Skipulags- og byggingarráð

4. júní 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 678

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
 • Jón Garðar Snædal Jónsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Kristján Jónas Svavarsson varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi.

 1. Almenn erindi

  • 1810073 – Krýsuvíkurberg, deiliskipulag

   Margrét Ólafsdóttir hjá Landmótun mætir til fundarins og kynnir fyrstu drög að tillögu að greinargerð og uppdrætti.

   Lagt fram til kynningar.

  • 18129598 – Mosabarð 15, stækkun á húsi

   Elsa Esther Kristófersdóttir sótti þann 19.12.2018 um að stækka húsið með viðbyggingu á norðurhlið ásamt breytingu innandyra og nýrri klæðningu að utan samkvæmt teikningum Sturla Þórs Jónssonar. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 6.3.2019 var samþykkt að grenndarkynna erindið í samræmi við 1.mgr. 2.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði. Grenndarkynnt var frá 12.3. – 9.4.2019. Athugasemdir bárust. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 21.5.2019 var erindinu frestað. Þann 16.04.2019 var skipulagsfulltrúa falið að gera umsögn vegna framkominna athugasemda. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. maí 2019.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa og á grundvelli 4.gr. samþykktar um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Hafnarfirði er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Fulltrúi Viðreisnar leggur fram eftirfarandi bókun:

   Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum var málið sett í grendarkynningu, en til að verða sett í grendarkynningu þarf málið að standast það að geta talist óveruleg svo þessi málmeðferð ætti að geta átt sér stað en gerir það ekki þar sem hún skertir lífsgæði nágrannans og fellur hvorki innan deiliskipulags eða innan byggingarreits. Einnig kemur fram í gögnum að um minniháttar frávik sé að ræða frá deilskipulag en ekki á það við þar sem um verulega breytingu er að ræða eða allt að 25% frávik í deiliskipulagi þar sem kveðið er á í greinargerð deiliskipulagsins að aðeins séu 10 /- og ætti því breytingin ef samþykkt er að fara í auglýsingu og senda öllum viðkomandi aðilum í nágrenninu upplýsingar, en hafa ber í huga að það eitt og sér gæti valdið vandræðum þar sem kveðið er á um að einbýlishús sé með ávekeðið nýtingarhlutfall. Þyrfti því að hækka nýtingarhlutfallið til samræmis stækkunar sem er alls ekki kosta auðvelt í þessu deiliskipulagi. Ef málið verður samþykkt að óbreytt þar sem það uppfyllir enga skilmála gæti það valdið slæmum afleiðingum.

   Viðbyggingin sem telst óveruleg og uppfylli eftirtalin skilyrði A) rúmist innan byggingarreits b) sé innan deiliskipulags c) skerði ekki lífsgæði nágranna sé hægt að meðhöndla málið sem breytingu á deiliskipulagi samkvæmt 26.gr. skipulags- og byggingarlaga.? Því miður tikkar það ekki í nein box í liðum a,b og c svo ekki er hægt að veita því slíka málsmeðferð.

   Í byggingarreglugerð er tekið skýrt á því í kafla 2.3 um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir.

   2.3.4. gr. Breyting er varðar útlit eða form mannvirkis.

   Varði breyting á mannvirki útlit þess og form skal leita samþykkis hlutaðeigandi skipulagsnefndar áður en byggingarleyfi er veitt enda liggi ekki fyrir samþykkt deiliskipulag sem heimilar breytinguna. Ekki þarf að leita slíks samþykkis sé breytingin óveruleg (sem hún er ekki því þá þyrfti hún að uppfylla lið a) falla innan byggingareits b) vera til fyrir í samþykku deiliskipulagi sem hún gerir ekki. Til að breyting á mannvirki geti talist óveruleg má hún ekki skerða hagsmuni nágranna, t.d. hvað varðar útsýni, skuggavarp eða innsýn, ekki breyta eða hafa áhrif á götumynd, né fela í sér stækkun húss á nokkurn hátt, nema stækkunin sé smávægileg og falli innan byggingarreits og breyti ekki eða hafi áhrif á götumynd. Húsum sem njóta friðunar, eru byggð fyrir 1918 eða njóta verndar götumyndar er ekki heimilt að breyta á grundvelli þessa ákvæðis

   Í umsögn skipulagsfulltrúa kemur fram: að minniháttar frávik séu að ræða og vitnar hann í greinargerð deiliskipulagsins í kafla 4.2

   Tek ég fram að viðbyggingin er 32,7m2. Þegar reiknað er hlutfallið þá eru það um 25% stækkun sem getur ekki með nokkru móti talist til minniháttar frávik úr deiliskipulagi.

   Enda er kveðið á í greinargerð deiliskipulags /-10% en þetta er töluvert meira en kveðið er á um við minniháttar frávik eða allt að 15% meira en það sem getur talist til minniháttar fráviks úr deiliskipulagi og kveðið er á í greinargerð deiliskipulagsins. Í lið 5 úr greinargerð deiliskipulagsins segir: „Flatarmáls- og rúmmálsaukning viðbygginga má ekki vera yfir 10% nema sérstakar aðstæður gefi tilefni til þess og að þær uppfylli að öðru leyti skilyrði sem sett eru hér framan um viðbyggingar sem er ekki uppfyllt að neinu leyti.

   Kafli 2.3 Byggingarleyfisskyldar framkvæmdir í byggingarreglugerðum

   2.3.5.gr Minniháttar framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi

   Eftirfarandi framkvæmdir og breytingar eru undanþegnar byggingarleyfi enda séu þær í samræmi við deiliskipulag:

   h. Viðbyggingar.
   Ein viðbygging við mannvirki þar sem eftirfarandi kröfur eru uppfylltar:
   1. Viðbyggingin er innan byggingarreits.
   2. Flatarmál viðbyggingar er að hámarki 40 m².
   3. Viðbyggingin er á einni hæð.
   Tilkynna skal fyrirhugaða framkvæmd til leyfisveitanda.

   Breytingar á deiliskipulagi eru háðar sömu efnis- og málsmeðferð og nýtt deiliskipulag óverulega breytingu má grenndarkynna í stað þess að auglýsa breytingar taka gilidi með auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda. Er hún óveruleg? Svarið er nei, þá þyrfti hún að vera innan deiliskipulags eða innan byggingarreits og ekki skerða lífsgæði nágranna og uppfylla skilyrði um frávik í greinargerð deiliskipulagsins 10 /-.

   Þar af leiðandi getur þessi ósk um viðbyggingu á engan hátt fengið jákvæða afgreiðslu að mati Viðreisnar á þennan hátt og miðað við gögn málsins bæri að hafna umsóknini þar sem hún uppfyllir ekki nein af þeim skilyrðum sem settar eru fram, hvorki úr deiliskipulag, byggingarreglugerðum eða almennum skilmálum um frávik í deiliskipulagi.

   Almennt um deiliskipulag er kveðið svo á með frávik:

   Frávik frá deiliskipulagi

   Heimilt er að gefa út famkvæmda- og byggingarleyfi án deiliskipulagsbreytingar ef framkvæmdin er svo óveruleg að hún skerðir á engan hátt hagsmuni nágranna svo sem hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn

   þetta á svo sannarlega ekki við þar sem í grendarkynningu kom fram athugasemd svo hljóðandi, nágrönnum þykir þrengt að sér. Viðbyggingin fer út fyrir byggingarreit sk. skipulagi frá árinu 2003.

   Minniháttar frávik úr deiliskipulagi getur því alls ekki átt við hér bæði vegna stærðar á breytingu og skerðingar á lífsgæðum nágranna.

   Finnst Viðreisn það hart að leggja málið í þann farveg að sveitarfélagið gæti orðið skaðabótaskylt vegna ákvörðunar sinnar að samþykkja umsóknina, þrátt fyrir Ítrekaðar tilraunir Viðreisnar að benda á að það uppfylli enginn þau skilyrði sem fram eru lögð og þvert á það sem greinargerð deiliskipulagsins kveður á um og gegn byggingarreglugerðum í kafla 2.3 2.3.4 og 2.3.5 og gegn almennum skilmálum um frávik í skipulagslögum.

   Telur því Viðreisn að málinu eigi að hafna samvkæmt þessum upplýsingum.

  • 1902369 – Kvistavellir 63, umsókn um byggingarleyfi

   Brynja hússjóður lagði inn uppfærða aðaluppdrætti dags. 14.02.2019 teiknaða af Glámu/Kím arkitektum vegna lokaúttektar. Vegna mistaka við útsetningu húss á lóð á byggingartíma fór hluti húss út fyrir byggingarreit á norð-vestur horni hússins. Erindið var grenndarkynnt sem óveruleg breyting frá 29.03.2019-26.04.2019. Ein athugasemd barst. Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda á fundi sínum þann 7. maí s.l. Lögð fram á ný greinagerð skipulagsfulltrúa dags. 6.05.2019.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingarnar sem felast í grenndarkynntum uppdráttum Glámu/Kím arkitektum dags. 14.02.2019 og að erindinu verði vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

  • 1706355 – Strandgata 30, breyting á greinagerð deiliskipulag

   Lögð fram breyting á greinagerð deiliskipulags Strandgötu 30. Breytingin felur í sér skilgreiningu á
   bílastæðakröfum. Lagður fram uppdráttur ASK arkitekta dags. 29.05.2019.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytta greinagerð deiliskipulagsins með vísan til 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

  • 1902444 – Breiðhella 2-6 breyting á deiliskipulagi

   Samhentir kassagerð ehf. sækja um breytingu á deiliskipulagi lóðanna við Breiðhellu 2-6, samkv. tillögu ASK arkitekta dags. 27.05.2019.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa fyrir næsta fund ráðsins.

  • 18129603 – Lónsbraut 70, deiliskipulagsbreyting

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði erindi Garðars Hólm dags. 19.12.2018 til skipulags- og byggingarráðs. Óskað er eftir skilmálabreytingu á deiliskipulagi.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa fyrir næsta fund ráðsins.

  • 1903521 – Einhella 3-5, breyting á deiliskipulagi

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði erindi frá Björg Real Estate ehf. frá 25.3.2019 til skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 29.05.2019. Sótt er um breytingu á útkeyrslu á lóðum Einhellu 3 og Einhellu 5. Jafnframt er sótt um breytingu á deiliskipulagi lóðanna. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 29.05.2019.

   Erindi frestað.

  • 1803377 – Selhraun norður, breyting á deiliskipulagi

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 26.03.2019 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Selhrauns- norður dags. 20.3.2019. Tillagan var auglýst frá 11.04.2019-23.05.2019. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingaráð samþykkir breytt deiliskipulag og að málsmeðferð verð lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1705346 – Hrauntunga, deiliskipulagsbreyting

   Lögð fram á ný tillaga A arkitekta dags. 25.3.2019 að breyttu deiliskipulagi Hrauntungu 5 ásamt skýringargögnum. Gögn frá íbúafundum lögð fram. Deiliskipulagsbreytingin var auglýst frá 11.04.-23.05.2019 í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Engar athugasemdir bárust.

   Skipulags- og byggingaráð samþykkir breytt deiliskipulag og að málsmeðferð verð lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

  Fundargerð

  • 1905014F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 753

   Lögð fram fundargerð 753. fundar.

  • 1905020F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 754

   Lögð fram fundargerð 754. fundar.

Ábendingagátt