Skipulags- og byggingarráð

23. október 2018 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 660

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Ómar Ásbjörn Óskarsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Ívar Bragason lögmaður.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Ívar Bragason lögmaður.

  1. Almenn erindi

    • 1607216 – Vellir, stofnræsi

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23 jan. s.l. var samþykkt að unnið yrði að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna legu stofnræsis Valla. Erindið tekið til umræðu á ný. Fulltrúar Eflu mæta til fundarins og kynna málið.

      Reynir Sævarsson frá Eflu kynnti stöðu verkefnisins. Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði vinna við skipulagslýsingu og undirbúning fyrir breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 og leggur til við Bæjarstjórn að hafin verði vinna við skipulagslýsingu er varðar legu stofnræsis Valla.

    • 1802426 – Flatahraun, gatnamót

      Tekið fyrir að nýju endurbætt minnisblað Eflu verkfræðistofu dags 18. apríl 2018 um umferðargreiningu á gatnamótum Flatahrauns og Álfaskeiðs og áhrifa á FH- hringtorgið. Erindið var lagt fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 9. okt. s.l. Fulltrúar Eflu mæta til fundarins og kynna málið.

      Skipulags- og byggingaráð samþykkir að unnið sé að deiliskipulagsbreytingu byggða á tillögu 1b.

    • 1808407 – Reykjanesbraut í Hafnarfirði

      Tekin til umræðu lega Reykjanesbrautar.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir greinargerð af hálfu skipulagsfulltrúa og stjórnsýslusviðs varðandi stöðu deiliskipulags og samninga er varða legu Reykjanesbrautar ofan Straumsvíkur.

    • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

      Lögð fram tillaga að skipulagsverkefnum 2019-2022.

      Skipulags- og byggingarráð vísar tillögu að skipulagsverkefnum 2019-2022 til Bæjarráðs. Ráðið telur jafnframt að nauðsynlegt sé að ráðin sé lögfræðingur til Umhverfis- og skipulagsþjónustu. Skipulagsgerð og vinna tengdri henni er flókin og þarfnast oftar en ekki lögfræðilegrar yfirferðar. Viðkomandi lögfræðingur gæti verið hluti af lögfræðiteymi bæjarins.

    • SB060159 – Hellnahraun 3. áfangi

      Gildandi deiliskipulag frá 2007 tekið til umræðu varðandi breytingar á skilmálum og vegna fyrirspurna um iðnaðarlóðir.

      Skipulagsfulltrúa falið að endurskoða skilmála og deiliskipulag Hellnahrauns 3. áfanga með vísan til umræðu fundarins.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      Lagt fram erindi Íbúðarfélagsins Bjarg móttekið 9.10.2018. Einnig lögð fram tillaga að lóð í Hamranesi dags. okt. 2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að þróunarreit fyrir um 150 íbúðir til handa Bjargi íbúðarfélagi og vísar erindinu til Bæjarráðs.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að Bjarg íbúðarfélag sæki um lóð undir íbúðir í Hafnarfirði eftir að hafa skilað lóð í Skarðshlíð fyrr á árinu vegna íþyngjandi skilmála sem féllu ekki innan kostnaðarmarkmiðs reglugerðar um almennar íbúðir. Í Hafnarfirði eru langir biðlistar eftir félagslegu húsnæði og skortur á hagkvæmu húsnæði á viðráðanlegum kjörum fyrir almenning. Það er því mikilvægt að vinna að því að úthluta Bjargi íbúðarfélagi lóð svo framkvæmdir geti hafist sem fyrst.

    • 1501090 – Flensborgarhöfn starfshópur 2014-2015

      Á fundi Hafnarstjórnar þann 17 okt. s.l. var samþykkt að fella úr gildi samþykkt hafnarstjórnar frá 18 feb. 2016 varðandi „Flensborgarhöfn skipulagslýsing“. Hafnarstjórn leggur jafnframt til við skipulags- og byggingarráð og bæjarstjórn að fella samþykktir sínar um skipulagslýsingu Flensborgarhafnar úr gildi. Hafnarstjórn ákvað að efna til hugmyndasamkeppni á grunni keppnislýsingar sem samþykkt var í hafnarstjórn þann 10. janúar 2018. Góð þátttaka var í hugmyndasamkeppninni eða alls 14 tillögur bárust. Tvær arkitektastofur skiptu með sér 1. og 2. sæti og standa nú samningaviðræður við þær um áframhaldandi vinnu við gerð rammaskipulags. Hafnarstjórn lítur svo á að hugmyndir sem ofangreindar arkitektastofur vinna eftir hvað varðar skipulag um Flensborgarhöfn og Óseyrasvæði sé stefnumótandi og geti í einhverjum tilfellum skarast á við samþykkt hafnarstjórnar þann 18. febrúar 2016.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að fella samþykkt sína um skipulagslýsingu Flensborgarhafnar frá 9. febrúar 2016 úr gildi.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar mótmælir því harðlega að skipulagslýsing Flensborgarhafnar sem samþykkt var í bæjarstjórn 13. apríl, 2016 verði felld úr gildi. Þverpólitísk samstaða ríkti um skipulagslýsinguna sem lögð var í mikill kostnaður og vinna sem var í nánu samstarfi við íbúa, rekstraraðila, lóðarhafa ofl. með opnum vinnustofum, fundum og ásamt því að bæjarbúum gafst kostur á að koma að athugasemdum. Í lýsingunni er lögð áhersla á lágreista byggð sem falli vel að aðliggjandi byggð og góða blöndun starfsemi og þjónustu sem dregur að mannlíf. Engin rök hafa komið fram þess efnis að skipulagslýsingin skarist á við fyrirhugaða vinnu við gerð rammaskipulags. Því til staðfestingar er bent á að í mögulegri tímaáætlun lýsingarinnar er gert ráð fyrir samkeppni eða vali á hönnuði eins gert var fyrr á þessu ári. Með því að fella úr gildi núgildandi skipulagslýsingu er gert að engu það samráð sem haft var við íbúa og aðra hagsmunaðila og þannig komið í veg fyrir aðkomu bæjarbúa að skipulagsferlinu.

      Fulltrúar meirihlutans taka undir greinargerð hafnarstjórnar.

    • 1801073 – Breiðhella 14, fyrirspurn

      Plúsarkitektar ehf. senda inn 4.01.18 fyrirspurn hvort leyfi fáist til að stækka lóð og koma fyrir auka byggingarmagni samkvæmt teikningum dags. 25.10.17.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að lóðarhafi vinni breytt deiliskipulag á sinn kostnað.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Skipulagshöfundar hjá Gláma Kím kynna hvernig bættar almenningssamgöngur um Reykjavíkurveg geti haft áhrif á uppbyggingu og mótun hverfisins.

    • 1705472 – Stuðlaskarð 1-15, fjölgun íbúða

      Byggingarfélag Gylfa og Gunnars óska þann 29.5.2017 eftir aukningu á íbúðamagni við lóðirnar Stuðlaskarð 1-15.

      Skipulags- og byggingarráð óskar eftir ítarlegri upplýsingum varðandi erindið.

    • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

      Deiliskipulag og skilmálar Selhrauns suður hafa verið endurskoðaðir og uppfærðir. Jafnframt hefur heildaruppdráttur skipulagsins verið uppfærður í samræmi við fyrri deiliskipulagsbreytingar. Breytingartillögurnar voru auglýstar skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir þær breytingar sem gerðar hafa verið á deiliskipulagi Selhrauns suðurs og að málinu verði lokið í samræmi við skipulagslög.

    • 1810241 – Óseyrarbraut 16 og 20, deiliskipulagsbreyting

      Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf sækir um að sameina lóðirnar Óseyrarbraut 16 og 20. Óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðanna, sem felur í sér sameiningu lóðanna, breytingu á byggingarreit, nýtingarhlutfall verði 0,3 og að kvöð um lagnir á milli lóðanna tveggja verði felld niður.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og að hún verði auglýst í samæmi við 1.mgr. 42.gr. skipulagslaga.

    Fundargerðir

    • 1810009F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 725

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 10.10.2018.

    • 16011235 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 12.10.2018.

Ábendingagátt