Skipulags- og byggingarráð

7. apríl 2020 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 701

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Óli Örn Eiríksson aðalmaður
 • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi.

 1. Almenn erindi

  • 2003508 – Covid 19, aðgerðaráætlun

   Tekin til umræðu aðgerðaráætlun vegna Kórónuveirufaraldursins sem samþykkt var í bæjarstjórn þann 1.4.2020.

   Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að leggja fram tillögur varðandi 3. og 6. lið framlagðar aðgerðaráætlunar fyrir 1. maí næstkomandi.

  • 1802426 – Flatahraun, gatnamót, deiliskipulag

   Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti 28.2.2019 að fresta framkvæmd við breytingar á gatnamótum við Flatahraun til næsta árs og vísaði til umhverfis- og skipulagsþjónustu að skoða tímabundnar aðgerðir til að tryggja umferðaröryggi. Lagt fram minnisblað varðandi umferð við Flatahraun 13 þar sem lagt er til að ekki verði heimild vinstri beygja út af lóð Flatahrauns 13.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið.

  • 2003209 – Flatahraun, hringtorg við Skútahraun

   Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði tillögu að breytingu á gatnamótum Flatahrauns og Skútahrauns til skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 25.3.2020. Tillagan gerir ráð fyrir að aðreinar hringtorgsins verði fjórar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrir sitt leyti að unnið verði breytt deiliskipulag fyrir umrætt svæði og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43 gr.laga nr. 123/2010.

  • 2001526 – Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting

   Á fundi bæjarstjórnar þann 7. feb. s.l. staðfesti bæjarstjórn samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs frá 28 jan. s.l. um aðalskipulagsbreytingu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar. Lögð fram skipulagslýsing í samræmi við 30.gr. skipulagslaga.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða skipulagslýsingu og að málsmeðferð verði í samræmi við 30.gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
   Skipulags- og byggingarráð leggur til að allri skipulagsvinnu vegna færslu Reykjanesbrautarinnar verði hraðað eins og kostur er. Mikilvægt er nú að Vegagerðin komi að fullum krafti inn í málið og hraði umhverfismati svo hægt verði að hefja framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar frá gatnamótunum við Krýsuvík að Hvassahrauni hið fyrsta. Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að samstaða sé um þetta mikilvæga mál hjá öllum þeim aðilum sem að því koma. Það er enginn vafi á um hversu aðkallandi þessi aðgerð er fyrir umferðaröryggi og samfélagið.

  • 1906201 – Gráhelluhraun, göngustígur, aðalskipulag Hafnarfjarðar 2015-2030, mál nr. 44/2019, kæra

   Lagður fram úrskurður úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála nr. 44/2019.

   Lagt fram.

  • 1904289 – Gráhelluhraun, göngu- og reiðstígar

   Tekið fyrir að nýju erindi dags. 10.4.2019 frá Hestamannafélaginu Sörla þar sem óskað var eftir að göngustígur í Gráhelluhrauni yrði aflagður og að leiðin yrði skilgreind sem reiðleið. Umhverfis- og framkvæmdaráð synjaði erindinu 2.5.2019 á grundvelli þess að umræddur göngustígur er skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015-2030. 19.6.2019 er erindið tekið fyrir að nýju og vísaði til afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs sem synjaði erindinu þann 27.8.2019 á grundvelli þess að umræddur göngustígur er skv. Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2015-2030 og gildandi deiliskipulagi.

   Skipulags- og byggingarráð vísar synjun sinni frá 27.8.2019 til staðfestingar bæjarstjórnar í samræmi við úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála nr. 44/2019.

  • 2004012 – Hamranes, staðvísir

   Lögð er fram tillaga að nýju heiti gatna í Hamranesi.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að staðvísir verði Áshamar fyrir reiti 1-4, Nónhamar fyrir reiti 5-8 og Hringhamar fyrir reiti 9-18 sbr. uppdrátt.

  • 2003283 – Hvaleyrarvatn, óveruleg deiliskipulagsbreyting

   Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 24. mars sl. að breyta deiliskipulagi Hvaleyrarvatns í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagsslaga nr 123/2010. Þeir sem fengu grenndarkynninguna hafa lýst yfir með undirritun sinni að þeir gera ekki athugasemdir við fyrirhuguð áform.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag fyrir Hvaleyrarvatn og Höfða og að málinu verði lokið í samræmi við 4.mgr. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

  • 1903234 – Bæjarhraun 26, breyting

   Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa þann 1.4.2020 vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs. Þann 29.1.2020 var samþykkt að grenndarkynna umsókn Innak um breytingu á byggingarleyfi frá 11.3.2019. Nýjar teikningar dags. 27.12.2019 samþykktar af Heilbrigðiseftirliti 24.1.2020 höfðu borist og umsókn því tekin fyrir að nýju. Grenndarkynnt var tímabilið 6.2 – 20.3. 2020. Grenndarkynningu er nú lokið og athugasemd barst. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa vegna breytinga á byggingarleyfi og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1501921 – Stapahraun 7-9 skipting lóðar

   Tekið fyrir erindi lóðarfélagsins að Stapahrauni 7-9, þar sem óskað er eftir því að lóðinni verði skipt upp í tvær lóðir þ.e.a.s. Stapahraun 7 og Staðahraun 9. Erindinu fylgir samþykki lóðarfélagsins. Lögð fram tillaga að skiptingu lóðarinnar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir skiptingu lóðarinnar í tvær samkvæmt framlagðri tillögu og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn. Athygli lóðarfélagsins er vakin á því að breyta þarf eignaskiptayfirlýsingu, skráningu, lóðarleigusamning o.fl.

  Fundargerðir

  • 2003019F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 791

   Lögð fram fundargerð 792. fundar.

Ábendingagátt