Skipulags- og byggingarráð

9. október 2018 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 659

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt.[line][line]Lovísa Björg Traustadóttir vék af fundi kl. 10:47.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt.[line][line]Lovísa Björg Traustadóttir vék af fundi kl. 10:47.

  1. Almenn erindi

    • 1708457 – Hraun vestur, rammaskipulag

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 15. maí s.l. rammaskipulag hraun vesturs og vísaði því til áframhaldandi úrvinnslu. Skipulagshöfundar kynna stöðu verkefnisins.

      Kristján Örn Kjartansson frá Krads og Jóhann Einar Jónsson frá Teiknistofu arkitekta komu til fundarins og kynntu stöðu verkefnisins.

    • 1808270 – Hringhella 9, skipting lóðar, deiliskipulagsbreyting

      Kristjón Sigurðsson sækir um f.h. Faðmlags ehf. að skipta lóðinni Hringhellu 9 í tvær lóðir. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa tók jákvætt í erindið á fundi sínum þann 28. feb. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð heimilar fyrir sitt leyti að lóðarhafi vinni breytingu á deiliskipulagi lóðar á sinn kostnað og að málsmeferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1511189 – Hverfisgata 14, bílastæði

      Tekið fyrir á ný nýtt erindi Guðrúnar B. Þórsdóttur dags. 15.9.2018 þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar Hverfisgata 14 til norðvesturs.

      Skipulags- og byggingarráð synjar umsókninni með vísan til fyrri umsagnar umhverfis- og skipulagsþjónustu dags. 14.07.2017.

    • 1802383 – Hraun austur, deiliskipulag

      Skipulagshöfundar kynna frumdrög rammaskipulags á íðnaðar- og athafnasvæði sem afmarkast af Fjarðarhrauni, Flatahrauni og mörkum Garðabæjar.

      Guðmundur Gunnarsson og Ragnhildur Ingólfsdóttir frá Urban arkitektar kynntu frumdrög rammaskipulags fyrir Hraun austur.

    • 1809486 – Iðnaðarlóð, umsókn

      Lagt fram bréf Arcus ehf. dags. 26.09.2018 þar sem óskað er eftir iðnaðarlóð undir rekstur einingaverksmiðju, steypustöðvar ásamt annarri þjónustustarfsemi.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að lóð í Kapelluhrauni 1. áfanga.

    • 1810012 – Strandgata 11-13, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

      Sigurður Einarsson arkitekt f.h. lóðarhafa sækir þann 26.09.2018 um leyfi til að breyta lóðum Strandgötu 11-13 og Austurgötu 18 og nýtingu þeirra.

      Frumdrög kynnt.

    • 1803053 – Fyrirhugaðar breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000

      Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir athugasemdum eða hugmyndum almennings og annarra haghafa í tengslum við endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum. Samráð stendur yfir og er umsagnarfrestur til 8. október nk.

      Lagt fram.

    • 1810073 – Krýsuvíkurbjarg, deiliskipulag

      Óskað er eftir heimild til að hefja vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir Krýsuvíkurberg. Verkefnið er fjármagnað með styrk sem tengist landsáætlun um uppbyggingu innviða.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leiti að hafin verði vinna við nýtt deiliskipulag fyrir Krýsuvíkurberg.

    • 1602144 – Þéttingarsvæði, deiliskipulag

      Tekin til umræðu á ný skipulagsvinna á þéttingarsvæðum. Undirbúningsvinna skipulagsfulltrúa kynnt.

      Skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við lýsingar er taka til breytinga á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og þeirra svæða sem koma til greina eins og þau eru kynnt í minnisblaði 3 dags. 20.09.2018.

    • 1310277 – Hleðslustaurar fyrir rafmagnsbíla, rafhleðslustöðvar

      Tekin til umræðu staða bílarafhleðslustöðva í Hafnarfirði.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð um áætlaða þörf hleðslustöðva í Hafnarfirði.

    • 1802426 – Flatahraun, gatnamót

      Tekið fyrir að nýju endurbætt minnisblað Eflu verkfræðistofu dags 18. apríl 2018 um umferðargreiningu á gatnamótum Flatahrauns og Álfaskeiðs og áhrifa á FH- hringtorgið. Erindið var lagt fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 30. apríl s.l.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1809023F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 723

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 28.09.2018.

    • 1810004F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 724

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 3.10.2018.

Ábendingagátt