Skipulags- og byggingarráð

11. ágúst 2020 kl. 08:30

í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg

Fundur 710

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi
  • Einar Pétur Heiðarsson varamaður

Ritari

  • Ívar Bragason Lögmaður á stjórnsýslusviði
  1. Almenn erindi

    • 1411212 – Borgarlína

      Lögð fram frumdrög fyrsta áfanga Borgarlínu. Óskað er að ábendingar berist fyrir 17. ágúst 2020.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Við ítrekum ánægju okkar með löngu tímabæran samgöngusáttmála fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Þar er að finna mjög margar brýnar framkvæmdir og við Hafnfirðingar sjáum nú loks fram á raunverulegar samgöngubætur. Það er hins vegar mikilvægt í þessu, eins og öðru, að þær framkvæmdir og sá kostnaðarrammi sem bæði sveitarfélögin og ríki vinna eftir sé nákvæmur og að eftirlit með framkvæmdum sé bæði virkt og gott. Líkt og fram hefur komið er gert ráð fyrir að heildarkostnaður vegna borgarlínuverkefnisins í samgöngusáttmálanum verði um 50 milljarðar króna. Það kemur hins vegar ekkert fram um kostnað við 1. áfanga (Ártúnshöfði – Hamraborg) í þeim frumdrögum sem hér um ræðir og óskum við eftir frekari gögnum og upplýsingum um þann þátt verkefnisins. Að öðru leyti gerum við ekki athugasemdir við frumdrögin eins og þau liggja fyrir, en leggjum jafnframt til að verkefnastjóri komi og kynni verkefnið fyrir skipulags- og byggingaráði svo fljótt sem verða má.

    • 2007365 – Lyklafellslína 1

      Lögð fram til kynningar og umsagnar drög tillögu matsáætlunar Lyklafellslínu 1.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1807152 – Hvaleyrarbraut 3, umsókn til skipulagsfulltrúa

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti 11.2.2020 að grenndarkynna og auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi í samræmi við 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að byggingarreitur stækkar og færist til og nytingarhlutfall lóðar hækkar. Heimild verði fyrir 6 íbúðum á lóðinni. Tillagan var grenndarkynnt lóðarhöfum Ásbúðarttaðar 1, 3, 5, 7 og 9 og auglýst 2.6.-14.7.2020. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að erindinu verði lokið í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.

    • 2007620 – Vesturgata 4-8, deiliskipulagsbreyting, Norðurbakki

      Tillaga Hafnarfjarðarkaupstaðar um breytt deiliskipulag Norðurbakka vegna lóðanna Vesturgötu 4- 8 var samþykkt á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 22.7.2020 og vísað til staðfestingar skipulags- og byggingarráðs.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir með vísan í 43. gr. skipulagslaga að auglýsa breytt deiliskipulag lóðanna Vesturgata 4-8. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      Innkomnar umsagnir nefnda og ráða vegna skipulagslýsingar lagðar fram til kynningar.

      Umsögnum og athugasemdum vísað til vinnu við aðalskipulagsbreytingu á landnotkun á hafnarsvæði við Flensborgarhöfn.

    • 2001526 – Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting

      Innkomnar umsagnir vegna skipulagslýsingar lagðar fram til kynningar.

      Umsögnum og athugasemdum vísað til vinnu við aðalskipulagsbreytingu vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar.

    • 1908058 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting

      Lagður fram uppdráttur er gerir grein fyrir breyttum mörkum deilskipulagsins “Íbúðarhverfi í Norðurbæ”. Mörk breytingarinnar afmarkast af Hjallabraut í vestur, aðalgöngustíg í austur, hringtorgi til norðurs og bílastæðum við skátaheimilið og göngustíg til suðurs. Hin breyttu deiliskipulagsmörk voru auglýst samhliða deiliskipulagsbreytingu við Hjallabraut. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt skipulagsmörk, og að erindinu verði lokið í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

    • 1701084 – Hamranes I, Aðalskipulagsbreyting

      Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 5/5 s.l. var samþykkt uppfærð greinagerð ásamt uppdrætti að breyttu aðalskipulgi í Hamranesi.
      Í breytingunni fólst landnotkunarbreyting við Hamranes. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem S34 (samfélagsþjónusta, 6ha) VÞ11 (verslunar- og þjónustusvæði, 3ha) og ÍB13 (íbúðarsvæði, 14ha). Með breytingunni verður landnotkun svæðisins skilgreind sem M3 (miðbær/miðsvæði), heildarstærð þess verður 23ha. Aðlakipulagsbreytingin var auglýst frá 14/5 til 26/6. Auglýsingatími var framlengdur til 27/7. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir aðalskipulagsbreytinguna með vísan til 32. gr. skipulagslaga og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1701084 – Hamranes I, nýbyggingarsvæði, reitir 7,8 og 9.

      Með vísan til bréf Skipulagsstofnunar frá 7/5 s.l. er deiliskipulagið tekið til umfjöllunar á ný. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 5/8 2020.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 05.08.2020 um birtingu auglýsingu um gildistöku deiliskipulags fyrir reiti 7,8 og 9. Erindinu er jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2001561 – Hamranes, deiliskipulag reitir 6,10 og 11

      Með vísan til bréf Skipulagsstofnunar frá 7/5 s.l. er deiliskipulagið tekið til umfjöllunar á ný. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags.5/8 2020.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 05.08.2020 um birtingu auglýsingu um gildistöku deiliskipulags fyrir reiti 6,10 og 11. Erindinu er jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1802033 – Hraun vestur, aðalskipulagsbreyting

      Lögð fram á ný aðalskipulagsbreyting og greinargerð vegna landnotkunarbreytingu reits ÍB2 í M4. Lýsing skipulagsbreytingarinnar var samþykkt á fundi ráðsins þann 31.jan s.l.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti greinargerð og uppdrátt aðalskipulagsbreytingar Hraun-Vestur gjótur reitur ÍB2/M4 og vísaði erindinu til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti erindið á fundi sínum þann 29. apríl s.l. Aðalskipulagsbreytingin var auglýst frá 25/6 – 6/8. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingaráð samþykkir fyrirliggjandi aðalskipulagsbreytingu og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Fulltrúi Bæjarlistans bókar eftirfarandi:
      Rétt er að minna á að aðalskipulagsbreytingin á reitnum Hraun vestur sem meirihlutinn kom í gegn á fundi ráðsins 31. janúar 2020 var algjörlega í trássi við rammaskipulagstillöguna frá árinu 2018, sem var unnin í samráði við hagsmunaraðila, kynnt almenningi á þremur opnum fundum og samþykkt í skipulags- og byggingaráði í góðri sátt. Með þessari aðalskipulagsbreytingu hefur einn reitur af sjö á svæðinu Hraun vestur verið tekinn sérstaklega út og þar með allt komið í óvissu hvað varðar samræmingu einstakra áfanga, hverfishluta og verkefna innan svæðisins í heild. Þetta vinnulag getur ekki annað en verið fordæmisgefandi fyrir áframhaldandi uppbyggingu svæðisins og ásýnd bæjarmyndar Hafnarfjarðar. Þetta er nú öll fagmennskan.

    • 1903199 – Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag

      Tekin fyrir á ný tillaga að uppbyggingu á reit sem liggur að Reykjavíkurvegi, Hjallahrauni og Helluhrauni. Tillaga Tendru arkitekta dags. 28. maí 2020 að deilskipulagi reits sem nær til lóða við Reykjavíkurveg 60-62 og Hjallahrauns 2-4 lögð fram auk greinargerðar deiliskipulagsins dags. 28. maí 2020 og umsögnum frá Veðurvaktinni og Verkfræðistofu VSÓ.
      Tillaga að deiliskipulagi var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarráðs 2. júní s.l. og að málsmeðferð yrði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu var jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn. Bæjarstjórn staðfesti erindið þann 10. júní. Deiliskipulagið var auglýst frá 25/6 – 6/8. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingaráð samþykkir fyrirliggjandi deiliskipulabreytingu og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

      Fulltrúi Bæjarlistans bókar eftirfarandi:
      Þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir minnihlutans ætlar meirihluti Sjálfstæðismanna og Framsóknar að þröngva í gegn nýju deiliskipulagi fyrir reitinn Hraun vestur. Samkvæmt þessu nýja deiliskipulagi er byggingamagnið á reitnum stórlega aukið og gert ráð fyrir 490 íbúðum eða um 1.400 íbúum á þessum litla reit. Um þetta er ekki samstaða meðal bæjarbúa. Engar haldbærar skýringar hafa fengist hjá meirihlutanum varðandi ástæðu fyrir þessari breytingu. Enginn skilur hvað meirihlutanum gengur til enda hefur hann ekki haft fyrir því að efna til kynningarfundar um málið. Augljóst er að meirihlutinn lætur ekkert stoppa sig í þessum ásetningi, hvorki Skipulagsstofnun eða skynsamleg rök frá bæjarbúum. Athugasemdum og ábendingum hefur meirihlutinn svarað á þann hátt að þar hljóti að liggja að baki annarleg sjónarmið og örvænting. Þetta er nú öll fagmennskan.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:

      Hér er um að ræða nýja deiliskipulagstillögu og var íbúafundur haldinn um málið þann 9. júlí kl. 17. Fundinum var einnig streymt á vef bæjarfélagsins auk þess sem engar athugasemdir bárust við fyrirliggjandi tillögu. Það sem fram kemur því í bókun fulltrúa Bæjarlistans er því efnislega rangt en slíkt kemur því miður ekki á óvart og er í raun framhald af því sem verið hefur.

      Fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga opnar á fjölbreytta byggð íbúðar-, verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Tillagan fellur vel að markmiðum svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins þar sem meginstefnan er uppbygging og þétting byggðar við miðkjarna og önnur samgöngumiðuð þróunarsvæði og að hlutfall íbúðabyggðar á þeim svæðum vaxi úr 30% í 66%. Landsvæðið liggur að fyrirhugðuðum samgönguás Borgarlínu sem styrkir markmið svæðisskipulagsins og þéttingu byggðar. Fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga gerir ráð fyrir að með bættum almenningssamgöngum muni þeim bílastæðum, sem tillagan gerir ráð fyrir ofanjarðar fækka til að auka umhverfisgæði á útivistarsvæði.

      Þá er deiliskipulagstillagan í samræmi við þá framtíðarsýn og hugmyndir sem settar eru fram í rammaskipulagsdrögum fyrir Hraun vestur. Í greinargerð aðalskipulagsins er gerð góð grein fyrir leik- og grunnskólum ásamt opnum grænum svæðum. Gert er ráð fyrir uppbyggingu á öllu svæðinu, Hraun vestur, geti tekið allt að 20 árum og gera má ráð fyrir ýmsum breytingum á því tímabili er varðar samgöngur og samfélag sem getur haft áhrif á skipulag framtíðar.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram ný umhverfisskýrsla vegna breytingar á deiliskipulagi Haukasvæðisins samanber bréf skipulagsstofunar dags. 12.06.2020.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa umhverfisskýrluna í samræmi við málsmeðferð deiliskipulags Haukasvæðisins og vísar til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 1706152 – Hverfisgata 49, lóðarstækkun, lóðarleigusamningur, endurnýjun

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 2. júní s.l. tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Hverfisgötu 49. Bæjarstjórn staðfesti erindið á fundi sínum þann 10. júní s.l. Tillagan var auglýst frá 25/6 – 6/8. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi umsögn skipulagsfulltrúa sem og fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi og vísar erindinu til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2008009 – Hvaleyri, golfklúbburinn Keilir, breyting á deiliskipulagi

      Golfklúbburinn Keilir óskar eftir að breyta gildandi deiliskipulagi þar sem bætt er inn byggingarreit fyrir vélageymsluhús í samræmi við meðfylgjandi uppdrátt dags. 25. júlí 2020 gerður af TEARK arkitektum í Kaupmannahöfn.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Golfklúbbsins keilis í samræmi við 43. gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

Ábendingagátt