Skipulags- og byggingarráð

31. janúar 2020 kl. 08:15

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 695

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt.

 1. Almenn erindi

  • 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting

   Lögð fram ný skipulagslýsing dags. 29.1.2020 vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Breytingin nær til reits sem afmarkast af Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni, Hellnahrauni og Flatahrauni. Landnotkun reitsins breytist úr íbúðasvæði ÍB2 í miðsvæði. Jafnframt er skipulagslýsing sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði þann 30.04.2018 dregin til baka.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að draga afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá 30.4.2018 um samþykkt á lýsingu vegna breytinga á aðalskipulagi til baka.
   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu dags. 29.1.2020 og að málsmeðferð verði samkvæmt 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga. Ofangreindum samþykktum er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

   Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans árétta að sú aðalskipulagsbreyting sem hér er boðuð á að vera unnin á grunni rammaskipulagstillögu frá árinu 2018, sem var unnin í samráði við hagaðila, kynnt almenningi á þremur opnum fundum og samþykkt í skipulags- og byggingaráði og mikil sátt er um. Þannig verði tryggt að deiliskipulagsáætlanir einstakra áfanga, hverfishluta eða verkefna innan þessa hverfis verði unnar á samræmdan hátt með sameiginlegt markmið.
   Verklag við fyrsta deiliskipulagsáfanga á svæðinu hefur leitt málið í þá furðulegu stöðu að faglegt rammaskipulag hefur ekkert gildi, en nú skal aðalskipulaginu breytt til þess að hleypa einum framkvæmdaraðila af stað án allrar tengingar við nánast umhverfi. Þetta vinnulag er fordæmisgefandi fyrir áframhaldandi uppbyggingu hverfisins og ásýnd bæjarmyndar Hafnarfjarðar. Það getur gefið slæm fyrirheit fyrir væntanlegt rammaskipulag Flensborgarhafnar ef þessi vondu vinnubrögð eiga að halda áfram.

   Hlé gert á fundi.
   Fundi framhaldið.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks bóka eftirfarandi:
   Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025 var unnið og samþykkt í tíð meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árin 2010-2014. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs harmar að með óvönduðum vinnubrögðum við gerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 hafi misræmi komið fram í greinargerð aðalskipulagsins sem hefur leitt til athugasemda frá Skipulagsstofnun varðandi deiliskipulagstillögu Hraun vestur, Gjótur. Skipulagsstofnun gerir þá athugasemd við deiliskipulagstillöguna að á umræddu svæði sem er merkt sem íbúðarsvæði (ÍB2) í aðalskipulagi Hafnarfjarðar sé einungis gert ráð fyrir 60 íbúðum sem sé í ósamræmi við aðalskipulagið. Á nokkrum stöðum greinargerðar aðalskipulagsins kemur skýr vilji fram um þétta byggð íbúða í sambýli við léttan iðnað, verslanir o.fl. sem er fyrir á svæðinu. Einnig er skýr vilji varðandi uppbyggingu á svæðinu (ÍB2) með tilvitnunum í rammaskipulag sem samþykkt var árið 2011 en samkvæmt því er gert ráð fyrir nokkur hundruðum íbúðum á umræddu svæði. Með framlagðri skipulagslýsingu er verið að bregðast við athugasemd Skipulagsstofnunar varðandi aðalskipulagið.

   Hlé gert á fundi.
   Fundi framhaldið.

   Fulltrúar Samfylkingar og Bæjarlistans bóka eftirfarandi. Núverandi meirihluti ber ábyrgð á útfærslu aðalskipulags fyrir Hraun-vestur og að samræmis sé gætt við gerð deiliskipulags. Athugasemdir Skipulagsstofnunnar lutu að þeirri vinnu sem er ástæða þess að nú þarf að draga það til baka.

   Við ítrekum mikilvægi þess að samþykkt rammaskipulagstillaga frá árinu 2018 sem vísað er til í framlagðri lýsingu verði grundvöllur að boðaðri aðalskipulagsbreytingu.

   Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Miðflokks bóka eftirfarandi:
   Óvönduð vinnubrögð og mistök frá fyrri tíð, líkt og fram kemur í fyrri bókun hér á fundi okkar, er ástæða þeirrar stöðu sem nú er uppi. Að öðru leyti vísum við í bókun okkar hér að ofan.

Ábendingagátt