Skipulags- og byggingarráð

12. febrúar 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 670

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Óli Örn Eiríksson Varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur.

  1. Almenn erindi

    • 1706356 – Miðbær, deiliskipulag, endurskoðun

      Fulltrúi Teikn arkitekta kynna vinnu við úttekt á gildandi deiliskipulagi miðbæjar frá 2001.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1305167 – Miðbær Hraun vestur, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að breyttu orðalagi í greinagerð deiliskipulags Miðbæjar Hrauns vestur að höfðu samráði við Skipulagsstofnun.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt orðalag í greinagerð deiliskipulags Miðbæjar Hrauns vestur með vísan til 3.mgr. 44.gr skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1808245 – Reykjavíkurvegur 39, skipulag á lóð

      Auður Nanna Baldvinsdóttir óskar eftir heimild til að byggja nýtt hús á hluta lóðar samanber ódagsettar tillögur Tvíhorf arkitekta og fyrirspurn dags. 15.08.2018.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að málinu í samvinnu við lóðarhafa.

    • 1901549 – Hverfisgata 29, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindi Brynju Hússjóðs ÖBÍ til skipulags- og byggingarráðs. Óskað er eftir heimild til að reisa lyftuhús utan á núverandi hús til að bæta aðgengi hreyfihamlaðra samkvæmt tillögum Glámu-Kím arkitekta. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 05.02.2019 lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 05.02.2019.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Hafnarstjórn leggur til við skipulags- og byggingaráð á fundi sínum þann 06.02.2019, að skipulagsreitur vegna vinnu við rammaskipulag fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði verði stækkaður með strandlengju í átt að miðbæ í samræmi við vinnutillögur sem kynntar voru á vinnufundum með hönnunarteymi rammaskipulags þann 21. janúar sl. Jafnframt tekin til umræðu umferðarmál og samfélagsþjónusta er snýr að svæðinu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir og tekur undir bókun Hafnarstjórnar frá 06.02.2019.

    • 1803108 – Reykjanesbraut við Víkurgötu, tenging við suðursvæði

      Tekin til umræðu á ný tillögur að tenginu suðursvæða við Reykjanesbraut.

      Helga Stefánsdóttir forstöðumaður framkvæmda- og rekstrardeildar mætti til fundarins og kynnti fyrirliggjandi tillögur að tenginu suðursvæða við Reykjanesbraut.

      Lagt fram til kynningar og vísað til áframhaldandi vinnu við endurskoðun á aðalskipulagi.

    • 1810468 – Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni

      Tekið til umræðu.

    • 1810469 – Kapelluhraun 1. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 20.11.2018 tillögu að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga. Lagður fram leiðréttur uppdráttur dags. 07.02.2019 vegna misritunar sem var í fyrra gagni.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt að breyttu deiliskipulagi dags. 07.02.2019 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti ofangreint.

    • 1901513 – Suðurgata 73, fjölgun bílastæða

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísar erindi Ásmundar Kristjánssonar frá 29.01.2019 til skipulags- og byggingarráðs. Sótt er um fjölgun bílastæða við Suðurgötu 73 samkvæmt teikningum Brynjars Daníelssonar dagsettar í janúar 2019.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.

    • 1703252 – Fjarðargata 9a (Pylsubarinn), ruslagámur, lóð

      Tekið fyrir nýtt erindi Manning ehf. dags. 31. jan 2019 er varðar fyrirkomulag og losun sorps. Erindi um fyrirkomulag sorps var tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 25.04.2017. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.02.2019 byggða á fyrirliggjandi tillögu dags. 31.01.2019.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið sbr. minnisblað skipulagsfulltrúa og óskar eftir tillögu að breyttum lóðarmörkum.

    Fundargerðir

    • 1901023F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 740

      Lögð fram fundargerð 740 fundar frá 30. janúar 2019.

    • 1902001F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 741

      Lögð fram fundargerð 741 fundar frá 6. febrúar 2019.

Ábendingagátt