Skipulags- og byggingarráð

25. ágúst 2020 kl. 08:30

í fundarherbergi Norðurhellu 2

Fundur 712

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur á stjórnsýslusviði.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Ívar Bragason lögfræðingur á stjórnsýslusviði.

  1. Almenn erindi

    • 2003209 – Flatahraun, hringtorg við Skútahraun

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 30.06.2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Kaplakrika, reits 3.2.3, vegna gatnamóta Flatahrauns og Skútahrauns við Kaplakrika, skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr 123/2010. Bæjarráð Hafnarfjarðar í umboði bæjarstjórnar staðfesti afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á erindinu þann 02.07.2020.
      Tillagan var auglýst frá 10.07. til 21.08.2020. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir að ljúka erindinu skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 2006102 – Háibakki, deiliskipulag

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 16.06.2020 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Suðurhafnar vegna breytinga við Háabakka og nýrrar lóðar að Fornubúðum 20 í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar staðfesti, þann 24.06. 2020, afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á erindinu. Tillagan var auglýst frá 10.07. til 21.08.2020. Engar athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkir að ljúka erindinu skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    • 1710154 – Hvaleyrarbraut 30, fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lögð fram til kynningar bókun Hafnarstjórnar vegna breyttrar tillögu ASK arkitekta að uppbyggingu á lóðinni Hvaleyrarbraut 30, sem skipulags- og byggingaráð vísaði á fundi sínum þann 10. mars sl. til umsagnar Hafnarstjórnar.
      Hafnarstjórn bókaði eftirfarandi þann 8.4.2020:
      “Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu. Jón Grétar Þórsson óskar bókað. “Fulltrúi Samfylkingarinnar bendir á að um aukningu á byggingarmagni er að ræða og hærra hús en þau sem fyrir eru á svæðinu. Ljóst er að breyting sem þessi getur verið fordæmisgefandi og því mikilvægt að bærinn móti sér heildarstefnu um framtíðarskipulag á svæðinu.””

      Lagt fram til kynningar.

    • 2008275 – Lækjarhvammur 1, breyting á deiliskipulagi

      Sigurbjörn Viðar Karlsson sækir þann 18.8.2020 um breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar á lóð. Bæjarráð samþykkti þann 26.3.2020 fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun að undangenginni grenndarkynningu sem fór fram 21.1.-18.2.2020. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag og fer málsmeðferð skv. 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2004440 – Hreinsunarátak, iðnaðarsvæði

      Tekin til umræðu umhirða og hreinsun atvinnusvæða.

      Skipulags- og byggingarráð hvetur forsvarsmenn fyrirtækja og lóðarhafa á iðnaðarsvæðum bæjarins að taka virkan þátt í umhverfisátaki sem áætlað er að fari fram dagana 18.-28. september. Hreinsunarátak á iðnaðar- og athafnasvæðum er áskorun til lóðarhafa og atvinnurekenda um að hreinsa allt það sem getur valdið mengun, lýti eða ónæði á umhverfinu. Það er hagur allra að umhverfið sé aðlaðandi, að við öll göngum vel um bæinn og náttúruna, iðnaðar- og athafnasvæðin eru engin undantekning frá því.
      Skipulags- og byggingarráð vísar útfærslu kynningar og framkvæmd átaksins til umhverfis- og skipulagssviðs og samskiptastjóra bæjarins.

    • 2003545 – Sléttuhlíð, óveruleg deiliskipulagsbreyting

      Lagt fram til upplýsinga bréf Skipulagsstofnunar þar sem gildistaka breytingar á deiliskipulagi frístundabyggðar í Sléttuhlíð er afturkölluð.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 2006018F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 801

      Lögð fram fundargerð 801 fundar.

    • 2006029F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 802

      Lögð fram fundargerð 802 fundar.

    • 2007003F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 803

      Lögð fram fundargerð 803 fundar.

    • 2007007F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 804

      Lögð fram fundargerð 804 fundar.

    • 2007010F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 805

      Lögð fram fundargerð 805 fundar.

    • 2007012F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 806

      Lögð fram fundargerð 806 fundar.

    • 2008002F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 807

      Lögð fram fundargerð 807 fundar.

    • 2008011F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 808

      Lögð fram fundargerð 808 fundar.

Ábendingagátt