Skipulags- og byggingarráð

21. maí 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 677

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
 • Jón Garðar Snædal Jónsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Einar Pétur Heiðarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur.

 1. Almenn erindi

  • 1706394 – Skipalón 3, ófrágengin lóð

   Tekin fyrir á ný tillaga ASK arkitekta dags feb. 2019 að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Skipalón 3. Tillagan gerir ráð fyrir að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir. Annarsvegar lóð fyrir íbúðarhús með 6 íbúðum og hinsvegar lóð sem verður nýtt sem opið grænt svæði.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn staðfesti ofangreinda samþykkt á fundi sínum þann 06.03.2019. Tillagan að breyttu deiliskipulagi var auglýst frá 3. apríl til 14. maí. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að því verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1810241 – Óseyrarbraut 16 og 20, deiliskipulagsbreyting

   Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf. sótti um á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23.10.2018 að sameina lóðirnar Óseyrarbraut 16 og 20. Óskað var eftir breytingu á deiliskipulagi lóðanna, sem felur í sér sameiningu lóðanna, breytingu á byggingarreit, nýtingarhlutfall verði 0,3 og að kvöð um lagnir á milli lóðanna tveggja verði felld niður.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti þá framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
   Erindið var tekið fyrir á fundi Hafnarstjórnar þann 12.12.2018, sem gerði ekki athugasemd við framkomna tillögu að deiliskipulagsbreytingu vegna Óseyrarbrautar 16-20. Bæjarstjórn samþykkti ofangreint á fundi sínum þann 06.03.2019. Tillagan að breyttu deiliskipulagi var auglýst frá 02.04.2019-13.05.2019. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að því verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1802426 – Flatahraun, gatnamót, deiliskipulag

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 26.02.2019 var samþykkt tillaga að breyttu deiliskipulagi gatnamóta Flatahrauns og Álfaskeiðs samkvæmt uppdrætti Eflu verkfræðistofu dags jan. 2019. Skipulags- og byggingarráð hafði samþykkt á fundi sínum þann 23.10.2018 að unnið yrði að deiliskipulagsbreytingu á þá kynntum tillögum.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. 1.mgr. 43.gr skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn staðfesti framangreinda samþykkt á fundi sínum þann 06.03.2019. Tilagan var auglýst frá 02.04.2019-13.05.2019. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að því verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1810469 – Kapelluhraun 1. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 20.11.2018 tillögu að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 1. áfanga. Lagður var fram leiðréttur uppdráttur dags. 07.02.2019 vegna misritunar sem var í fyrra gagni. Skipulags- og byggingarráð samþykkti framlagðan uppdrátt að breyttu deiliskipulagi dags. 07.02.2019 og að deiliskipulagsbreytingin yrði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn staðfesti framangreint á fundi sínum þann 20.02.2019. Tillagan var auglýst frá 02.04.2019-13.05.2019. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að því verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1810247 – Reykjanesbraut 200, breyting á deiliskipulagi

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 23.03.2019 óskaði Kvartmíluklúbburinn eftir að breyta deiliskipulagi aksturs- og skotæfingasvæðis í Kapelluhrauni, bæta við og breyta núverandi byggingarreitum ásamt því að búa til nýja lóð. Bæjarstjórn staðfesti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 20.03.2019. Tillagan var auglýst frá 22.03.2019-17.05.2019. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að því verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1709517 – Strandgata 9, Súfistinn, umsókn til skipulagsfulltrúa

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 03.04.2018 heimilaði ráðið Hjördísi Birgisdóttur að vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað. Í deiliskipulagsbreytingunni er gert ráð fyrir breytingu á hámarkshæð á hluta viðbyggingar að Strandgötu 9. Lögð fram á ný umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28.03.2018 og upprættir Kára Eiríkssonar arkitekts dags. maí 2019.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlögð skipulagsgögn umsækjanda með vísan til 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 41.gr. sömu laga. Skipulags- og byggingarráð leggur jafnframt til við bæjarstjórn að hún staðfesti framangreint.

  • 18129598 – Mosabarð 15, stækkun á húsi

   Elsa Esther Kristófersdóttir sótti þann 19.12.2018 um að stækka húsið með viðbyggingu á norðurhlið ásamt breytingu innandyra og nýrri klæðningu að utan samkvæmt teikningum Sturla Þórs Jónssonar.
   Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6.3.2019 var samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Grenndarkynnt var frá 12.3. – 9.4.2019. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 16.04.2019 var skipulagsfulltrúa falið að gera umsögn vegna framkominna athugasemda. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2019.

   Erindi frestað.

  • 1903199 – Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag

   Lagðar fram á ný hugmyndir að uppbyggingu á reit sem liggur að Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni. Lögð fram tillaga Tendru arkitekta dags. maí 2019 að deilskipulagi reits sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60-62 og Hjallahrauns 2-4. Jafnframt lögð fram greinargerð deiliskipulagsins dags. 16. maí 2019.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi reits sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60-62 og Hjallahrauns 2-4 dags. maí 2019 ásamt greinargerð dags. 16. maí 2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1810468 – Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni

   Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 29.01.2019 að boða til vinnufundar um skipulag og framkvæmdir frá sjónarmiði um sjálfbærni. Haldnir hafa verið þrír vinnufundir um skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni. Lagt fram minnisblað Mannvits dags. 17.05.2019.

   Í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið og aukna umhverfisvitund almennings leggur skipulags- og byggingarráð til að tekin verði upp hvati til húsbyggjenda þar sem umhverfið er sett í forgang.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að afsláttur af lóðarverði/gatnagerðagjaldi vegna Svansvottaðs húss verði 20%. Einnig er lagt til að byggingar með Breeam einkunn “Very good” 55% fái 20% afslátt af lóðarverði/gatnagerðagjaldi og við Breeam einkunn “Excellent” 70% verði afsláttur af lóðarverði/gatnagerðagjaldi 30%. Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögur sem settar eru fram í minnisblaði um vistvæna byggð frá Mannvit, dags. 20.5. 2019 og leggur til við bæjarstjórn að þær verði samþykktar. Skipulags- og byggingarráð leggur auk þess til við bæjarstjórn að Hafnarfjarðarbær gerist aðili að Grænni byggð og greiði aðildargjöld samkvæmt 2. flokki.

   Verkfræðistofan Mannvit leggur til í minnisblaði sínu, dagsett 20.5.2019 að innleiddir verði hvatar til að hvetja framkvæmdaraðila til þess fá Svansvottun, BREEAM vottun eða sambærilegt á nýbyggingar, meðal annars í formi afsláttar af gatnagerðargjöldum eða lóðaverði.

   Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagsþjónustu, í samstarfi við aðra sérfræðinga eftir þörfum, að skilgreina hvað átt er við með sambærilegum vottunum skv. ofangreindri málsgrein. Niðurstaða þessarar vinnu skal lokið um miðjan júní og tillögum skilað til ráðsins eigi síðar en 18. júní 2019.

  • 1407063 – Norðurgarður, endurbygging

   Tekin til umræðu bókun Hafnarstjórnar frá 14.5.2019 um að umhverfis- og skipulagsþjónusta taki til skoðunar frekari nýtingu á stórgrýti úr Hamranesnámu til að tryggja bæði efni og samræmt útlit sjóvarnargarða við Hafnarfjarðarhöfn.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að vinna að framkvæmdaleyfi.

  • 1905228 – Trjágróður í bæjarlandi

   Tekin til umræðu gróðursetning trjáa í bæjarlandi.

   Trjágróður er okkur öllum til yndisauka þar sem það á við. Víða í bænum eru aspir og greni á bæjarlandi þess valdandi að sólar nýtur ekki við í görðum og útsýni er skert. Skipulags- og byggingarráð hvetur til þess að mjög hávaxin tré á bæjarlandi sem eru íbúum til ama verði felld. Sem dæmi um slík tré eru grenitré á Hamrinum, aspir við Strandgötu og Hvammabraut. Skipulags- og byggingarráð hvetur til þess að ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 7.2.2. gr., tré og runnar á lóðum, verði framfylgt og að mörkuð verði skýr stefna um gróðursetningu trjáa á bæjarlandi.

  • 1605159 – Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar

   Tekin aftur til umfjöllunar breyting á aðalskipulagi til samræmis við úrskurð óbyggðanefndar varðandi afrétt Álftaneshrepps hins forna sem úrskurðaður var innan staðarmarka Hafnarfjarðar.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 17. maí 2016 að gera breytingu á aðalskipulagi til samræmis við úrskurð óbyggðanefndar. Þinglýst eignarheimild á afréttinni dags. 30. janúar 2019 (þinglýsingarnúmer 019708) liggur fyrir og þar kemur fram að umrædd þjóðlenda er innan staðarmarka Hafnarfjarðar en landeigandi sé íslenska ríkið.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að vinna að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna marka þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðarkaupstaðar í samræmi við 36.grein skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. úrskurð Óbyggðanefndar. Jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

  Fundargerð

  • 1905002F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 751

  • 1905009F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 752

Ábendingagátt