Skipulags- og byggingarráð

11. febrúar 2020 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 696

Mætt til fundar

  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Kristján Jónas Svavarsson varamaður
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi
  • Helga Björg Arnardóttir Varaáheyrnarfulltrúi
  • Sigurjón Ingvason varamaður

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði.

  1. Almenn erindi

    • 1909118 – Hlíðarbraut 10, þétting byggðar

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 19.11.2019 að unnið væri áfram að gerð deiliskipulags Hlíðarbrautar 10 byggða á þeim hugmyndum sem fram komu í tillögu Urban-arkitekta dags. 18.11.2019. Lögð fram ný tillaga dags. 7.2.2020 þar sem kynntar eru hugmyndir að tveimur parhúsum og tveimur einbýlishúsum. Skipulagshöfundar kynna.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að unnið verði að deiliskipulagi sem byggir á tillögu A dags. 7.2.2020. Leitast verði við að bílastæðamál verði leyst innan lóðar og taki mið af stærð íbúða.

    • 1905097 – Vitastígur 12, fyrirspurn, stækkun lóðar

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 22.10.2019 var umhverfis- og skipulagssviði falið að kynna tillögu að skiptingu landsvæðis milli lóðanna Vitastígur 12 og Álfaskeiðs 36 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Lögð fram tillaga að kynningu.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að kynna fyrirliggjandi tillögu að skiptingu landsvæðis fyrir eigendum Vitastígs 12 og Álfaskeiðs 36.

    • 2001086 – Hverfisgata 52b, lóðarstækkun

      Óli Örn Eiríksson sækir þann 18.12.2019 um stækkun lóðar.

      Erindi frestað.

    • 1706152 – Hverfisgata 49, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur, endurnýjun

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 17.12.2019 að grenndarkynna fyrirhugaða stækkun lóðar nr. 49 við Hverfisgötu í Hafnarfirði. Á fundi bæjarráðs þann 04.07.2019 var tekið jákvætt í beiðni Þorbjörns Inga Stefánssonar um lóðarstækkun, sbr. bréf hans dags. 18.06.2019. Erindinu var vísað til vinnslu hjá umhverfis- og skipulagssviði og mikilvægi þess að tryggja aðgengi bæjarbúa og gesta að vitanum var áréttað. Tillagan var grenndarkynnt frá 20.12.2019 til 17.01.2020. Athugasemdir bárust.
      Skipulags- og byggingarráð óskaði eftir greinargerð skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa dags. 10.02.2020.

      Lagt fram.

    • 1807152 – Hvaleyrarbraut 3, umsókn til skipulagsfulltrúa

      Lagt fram bréf lóðarhafa dags. 3.2.2020 og greinargerð skipulagsfulltrúa sem skipulags- og byggingarráð fól honum að taka saman á fundi sínum þann 19.11.2019.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að framlögð deiliskipulagstillaga verði grenndarkynnt og auglýst í samræmi við 43.gr. skipulagslaga.

    • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

      Endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025 tekið til umræðu.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að ljúka vinnu við drög að lýsingu vegna endurskoðunar Aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.

    Fyrirspurnir

    Fundargerðir

Ábendingagátt