Skipulags- og byggingarráð

26. mars 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 673

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Jón Garðar Snædal Jónsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Arnhildur Ásdís Kolbeins varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögfræðingur, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögfræðingur, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt og Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt.

 1. Almenn erindi

  • 1607216 – Vellir, stofnræsi

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23. janúar 2018 var samþykkt að unnið yrði að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna legu stofnræsis Valla. Erindið er tekið til umræðu á ný.

   Guðmundur Elíasson umhverfis- og veitustjóri kynnti fyrirhugaðar breytingar á legu ræsisins.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða lýsingu vegna legu stofnræsis Vallahverfis dags. 28.1.2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt leggur skipulags- og byggingarráð til við bæjarstjórn að hún samþykki framangreinda skipulagslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015.

  • 1705346 – Hrauntunga, deiliskipulagsbreyting

   Lögð fram tillaga A arkitekta dags. 25.3.2019 að breyttu deiliskipulagi Hrauntungu 5 ásamt skýringargögnum. Gögn frá íbúafundum lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt að breyttu deiliskipulagi dags. 25.3.2019 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags-og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti ofangreint.

  • 1903199 – Hraun vestur, uppbygging

   Kynnt úttekt á fyrirliggjandi tillögu ásamt athugun á uppbyggingu á reitum m.t.t. 70% eignarhalds.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1708457 – Hraun vestur, deiliskipulag

   Kynnt almenn samningsmarkmið er varða uppbyggingu svæðisins og eru byggð á rammaskipulagi frá maí 2018.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1509436 – Sörli, hestamannafélag, deiliskipulagsbreyting

   Teknar til umræðu hugmyndir um breytt lóðarfyrirkomulag með tilliti til smærri eininga.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagssviði að taka saman greinargerð er varðar skipulagsskilmála og lóðarstærðir.

  • 1803377 – Selhraun norður, breyting á deiliskipulagi

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 10.7.2018 að vinna breytingu á deiliskipulagi Selhrauns- norður. Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi dags. 20.3.2019.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt að breyttu deiliskipulagi Selhrauns – norðurs dags. 22.3.2019 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags-og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti ofangreint.

  • 1903510 – Hellnahraun 3. áfangi, deiliskipulagsbreyting

   Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Hellnahrauns 3. áfanga dags. 19.3.2019. Um er að ræða sameiningu lóðanna Borgarhellu 2,4 og 6 og Straumhellu 7 og 9.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1902356 – Setberg, endurskoðun deiliskipulags

   Tekin til umræðu endurskoðun á deiliskipulagi Setbergs.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1901118 – Golfklúbburinn Keilir, framkvæmdaleyfi

   Lagðar fram umsagnir Minjastofnunar dags. 11.3.2019 og Byggðasafns Hafnarfjarðar dags. 25.2.2019 vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að vinna að framkvæmdaleyfi að teknu tilliti til umsagna Minjastofnunar og Byggðasafns Hafnarfjarðar.

  Fundargerðir

  • 1903007F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 746

   Lögð fram fundargerð 746. fundar.

  • 1903016F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 747

   Lögð fram fundargerð 747. fundar.

  • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

   Fundargerðir samráðsnefndar um gerð rammaskipulags Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis nr. 11 og 12 lagðar fram til kynningar.

Ábendingagátt