Skipulags- og byggingarráð

18. júní 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 679

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Gísli Sveinbergsson aðalmaður
 • Jón Garðar Snædal Jónsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Ritari

 • Berglind Guðmundsdóttir arkitekt

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 1605159 – Þjóðlenda innan staðarmarka Hafnarfjarðar

   Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar – þjóðlenda, breytt mörk sveitarfélagsins og einnig fyrir nýtt deiliskipulag við Leiðarenda. Í stað þess að vinna tvær lýsingar eru þær sameinaðar í eina lýsingu í samræmi við gr. 4.2.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlögð drög að skipulagslýsingu og að málsmeðferðin verði í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1904072 – Leiðarendi, nýtt deiliskipulag

   Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar – þjóðlenda, breytt mörk sveitarfélagsins og einnig fyrir nýtt deiliskipulag við Leiðarenda. Í stað þess að vinna tvær lýsingar eru þær sameinaðar í eina lýsingu í samræmi við gr. 4.2.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlögð drög að skipulagslýsingu og að málsmeðferðin verði í samræmi við 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1806197 – Austurgata 11, deiliskipulagsbreyting

   Lagður fram uppdráttur að deiliskipulagi lóðarinnar Austurgata 11 dags. 17.05.2018 lagfærður 06.06.2019, þar sem tekið hefur verið mið af athugasemdum Skipulagsstofnunar.

   Samþykkt.

  • 1312019 – Hraðlest, fluglest

   Teknar til umræðu á ný hugmyndir um hraðlest frá Reykjanesbæ að höfuðborgarsvæðinu.

   Lagt fram til umræðu. Fulltrúi Bæjarlistans hvetur bæjaryfirvöld til að ljá ekki máls á samstarfi eða samningsgerð um hugsanlega fluglest milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Í nýlegri skýrslu Eflu (LavaExpess: Guðmundur Guðnason) kemur fram að gert er ráð fyrir að lengd teina verði 49 km, þar af um 14 km í göngum milli Straumsvíkur og Vatnsmýrar/BSÍ. Tvöfaldir teinar verði milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar en einfaldir teinar í göngum. Gert er ráð fyrir að flutningsgeta verði 2.400 farþegar/klst í báðar áttir og 15 mínútur á milli ferða. Þá er gert ráð fyrir að fjöldi ferðamanna til Íslands hafi tvöfaldast árið 2032. Áætlaður heildarkostnaður er 780 milljónir evra eða um 110 milljarðir kr. Í skýrslunni kemur fram að óvissa er um marga þætti s.s. jarðlög á áætlaðri leið, fjölda ferðamanna og markaðshlutdeild svo eitthvað sé nefnt. Því má ætla að kostnaður geti orðið mun meiri en nú er áætlað.
   Fulltrúi Bæjarlistans telur hugmyndir um fluglest algjörlega óraunhæfar með hliðsjón af aðstæðum í dag. Framkvæmdin er mjög kostnaðarsöm og mikil óvissa um rekstrarumhverfi. Miklu nærtækara er fyrir Hafnarfjarðarbæ að leggja fram vinnu og fjármuni í samstarf sveitarfélaga um fyrirhugaða Borgarlínu.

  • 1705014 – Skarðshlíð deiliskipulag 3.áfangi

   Í greinargerð Skarðshlíðar 3. áfanga þarf að gera nokkrar breytingar á texta. Breytingarnar hafa hvorki áhrif á deiliskipulagsuppdrátt né skipulagið í heild sinni.
   Breytt greinargerð lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytingarnar og að með þær skuli farið í samræmi við 2.mgr. 44.gr. skipulagslaga.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkir jafnframt að þar sem ekki eru aðrir hagsmunaaðilar en Hafnarfjarðarbær eru breytingarnar samþykktar og að málinu skuli lokið í samræmi við skipulagslög.

  • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

   Tekið til umræðu deiliskipulagsvinna og úthlutunarleiðir á nýbyggingarsvæði Hamraness.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja vinnu við deiliskipulag reita 6, 10 og 11 í Hamranesi.

  • 1906222 – Skarðshlíð, framkvæmdir

   Lagt fram svar við fyrirspurn Sigurðar P Sigmundssonar varðandi framkvæmdir í Skarðshlíðarhverfi, sjá fylgiskjal.

   Fulltrúi Bæjarlistans leggur fram eftirfarandi bókun: Haustið 2016 úthlutaði Hafnarfjarðarbær 8 lóðum í Skarðshlíð undir fjölbýlishús, samtals 221 íbúð til fjögurra verktaka. Þar af var 125 íbúðum úthlutað til eins verktaka. Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ hefðu 189 íbúðir átt að vera fokheldar (byggingarstig 4) í nóvember 2018 og 32 íbúðir fokheldar í lok febrúar 2019 sé tekið mið af útboðsskilmálum. Engin þessara íbúða er fokheld í júní 2019. Langflestar íbúðirnar eru á byggingarstigi 2 þ.e. einungis komnir sökkulveggir. Ljóst er að mikill seinagangur hefur orðið á framkvæmdum. Fulltrúi Bæjarlistans beinir því til bæjaryfirvalda að sjá til þess með öllum tiltækum ráðum að framkvæmdir verði eftirleiðis í samræmi við útboðsskilmála. Fráleitt að einstakir verktakar geti með seinagangi sínum komist upp með að tefja eðlilega uppbyggingu íbúðahúsnæðis í bænum. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Miðflokksins taka undir þessa bókun.

  • 1903121 – Hamranes, uppbygging

   Kynnt ný drög að uppbyggingu Bjargs íbúðarfélags á fyrirhuguðum uppbyggingarreitum í Hamranesi.

   Skipulags- og byggingarráð felur Umhverfis- og skipulagsþjónustu að yfirfara framlagðar tillögur m.t.t. umferðar- og lóðamála.

  • 1905393 – Breiðhella 2-6, deiliskipulag.

   Samhentir kassagerð ehf. sóttu um breytingu á deiliskipulagi lóðanna við Breiðhellu 2-6, samkv. tillögu ASK arkitekta dags. 27.05.2019. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 04.06. s.l. var óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa um erindið. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14.06.2019.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn skipulagsfulltrúa dags. 14. júní 2019.

  • 1706355 – Strandgata 30, byggingarleyfi

   Lögð fram á ný breyting á greinagerð deiliskipulags Strandgötu 30. Breytingin felur í sér skilgreiningu á
   bílastæðakröfum. Lagður fram uppdráttur ASK arkitekta dags. 29.05.2019. Skipulags- og byggingarráð vísaði erindinu til staðfestingar á fundi sínum þann 04.06. s.l. Bæjarstjórn vísaði erindinu aftur til skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 02.06. s.l.

   Skipulags- og byggingarráð endursamþykkir breytta greinargerð deiliskipulagsins með vísan til 3.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar. Viðreisn tekur ekki afstöðu til málsins.

Ábendingagátt