Skipulags- og byggingarráð

12. mars 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 672

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
 • Jón Garðar Snædal Jónsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Ívar Bragason lögfræðingur, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.

Gísli Sveinbergsson vék af fundi að loknum 15 dagskrárlið kl. 11:29.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Ívar Bragason lögfræðingur, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.

Gísli Sveinbergsson vék af fundi að loknum 15 dagskrárlið kl. 11:29.

 1. Almenn erindi

  • 1903199 – Hraun vestur, uppbygging

   Lóðarhafar kynna frumdrög að uppbyggingu á reit sem liggur að Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1903044 – Ölduslóð 32, deiliskipulagbreyting

   Guðrún Bergsteinsdóttir sótti þann 4.3.2019 um stækkun húss skv. teikningum Gísla Ágústs Guðmundssonar dags. 22.1.2019. Sótt er um grenndarkynningu án deiliskipulagsuppdrátts. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði umsókninni til skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 06.3. s.l. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.3.2019.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa dags 11.3.2019. Leita þarf umsagnar Minjastofnunar og Byggðasafns Hafnarfjarðar áður en ákvörðun um heimild til deiliskipulagsbreytingar er tekin til umfjöllunar.

  • 1903117 – Öryggismál, hæð skjólgirðinga

   Lögð fram drög að tillögu skipulags- og umhverfisþjónustu að reglum um hæðir skjólveggja og girðinga m.t.t. sjónahorns og sjónlínur akandi, hjólandi og gangandi umferðar.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1901163 – Álfhella 11, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu

   Brimrás ehf. leggja 10.1.2019 inn fyrirspurn um breytingu á lóð og deiliskipulagi skv. teikningu Luigi Bartolozzi arkitekts dags. 4.1.2019.

   Skipulags- og byggingarráð heimilar lóðarhafa að vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi byggða á tillögu Luigis Bartolozzis arkitekt dags. 4.1.2019. Jafnframt að tillagan hljóti meðferð í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.

  • 1903121 – Hamranes, uppbygging

   Kynnt drög að uppbyggingu Bjargs Íbúðarfélags á fyrirhuguðum uppbyggingarreitum í Hamranesi.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1711217 – Skógarás 6, breyting

   Eðvarð Björgvinsson lagði þann 16.11.2017 inn breytingar á Skógarási 6 samkvæmt teikningum Stefáns Ingólfssonar dagsettum 15.11.2017. Nýjar teikningar bárust 30.11.17. Nýjar teikningar í tvíriti bárust þann 12.02.2019. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 13.02.2019 var erindinu frestað. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 11.03.2019.

   Skipulags- og byggingarráð tekur undir greinargerð skipulagsfulltrúa og heimilar ekki breytingar á byggingarreit. Fyrirliggjandi tillaga samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og skilmálum.

  • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

   Teknar fyrir á ný hugmyndir VA arkitekta að uppbyggingu og þróun Hamraness sem nýbyggingarsvæðis að teknu tilliti til legu Ásvallabrautar og kynntar hugmyndir að þéttleika svæðisins.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1811261 – Uppsetningar á samkomutjöldum í landi Hafnarfjarðar

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 15. janúar 2019 var tekið jákvætt í erindi ferðaþjónustufyrirtækisins Basecamp Iceland er varðar uppsetningu á samkomutjöldum ætluðum til norðurljósa- og stjörnuskoðunar. Lögð fram afstöðumynd og gögn er varða tæknilegar upplýsingar.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur umhverfis- og skipulagsþjónustu að vinna áfram að málinu.

  • 1810247 – Reykjanesbraut 200, breyting á deiliskipulagi

   Kvartmíluklúbburinn óskar eftir að breyta deiliskipulagi aksturs- og skotæfingasvæðis í Kapelluhrauni, bæta við og breyta núverandi byggingarreitum ásamt því að búa til nýja lóð eins og meðfylgjandi uppdráttur Landmótunar dags. 03.10.2018 gerir grein fyrir.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt að breyttu deiliskipulagi dags. 3.10.2018 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags-og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti ofangreint.

  • 1902461 – Kapelluhraun -2 áfangi

   Lögð fram á ný umsókn Kára Eiríkssonar arkitekts ásamt uppdrætti dags. feb 2019 er varða breytingar á deiliskpulagi Kapelluhrauns 2. áfanga. Ennfremur lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11.03.2016.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn og heimilar umsækjanda að vinna að breyttu deiliskipulagi að teknu tilliti til athugasemda sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa.

  • 1712136 – Kaldárselsvegur, lóð Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, fyrirspurn

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 18. desember 2018 samþykkti Skipulags- og byggingarráð tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. janúar 2019 samhljóða að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43.greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýsingatíma er lokið og engar athugasemdir bárust.

   Með vísan til þess að engar athugasemdir bárust samþykkir skipulags- og byggingarráð að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga 123/2010.

  • 1901472 – Hestamannafélagið Sörli, deiliskipulagsbreyting, óveruleg

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 29. janúar 2019 var samþykkt fela Umhverfis- og skipulagsþjónustu að kynna óverulega breytingu á deiliskipulagi sbr. gr. 5.9.1. skipulagsreglugerðar á deiliskipulagi Sörla með grenndarkynningu hvað varðar skilmálatöflu þar sem koma fram m.a. lóðarstærðir og nýtingarhlutfall. Grenndarkynningu lokið og engar athugasemdir bárust.

   Með vísan til þess að engar athugasemdir bárust samþykkir skipulags- og byggingarráð að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga 123/2010.

  • 1902411 – Ásvallabraut, framkvæmdaleyfi

   Hafnarfjarðarbær sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð Ásvallabrautar frá Kaldárselsvegi að Skarðshlíð. Framkvæmdin felur í sér lagningu nýs vegar frá nýju hringtorgi við Kaldárselsveg að Nóntorgi í Skarðshlíð sem og gerð stíga og hljóðmana.

   Með vísan í 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og umsóknar umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðar dags. 28.02.2019, samþykkir skipulags- og byggingarráð framkvæmdaleyfið fyrir sitt leyti. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hún samþykki framangreint framkvæmdaleyfi með vísan til 11.gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

  • 1901118 – Golfklúbburinn Keilir, framkvæmdaleyfi

   Golfklúbburinn Keilir óskar eftir framkvæmdaleyfi til að fara í framkvæmdir á vellinum skv. meðfylgjandi gögnum dags. 07.01.2019. Umsögn minjastofnunnar Íslands dags. 11. mars 2018 og Byggðasafns Hafnarfjarðar dags. 25. febrúar 2019 liggur fyrir.

   Erindi frestað.

  • 1903229 – Miðbær, deiliskipulag, starfshópur

   Drög að erindisbréfi lagt fram.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1705014 – Skarðshlíð deiliskipulag 3.áfangi

   Í greinagerð Skarðshlíðar 3. áfanga hefur komið í ljós að gera þarf nokkrar breytingar á texta. Breytingarnar hafa hvorki áhrif á deiliskipulagsuppdrátt né skipulagið í heild sinni.
   Breytingar greinagerðar eru lagðar fram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingarnar og að með þær skuli farið í samræmi við 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkir jafnframt að þar sem ekki eru aðrir hagsmunaaðilar en Hafnarfjarðarbær eru breytingarnar samþykktar og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

  Fundargerðir

  • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

   Fundargerðir samráðsnefndar um gerð rammaskipulags Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis lagðar fram til kynningar.

  • 1902021F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 744

   Lögð fram fundargerð 744 fundar.

  • 1903003F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 745

   Lögð fram fundargerð 745 fundar.

Ábendingagátt