Skipulags- og byggingarráð

27. mars 2020 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 700

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

  1. Almenn erindi

    • 2001562 – Hamranes, deiliskipulag reitir 7, 8 og 9

      Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þ. 22. janúar sl. var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag í Hamranesi I, nýbyggingarsvæði, reiti 7, 8 og 9 og að málsmeðferð yrði í samræmi við 41.gr skipulagslaga. Hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna á kynningartíma hennar tímabilið 07.02.- 20.03.2020. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir nýtt deiliskipulag reita 7, 8 og 9 og að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga.

    • 2001561 – Hamranes, deiliskipulag reitir 6,10 og 11

      Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þ. 22. janúar sl. var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag í Hamranesi I, nýbyggingarsvæði, reiti 6,10 og 11 og að málsmeðferð yrði í samræmi við 41.gr skipulagslaga. Hagsmunaaðilum var gefinn kostur á að gera athugasemdir við deiliskipulagstillöguna á kynningartíma hennar tímabilið 07.02.- 20.03.2020. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir nýtt deiliskipulag reita 6, 10 og 11 og að málinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga.

    • 1903510 – Hellnahraun 3. áfangi, endurskoðun deiliskipulags

      Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarráðs þann 17.12.2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Hellnahrauns 3. áfanga og að málsmeðferð yrði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var erindinu vísað til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 8.1.2020. Tillagan var auglýst frá 12.02.-25.03.2020. Engar athugsemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag Hellnahrauns 3. áfanga og að málsmeðferð skuli lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga.

Ábendingagátt