Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í fundarherbergi Norðurhellu 2
Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri, Ívar Bragason lögfræðingur á stjórnsýslusviði.
Fjárhagsáætlun 2020 tekin til umfjöllunar.
Lagt fram.
Lögð fram tillaga T ark. dags 09.09.2019 að uppbyggingu á reit Bjargs íbúðafélags í Hamranesi.
Skipulags- og byggingarráð heimilar að unnið verði að deiliskipulagi reitsins samkvæmt fyrirliggjandi tillögu dags. 09.09.2019 og að málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt óskar ráðið eftir því að lögð verði fram greinargerð varðandi áhrif vinda.
Tekin til umræðu skýrsla starfshóps um deiliskipulag miðbæjar Hafnarfjarðar. Lagðar fram hugmyndir þriggja hönnunarhópa og mat á þeim. Auk þess lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 18.9.2019. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða framlengdan frest til athugasemda/viðbóta til og með 4. október nk.
Skipulags- og byggingarráð leggur til að framkomnar hugmyndir þriggja hönnunarhópa verði birtar og bendir á að þær hugmyndir sem hér liggja fyrir eru alfarið hugmyndir þessara þriggja arkitektastofa, án forskriftar frá bæjarfélaginu. Engin skipulagstillaga liggur fyrir af hálfu bæjarfélagsins, enda sú vinna ekki formlega hafin.
Fulltrúi Samfylkingarinnar í Skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar leggst gegn því að stuðst verði við framlagðar tillögur um deiliskipulag miðbæjar Hafnarfjarðar af eftirtöldum ástæðum: Framlagðar tillögur eru ekki unnar með virku samráði við íbúa Hafnarfjarðar. Fyrirhuguð uppbygging sjómegin við Fjarðargötu mun skyggja á Hafnarfjarðarhöfn og hafa mikil áhrif á bæjarmyndina. Frekari landfylling mun rýra bæjarmynd Hafnarfjarðar og lífsgæði íbúa. Samfylkingin leggur áherslu á að ferlið við endurskoðun miðbæjarskipulagið verði hafið að nýju þar sem megináherslan verði lögð á virkt íbúasamráð frá upphafi. Fulltrúar Bæjarlistans og Viðreisnar taka undir síðustu setningu bókunar Samfylkingarinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
Mikilvægt er að halda því til haga að hér eru einungis hugmyndir þriggja arkitektastofa að ræða. Engin skipulagstillaga liggur fyrir að hálfu bæjarins, enda sú vinna ekki hafin. Drög að skýrslu starfshóps um skipulag miðbæjarins, sem þverpólitísk samstaða var um að stofna og setja af stað, hefur legið til umsagnar á vef Hafnarfjarðarbæjar frá 20. ágúst sl. og verður þar til og með 4. október 2019. Starfshópurinn, sem hefur breiða skírskotun, m.a. fulltrúa íbúa, hefur lagt mikla áherslu á það í allri vinnu sinni að ekki verði ráðist í frekari landfyllingar að svo stöddu og að fram komi tillögur að því hvernig vernda megi bæjarmyndina og styðja við viðhald og endurbyggingu gamalla húsa í miðbæ Hafnarfjarðar. Sérstakur íbúafundur var auk þess haldinn þann 17. september sl. um málið og verður áfram stuðlað að góðu samtarfi og samtali við íbúa bæjarfélagsins.
Tekið fyrir að nýju tillögur að uppbyggingu á reit sem liggur að Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni. Tillaga Tendru arkitekta dags. maí 2019 að deilskipulagi reits sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60-62 og Hjallahrauns 2-4 var lögð fram á fundi ráðsins þann 21.5.2019 auk greinargerðar deiliskipulagsins dags. 16. maí 2019. Samþykkt var að málsmeðferð yrði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu var jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. 29.5.2019 staðfesti bæjarstjórn samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst frá 4. júlí með framlengdum athugasemdafresti til 1. sept. Athugasemdir bárust frá 6 aðilum. Athugasemdafrestur var framlengdur til 23.9.2019 og bréf þess efnis sent til hagsmunaaðila. Framkomnar athugasemdir kynntar ásamt drögum að umsögn.
Vaka Dagsdóttir vék af fundi við afgreiðslu fjórða liðar.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að gera umsögn vegna framkominna athugasemda við tillögur að uppbyggingu á reit sem liggur að Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni.
Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 2. júlí sl. var samþykkt að breyta deiliskipulagsskilmálum í samræmi við 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga. Um er að ræða endurskoðun greinagerðar hvað varðar mænishæð, porthæð og stærð suðurhurða ásamt lengd austur – vestur hliðar. Erindið var sent í grenndarkynningu og frestur til að skila inn athugasemdum lauk 21.8.2019. Ein athugasemd barst. Á fundi skipulags- og byggingarráðs 27.8.2019 fól ráðið skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn vegna framkominna athugasemda. Umsögn dags. 20.9.2019 lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20.09.2019.
Tekin fyrir á ný umsókn Guðmundar Óskars Unnarssonar f.h. Steinsteypunnar ehf. dags. 24.6.2019 um deiliskipulagsbreytingu Kapelluhrauni 1. áfanga, Koparhellu 1, er vísað til afgreiðslu skipulags og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 4.9.2019. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkaður. Erindinu var frestað á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 10. sept. s.l.
Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti umsókn um breyttan byggingarreit enda verði nýtingarhlutfall lóðar óbreytt og samþykkir að málsmeðferð verði í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð fram tillaga að heitum hringtorga sem ekki hafa þegar fengið heiti.
Gísli Jónsson sækir þann 10.9.2019 um stækkun lóðar Skerseyrarvegs 3c. Um er að ræða stækkun meðfram innkeyrslu og bílskúrs.
Skipulags- og byggingarráð gerir ekki athugasemd við stækkun lóðar og vísar erindinu til bæjarráðs til samþykktar.
Þorvaldur Skaftason og Erna Sigurbjörnsdóttir sækja þann 5.9.2019 um lóðarstækkun sem nemur 1,5m að götu og að lóðarmörkum Skerseyrarvegar 4.
Borist hafa kvartanir vegna auglýsingaskiltis sem sett var upp fyrr á þessu ári á horni Reykjanesbrautar og Kaplakrika. Lýsingin þykir of björt auk þess sem stutt er á milli fléttinga.
Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð um málið sem lögð verður fram á næsta fundi ráðsins.
Tekið fyrir að nýju erindi Páls Línbergs vegna stígakerfis við Stórhöfða. Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að taka saman umsögn varðandi erindið á fundi sínum þann 13.8.sl. Umsögn dags. 17.9.2019 lögð fram.
Skipulags- og byggingarráð tekur undir framlagða umsögn.
Frímúrarareglan Ljósatröð 2 leggur inn fyrirspurn varðandi stækkun húss samkvæmt tillögu THG arkitekta mótt. sept. 2019.
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir umsögn skipulagsfulltrúa m.t.t. gildandi deiliskipulags.
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 17.7.2019 var tekið neikvætt í erindi Ástu Guðrúnar Beck um að áður samþykkt íbúð verði sjálfstæð fasteign. Óskað var eftir frekari rökstuðningu sem var orðið við með bréfi dags. 12.8.2019. Þann 11.9. sl. er óskað staðfestingar á að um fullnaðarákvörðun sé að ræða.
Skipulags- og byggingarráð óskar umsagnar skipulagsfulltrúa um erindið.
Lögð fram fundargerð 767. fundar.
Lögð fram fundargerð 768. fundar.