Skipulags- og byggingarráð

16. apríl 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 675

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
  • Kristján Jónas Svavarsson varamaður
  • Einar Pétur Heiðarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur.

  1. Almenn erindi

    • 1901342 – Suðurgata 35b, breyting á deiliskipulagi

      Þann 22. janúar 2019 óskar Davíð Snær Sveinsson eigandi hússins við Suðurgötu 35b eftir breytingu á deiliskipulagi er nær til lóðarinnar. Lagður var fram uppdráttur Yddu arkitekta er gerir grein fyrir breytingunum. Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þ. 29.1.2019 að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1.mgr. 43. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin var auk þess kynnt aðliggjandi lóðarhöfum. Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 6.2.2019 ofangreinda bókun. Breytingartillagan var auglýst frá 15.2.-29.3.2019. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir nýtt deiliskipulag lóðarinnar Suðurgötu 35b og að meðferð umsóknarinnar verði samkvæmt 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 18129598 – Mosabarð 15, stækkun á húsi

      Elsa Esther Kristófersdóttir sækir þann 19.12.2018 um að stækka húsið með viðbyggingu á norðurhlið ásamt breytingu innandyra og nýrri klæðningu að utan samkvæmt teikningum Sturlu Þórs Jónssonar.
      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6.3.2019 var samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisagreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Grenndarkynnt var frá 12.3. – 9.4.2019. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að gera umsögn vegna framkominna athugasemda.

    • 1902461 – Kapelluhraun -2 áfangi

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs 12.3.2019 heimilaði ráðið umsækjanda að vinna að breyttu deiliskipulagi að teknu tilliti til athugasemda skipulagsfulltrúa.
      Tillaga AOK arkitekta dags. 11.2.2019 að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 2 áfanga lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagðan uppdrátt að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga dags. 11.2.2019 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags-og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti ofangreint.

    • 1803009 – Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjárnar deiliskipulag, mál nr. 32/2018, kæra

      Lagður fram úrskurður frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 11. apríl 2019 þar sem tekið var fyrir mál nr. 32/2018, kæra á ákvörðun bæjarráðs Hafnarfjarðar frá 29. júní 2017 um að samþykkja deiliskipulag fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar í Hafnarfirði.
      Úrskurðarorð eru svohljóðandi: Hafnað er kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar bæjarráðs Hafnarfjarðar frá 29. júní 2017 um að samþykkja nýtt deiliskipulag fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt