eigendum/íbúum Selvogsgötu 1, 4, 5, og 6, Brekkugötu 25 og 26 og Hringbraut 10.
      Athugasemdir bárust frá eiganda og íbúa að Brekkugötu 25. Lögð fram greinagerð skipulagsfulltrúa vegna athugasemda dags. 17.9.2018.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn stjórnsýslusviðs.

    • 1806391 – Brenniskarð 1-3, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu

      Þrastarverk ehf. leggja fram fyrirspurn um breytingu á gildandi deiliskipulagi samanber uppdrátt og bréf Jóns Guðmundssonar arkitekts dags. 19.9.2018. Þar er gert ráð fyrir að bílakjallari fyrir 11 bifreiðar færist til á lóð og að íbúðum í húsum fjölgi um tvær.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar lóðarhafa að vinna að breyttu deiliskipulagi er varðar staðsetningu á bílakjallara, geymslu í kjallara í stað jarðhæðar og fjölga íbúðum um eina á sinn kostnað. Ráðið bendir á að leggja skal inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu.

    • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

      Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 tekið til umfjöllunar. Stefna aðalskipulags er bindandi við gerð deiliskipulags og útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfa. Með vísan til 35.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð þar sem fram koma hvaða áherslur, forsendur og upplýsingar liggja fyrir um byggðaþróun og skipulagsmál innan marka sveitarfélagsins.

    • 1604079 – Húsnæðisstefna

      Lögð fram drög KPMG að húsnæðisáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2018-2026.

      Lagt fram til kynningar.

    Fyrirspurnir

    • 1706394 – Skipalón 3, ófrágengin lóð

      Á fundi bæjarstjórnar þann 19. september síðastliðinn var fyrirspurn bæjarfulltrúa Miðflokksins, Sigurðar Þ. Ragnarssonar, vísað til skipulags- og byggingarráðs.

      Lóðin Skipalón 3 var úthlutað 2005. Ekkert hefur verið byggt á lóðinni og er lóðin mikill lýtir í annars snyrtilegu hverfi. Hafa íbúar á Skipalóni 1 og 5 kvartað yfir ástandi lóðarinnar um nokkurn tíma sbr. bréf þessa efnis.
      Árið 2016 var lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir byggingu 2ja hæða 6 íbúða kjarna sem íbúar á Skipalóni 1 og 5 hafa samþykkt. Þann 19. mars s.l. óskar lóðarhafi, Skipalón 7 ehf. eftir mánaðarfresti til að gera grein fyrir nýtingu lóðarinnar. Lóðarhafar hafa ekki enn lagt fram nein gögn þar að lútandi.
      Í samþykktum Hafnarfjarðarkaupstaðar vegna byggingaframkvæmda segir í 8. gr.:
      Afturköllun byggingarréttar og lóðarúthlutunar.? „Einnig fellur úthlutun sjálfkrafa úr gildi, án sérstakrar samþykktar bæjarstjórnar?.hafi uppdrættir af fyrirhuguðu mannvirki ekki borist byggingarfulltrúa til samþykktar innan 6 mánaða frá úthlutun (2005)“. Því er spurt:
      1. Hve langan viðbótarfrest hyggst bærinn veita núverandi lóðarhöfum til að hefja hefja undirbúning og síðan framkvæmdir við lóðina?
      2. Hvers vegna hefur ekki verið gripið inn í fyrr vegna þess mikla dráttar sem orðið hefur á framkvæmdum við lóðina?
      3. Hver verða næstu viðbrögð bæjarins í málinu?

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við lóðarhafa.

    • 1809007F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 721

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 12. september sl.

    • 1809014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 722

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 19. september sl.

Ábendingagátt