Skipulags- og byggingarráð

18. desember 2018 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 667

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Einar Pétur Heiðarsson varamaður
  • Arnhildur Ásdís Kolbeins varamaður
  • Óli Örn Eiríksson Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1807017 – Tinhella 8, byggingarleyfi

      Tekið til umræðu frágangur lóðar m.t.t. fyrirhugaðrar starfsemi.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að undanþága sé veitt að uppfylltum skilyrðum lóðarleigusamnings og/eða jákvæðri niðurstöðu umhverfismats.

    • 1508145 – Hnoðravellir 2, veggur á lóðarmörkum

      Teknir til umræðu skilmálar er varða lóðarfrágang.

      Skilmálar vegna lóðarfrágangs ræddir.

    • 1809470 – Rauðhella 3, dagsektir, vantar verkáætlun, hús hafa risið án leyfa

      Lagt fram bréf Verksýnar dags. 05.12.2018 f.h. eigenda fasteigna að Rauðhellu 3.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1810468 – Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni

      Tekin til áframhaldandi umræðu ákvörðun skipulags- og byggingarráðs að hafin verði vinna að stefnumótun í vistvænni hönnun á svæðum og lóðum sem eru til umfjöllunar á hverjum tíma hjá skipulagsyfirvöldum í Hafnarfirði.

      Umræður um hvata til að minnka kolefnisspor bygginga.

    • 1701589 – Rafhleðslustöðvar

      Tekið til umræðu fyrirkomulag rafhleðslustöðva.

      Byggingarfulltrúi kynnti breytingar sem gerðar hafa verið á byggingarreglugerð er varða rafhleðslustöðvar.

    • 1811412 – Ólöglegt húsnæði

      Tekin til umræðu á ný búseta í atvinnuhúsnæði. Lagt fram til kynningar minnisblað Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins um kortlagningu óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði dags. 2. júní 2017.

      Fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Miðflokks leggja áherslu á að Hafnarfjarðarbær hraði vinnu við samantekt á ólöglegri búsetu í atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði. Með vísan til stórra bruna atvinnuhúsnæðis í bænum fyrir skömmu og umfjöllunar Kveiks um aðbúnað erlends verkafólks er ljóst að það er ekki forsvaranlegt að fólk búi við slíkar aðstæður.
      Mannslíf kunna að vera í húfi. Við leggjum því ríka áherslu á að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar hið fyrsta í samvinnu við aðra aðila er að málinu koma. Annað er ábyrgðarleysi sem Hafnarfjarðarbær á ekki að láta viðgangast.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra bóka eftirfarandi:
      Fjölgun í óleyfisbúsetu innan Hafnarfjarðar er töluverð, skv. minnisblaði slökkviliðsins. Í einhverjum tilvikum eru eldvarnir í lagi en dæmi eru líka um að svo sé ekki. Það er því mikilvægt að greina vandann og bregðast við flóknum veruleika.

    • 1703127 – Iðnaðarhávaði, hávaðakort, mælingar 2016-2017

      Tekin til umræðu útbreiðsla hávaða frá fyrirtækjum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1712136 – Kaldárselsvegur, lóð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, breyting á deiliskipulagi

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 9. janúar 2018 lagði skógræktarfélag Hafnarfjarðar fram fyrirspurn um að breyta deiliskipulagi Hvaleyrarvatns og Höfða þar sem óskað var eftir stækkun og fjölgun byggingarreita fyrir hús og gróðurhús. Tók skipulags- og byggingarráð jákvætt í erindið. Lögð fram tillaga Batterísins að breytingu á deiliskipulagi dags. 10. desember 2018.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og beinir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar:
      Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

    Fundargerðir

    • 1812003F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 733

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 5.12.2018.

    • 1812016F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 734

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 12.12.2018.

Ábendingagátt