Skipulags- og byggingarráð

26. október 2018 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 661

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1808075 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022

   Fjárhagsáætlun 2019 tekin til umræðu.

   Drög að fjárhagsáætlun 2019 lögð fram.

  • 1806391 – Brenniskarð 1-3, deiliskipulagsbreyting.

   Þrastarverk ehf. leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar samkv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 19.7.2017. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 25. sept s.l. að heimila lóðarhafa að vinna að breyttu deiliskipulagi er varðar staðsetningu á bílakjallara, geymslu í kjallara í stað jarðhæðar og fjölga íbúðum um eina á sinn kostnað.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Brenniskarðs 1-3 verði auglýst og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að samþykkt verði að auglýsa framangreinda deiliskipulagsbreytingu og að málsmeðferð verði í samræmi við framangreind lagaákvæði.

Ábendingagátt