Skipulags- og byggingarráð

22. október 2019 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 687

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Einar Pétur Heiðarsson varamaður
  • Sigurjón Ingvason varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.

  1. Almenn erindi

    • 1902408 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2020 og 2021-2023

      Fjárhagsáætlun tekin til umræðu.

      Skipulags- og byggingarráð vísar gjaldskrá, rekstaráætlun og aðkeyptri tækniþjónustu til bæjarráðs.

    • 1908058 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 13 ágúst s.l. tillögu að deiliskipulagi lágreistrar byggðar við Hjallabraut. Lögð fram til kynningar endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi. Um er að ræða færslu á byggingarreitum frá áður samþykktri tillögu.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1810073 – Krýsuvíkurberg, deiliskipulag

      Skipulagshöfundar mæta til fundarins og kynna tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Krýsuvíkurberg.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að nýju deiliskipulagi og að auglýsa hana með vísan til 43.gr. skipulagslaga og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði

      Lögð fram tillaga ASK arkitekta að uppbyggingu á reitum 6,10 og 11 í Hamraneshverfi.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1906161 – Suðurhella 9, deiliskipulagsbreyting

      Erindi Fitjaborgar ehf. dags. 11.6.2019 þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Suðurhellu 9 er vísað til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 9.10.2019 sl.

      Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa heimilar skipulags- og byggingarráð að unnið verði að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar í samræmi við 43.gr. skipulagslaga.

    • 1910246 – Völuskarð 7, deiliskipulag

      Valur Þór Sigurðsson sækir 16.10.2019 um breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga er nær til lóðarinnar við Völuskarð 7. Með erindinu fylgja uppdrættir er gera grein fyrir breytingunni sem óskað er eftir.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið. Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2.mgr. 43.skipulagslaga.

    • 1906042 – Hraunskarð 2, deiliskipulagsbreyting.

      Á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 13. ágúst s.l. var tekið jákvætt í fyrirspurn um deiliskpulagsbreytingu á lóðinni Hraunskarð 2, reit 7. Lögð fram tillaga Arnaldar G Schram f.h. Hraunskarðs 2 að breyttu deiliskipulagi dags. 23.09.2019.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna erindið með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga.

    • 1909116 – Krýsuvík Hamranes, umsókn um lóð

      Með bréfi HS veitna, dags 02.09.2019 er óskað eftir lóð fyrir færanlega dreifistöð við Krýsuvíkurveg.

      Ólafur Ingi Tómasson vék af fundi við afgreiðslu tíunda dagskrárliðar.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindi og felur skipulagsfulltrúa að vinna deiliskipulag er tekur til aðkomu og lands við núverandi spennistöð við Krýsuvíkurveg.

    • 1905097 – Vitastígur 12, fyrirspurn, stækkun lóðar

      Lögð fram til umræðu tillaga að skiptingu landsvæðis milli lóðanna Vitastígur 12 og Álfaskeiðs 36.

      Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að kynna erindið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.

    Fyrirspurnir

    • 1909540 – Malarskarð 6, fyrirspurn, breyting á skipulagi

      Ernir Eyjólfsson og Rakel Ó. Sigurðardóttir leggja inn fyrirspurn þann 5. september s.l. þar sem óskað eftir að færa til byggingarreit lóðarinnar um 2.5 m.

      Tekið er jákvætt í erindið. Erindið verður grenndarkynnt með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga þegar umsókn og uppdrættir berast.

    • 1910074 – Norðurhella 7, fyrirspurn, deiliskipulag

      Tæki.is ehf. leggja þann 2.10.2019 inn fyrirspurn þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi Selhraun suðurs er nær til lóðarinnar við Norðurhellu 7.

      Skipulags- og byggingarráð tekur neikvætt í fyrirspurnina með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa.

Ábendingagátt