Skipulags- og byggingarráð

17. ágúst 2020 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 711

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi
  • Einar Pétur Heiðarsson varamaður
  • Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur á stjórnsýslusviði.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur á stjórnsýslusviði.

  1. Almenn erindi

    • 1908058 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting

      Á fundi bæjarstjórnar þann 5. feb. s.l. var Hjallabraut, deiliskipulagsbreytingu vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs. Lögð var fram breytt tillaga sem gerir ráð fyrir fækkun á húsum. Lagður fram endurgerður deiliskipulagsuppdráttur Bj.snæ arkitekta, dags. 02.04.2020, sem tekur mið af fækkun húsa og framkomnum athugasemdum.
      Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 21.04.2020 breytta tillögu að deiliskipulagi og að auglýsa hana í samræmi við 41.gr.skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs. Tillagan var auglýst 02.04.-02.06.2020. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir endurgert deiliskipulag Hjallabrautar og að erindinu verði lokið í samræmi við 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga. Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2007365 – Lyklafellslína 1

      Lagt fram til kynningar drög að tillögu matsáætlunar Lyklafellslínu 1.
      Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt