Skipulags- og byggingarráð

27. ágúst 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 682

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Jón Garðar Snædal Jónsson aðalmaður
 • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir landslagsarkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

 1. Almenn erindi

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 26. júní sl. Kosið var í nefndir og ráð til eins árs:
   Skipulags- og byggingaráð er þannig skipað:
   Ólafur Ingi Tómasson, Fjóluhvammi 9, formaður
   Ágúst Bjarni Garðarsson, Brekkuás 5, varaformaður
   Lovísa Traustadóttir, Spóaási 24,
   Stefán Már Gunnlaugsson, Glitvöllum 19
   Jón Garðar Snædal Jónsson, Klukkuvellir 5
   Gísli Sveinbergsson, Skipalóni 5, áheyrnarfulltrúi
   Sigurður P. Sigmundsson, Fjóluhlíð 14, áheyrnarfulltrúi

   Varamenn:
   Kristján Jónas Svavarsson, Hverfisgötu 63
   Anna Karen Svövudóttir, Smárabarði 2c
   Vaka Dagsdóttir, Drekavöllum 40
   Einar Pétur Heiðarsson, Ölduslóð 24
   Óli Örn Einarsson, Hverfisgötu 52b
   Arnhildur Ásdís Kolbeins, Gauksás 57, varaáheyrnarfulltrúi
   Helga Björg Arnardóttir, Álfaskeiði 1, varaáheyrnarfulltrúi

   Allar framangreindar tillögur voru samþykktar samhljóða. Teljast framangreindir því réttkjörnir.

  • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

   Lagt fram til kynningar. Guðmundur Sverrisson sérfræðingur á fjármálasviði Hafnarfjarðarbæjar mætir til fundarins.

  • 1907168 – Reykjavíkurvegur 24, umsókn til skipulagsfulltrúa

   Umsókn Jóns Bjarna Jónssonar dags. 12.7.2019 um breytingu á deiliskipulagi þannig að viðbygging rúmist innan deiliskipulags sbr. uppdrætti dags. 17.7.2017 var vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá 760 Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22.8.2019.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

  • 1907292 – Hellisgata 32, lóðarleigusamningur

   Á fundi bæjarráðs 15.8.sl. var tekið jákvætt í beiðni lóðarhafa um stækkun á lóð í samræmi við nýtingu lóðar og umhverfis- og skipulagsþjónustu falið að vinna málið áfram.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir stækkun lóðar samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að mæliblaði og vísar erindinu til vinnu við deiliskipulag Vesturbæjar.

  • 1906381 – Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

   Lagt fram bréf Skógræktarinnar dagsett í júní 2019 til upplýsinga um landshlutaáætlanir og fyrirhugaðar kynningar og samstarf við sveitarfélög, skógarbændur og aðra hagsmunaaðila. Umhverfis- og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi á fundi sínum þann 14.8.sl. “Umhverfis og framkvæmdaráð áréttar mikilvægi þess að skipulagt verði svæði í upplandi Hafnarfjarðar fyrir loftlagsskóg.”

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsþjónustu að vinna að útfærslu þeirra hugmynda sem fram koma í bréfi skógræktarinnar.

  • 1904289 – Gráhelluhraun, göngu- og reiðstígar

   Tekið fyrir að nýju erindi dags. 10.4.2019 frá Hestamannafélaginu Sörla þar sem óskað er eftir að göngustígur í Gráhelluhrauni verði aflagður og að leiðin verði skilgreind sem reiðleið í staðinn. Umhverfis- og framkvæmdaráð synjaði erindinu 2.5.2019 á grundvelli þess að umræddur göngustígur er skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015-2030. 19.6.2019 er erindið tekið fyrir að nýju og vísaði til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs sem frestaði afgreiðslu málsins á fundi sínum þann 2.7.2019.

   Skipulags- og byggingarráð synjar erindinu á grundvelli þess að umræddur göngustígur er skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015-2030 og gildandi deiliskipulagi.

  • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

   Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 tekið til umfjöllunar. Stefna aðalskipulags er bindandi við gerð deiliskipulags og útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfa. Með vísan til 35.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort ástæða sé til að endurskoða aðalskipulag.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hefja vinnu við gerð nýs aðalskipulags samkvæmt 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags- og byggingarráð vísar tillögunni til bæjarstjórnar til staðfestingar.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkir jafnframt að skipa fimm manna starfshóp um endurskoðun aðalskipulagsins. Hópinn skipa þrír úr skipulags- og byggingarráði og tveir frá umhverfis- og skipulagsþjónustu. Nöfn fulltrúa í hópnum ásamt erindisbréfi verður lagt fram á næsta fundi ráðsins.

  • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

   Tekin til áframhaldandi umræðu deiliskipulagsvinna á nýbyggingarsvæði Hamraness. Kynntar tillögur að skipulagi reita.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir drög að auglýsingu er varðar skipulag reita 1-4 og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarráðs.

  • 1606249 – Sveitarfélög, fasteignaskattur o.fl. á mannvirki, ferðaþjónusta, ábendingar

   Lögð fram á ný tillaga að mögulegri staðsetningu gistiheimila. Tekið er mið af landnotkun Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 og greinargerð ferðaþjónustuhóps frá 2016.

   Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til vinnu við endurskoðun aðalskipulags.

  • 1810468 – Skipulag og framkvæmdir, frá sjónarmiði um sjálfbærni

   Tekin til umræðu á ný hugmyndir um skipulag og framkvæmdir frá sjónarmiði um sjálfbærni.

   Skipulags- og byggingarráð vísar lið c, að minnsta kosti 20% byggingarefna í nýframkvæmdum skuli hafa umhverfisvottun, til frekari úrvinnslu umhverfis og skipulagsþjónustu.

  • 18129603 – Lónsbraut 70, deiliskipulagsbreyting

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 2. júlí sl. var samþykkt að breyta deiliskipulagsskilmálum í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga. Um er að ræða endurskoðun greinagerðar hvað varðar mænishæð, porthæð og stærð suðurhurða ásamt lengd austur – vestur hliðar. Erindið var sent í grenndarkynningu og frestur til að skila inn athugasemdum lauk 21.8.2019. Ein athugasemd barst.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda.

  Fyrirspurnir

  • 1906429 – Dofrahella 2-4, fyrirspurn lóðarmörk og byggingarmagn

   Sigurður Hallgrímsson ark. óskar f.h. lóðarhafa að færa núverandi lóðarmörk milli lóðanna á Dofrahellu 2 og 4. Reisa á lóðinni nr 2 einnar hæðar stálgrindarhús. Reisa á lóðinni nr 4 fjórar lengjur minni stálgrindarhús með möguleika á geymslulofti í húsunum. Að öðru leyti gildi núverandi skilmálar um girðingar, gróður og fl. á lóðunum. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22.8.2019.

  • 1901034 – Einhella 11, fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu á byggingarreit

   Tekin fyrir að nýju fyrirspurn dags. 3.1.2019 frá Eignatak ehf. þar sem óskað var eftir heimild til að breyta deiliskipulagi lóðar. Breytingin felst í því að byggingarreitur fer úr 40×30 í 54×27. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 9.1.sl. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26.8.2019 lögð fram.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina sbr. umsögn skipulagsfulltrúa.

  • 1904432 – Hraunhvammur 3, deiliskipulag, fyrirspurn

   Fyrirspurn Hákons Inga Sveinbjörnssonar frá 24.4.2019 vegna stækkunar húss og bílskúr/vinnustofu á lóð var vísað til skipulags- og byggingarráðs frá Afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 21.8.sl. Um er að ræða fyrirspurn vegna tillögu að breyttu deiliskipulagi.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

  • 1906330 – Álfhella 10, fyrirspurn, breyting á deiliskipulagi

   Fyrirspurn Hagtaks hf. frá 20.06.2019 um deiliskipulagsbreytingu að Álfhellu 10 tekin fyrir á ný. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 13/8 s.l. var óskað eftir umsögn skipulagsfulltrúa. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 26.08.2019.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina og tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa.

  Fundargerðir

Ábendingagátt