Skipulags- og byggingarráð

15. janúar 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 668

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Óli Örn Eiríksson Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri, Guðrún Guðmundsdóttir arkitet, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri, Guðrún Guðmundsdóttir arkitet, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt.

  1. Almenn erindi

    • 1708481 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, breytingar

      Svæðisskipulagsnefnd hefur unnið að breytingum að svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 er varðar legu vaxtarmarka á milli þéttbýlis og dreifbýlis á Álfsnesi. Með breytingunni verður rými fyrir uppbyggingu og þróun efnisvinnslusvæðis sem staðsett yrði við jaðar núverandi iðnaðarsvæðis á Álfsnesi. Tilefni breytingarinnar eru áform Reykjavíkurborgar um færslu á starfssemi Björgunar, sem vinnur jarðefni til mannvirkjagerðar úr námum á sjávarbotni. Hrafnkell Proppé mætir til fundarins og kynnir fyrirhugaðar breytingar.

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir framlagða breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 í samræmi við 3.mgr. 23.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulag- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint með vísan til 23.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1811416 – Reykjanesbraut í Hafnarfirði, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna tvöföldunar

      Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi til að tvöfalda kaflann á Reykjanesbraut frá Kaldársselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót með því að byggja nýja akbraut sunnan núverandi vegar.
      Fulltrúar Vegagerðarinnar og Eflu mæta til fundarins og kynna framkvæmdina.

      Með vísan í 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn Vegagerðarinnar, dags. 8.01.2018, um leyfi til framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulag- og byggingarráð því til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

    • 18129642 – Hafnarfjarðarlína HF1, umsókn um framkvæmdaleyfi til að endurnýja háspennustreng HF1 við Reykjanesbraut

      Landsnet sækir um framkvæmdaleyfi með bréfi dags. 17.12.2018 til að leggja jarðstreng á um 1.km. kafla og breyta stofnlögn Vatnsveitu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Kaldársselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót.
      Fulltrúar Vegagerðarinnar og Eflu mæta til fundarins og kynna framkvæmdina.

      Með vísan í 11. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn Landsnets, dags. 17.12.2018, um leyfi til framkvæmda vegna jarðstrengs og breytingar á stofnlögn vatns vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulag- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

    • 1901119 – Færsla lagna við Reykjanesbraut, framkvæmdaleyfi

      VSB f.h. Veitna og HS veitna sækir um framkvæmdaleyfi með bréfi dags. 10.01.2019 til að leggja nýjar veitulagnir samhliða Reykjanesbraut vegna tvöföldunar hennar á kafla frá Kaldársselsvegi og vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót.
      Fulltrúar VSB mæta til fundarins og kynna framkvæmdina.

      Með vísan í 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn VSB f.h. Veitna og HS veitna, dags. 10.01.2019, um leyfi til að leggja nýjar veitulagnir vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

    • 18129467 – Rútustæði í miðbæ Hafnarfjarðar

      Áskorun Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar frá 14. nóvember 2018 var vísað til skipulags- og byggingarráðs frá menningar- og ferðamálanefnd sem tekur undir mikilvægi þess. Áskorunin er svohljóðandi: “Í miðbæ Hafnarfjarðar vantar alveg rútustæði. Þar eru vissulega stoppustöðvar þar sem farþegar geta farið úr og í rúturnar. Það er hins vegar mikilvægt að bæta úr því að hafa rútustæði þannig að rútur geti beðið á meðan farþegarnir skoði miðbæ Hafnarfjarðar, fái sér að borða og versli af þeim fjölmörgu verslunum sem eru þar.”

      Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til vinnslu miðbæjarskipulags og felur skipulagsfulltrúa að vinna að lausn til bráðabirgða.

    • 1810223 – Brenniskarð 1-3, deiliskipulagsbreyting

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 6.11.2018 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu við lóðina að Brenniskarði 1-3 í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í eftirfarandi: bílastæði í kjallara Brenniskarð 1 færist undir hús við Brenniskarð 3 innan sömu lóðar. Fyrirkomulag bílastæða innan lóðar breytist. Jafnframt er fjölgað um eina íbúð við Brenniskarð 3. Tillagan var auglýst frá 22.11.2018 til 03.01.2019. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Brenniskarði 1-3 og að málsmeðferð verði í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1810468 – Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni

      Sandra R. Ásgrímsdóttir verkfræðingur og Tryggvi Jónsson verkfræðingur hjá Mannvit mæta til fundarins og kynna drög að vinnu við stefnumótun í vistvænni hönnun.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1810025 – Hamraneslína, framvæmdaleyfi

      Lagt fram erindi Landsnets dags. 01.10.2018 þar sem óskað er eftir að fá útgefið framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar fyrir breytingum á legu Hamraneslínu 1 og 2, 220 kV háspennulínu, með færslu þeirra á kafla við tengivirkið í Hamranesi að uppfylltum skilyrðum skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun staðfesti þann 7. jan. s.l. breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 sem bæjarstjórn hafði samþykkt þann 12. des. 2018 vegna færslu Hamraneslínu.

      Með vísan í 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsókn Landsnets hf., dags. 1.10.2018, um leyfi til framkvæmda við breytingar á Hamraneslínu samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulag- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      Með vísan til minnisblaðs skipulagsfulltrúa frá 03.12.2018 er lögð fram lýsing á skipulagsverkefni er tekur til breyttrar landnotkunar á Hamranessvæðinu. Jafnframt er lagt til að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulaglaga nr. 123/2010.

      Erindi frestað.

    • 1110006 – Vesturbær, endurgert og nýtt deiliskipulag

      Lögð fram til kynningar tillaga að breyttu deiliskipulagi vesturbæjar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1807152 – Hvaleyrarbraut 3, umsókn til skipulagsfulltrúa

      Húsfélagið Hvaleyrarbraut 3 óskar eftir að breyta byggingarmörkum og að heimilað verði að innrétta 6 íbúðir í húsinu skv. greinagerð á deiliskipulagi. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 14.11.2018 var skipulagsfulltrúa falið að gefa umsögn um erindið. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.01.2019.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa og fellst ekki á að heimila að svo stöddu deiliskipulagsbreytingu á einstaka lóðum án heildaryfirsýnar á skipulagsþróun svæðisins.

    • 1811261 – Uppsetningar á samkomutjöldum í landi Hafnarfjarðar

      Lagt fram á ný erindi Ferðaþjónustufyrirtækisins Basecamp Iceland er varðar uppsetningu á samkomutjöldum ætluðum til norðurljósa- og stjörnuskoðunar. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsþjónustu á fundi sínum þann 4.12. s.l. að vinna áfram að málinu. Lögð fram umsögn skipulagsþjónustu dags. 07.01.2019.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsþjónustu að vinna áfram að málinu.

    • 1901165 – Stöðuleyfi, gjaldskrá 2019

      Lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá stöðuleyfa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Fundargerðir

    • 1812017F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 735

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 19.12.2018.

    • 1812021F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 736

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 2.01.2019.

    • 16011235 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Lögð fram fundargerð 87. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 14.12.2018.

    Fundargerð

    • 1901002F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 737

      Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar frá 9.01.2019.

Ábendingagátt