Skipulags- og byggingarráð

20. október 2020 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 718

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

  1. Almenn erindi

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis varðandi frest til framlagningar og afgreiðslu fjárhagsáætlana.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1903199 – Hraun vestur, gjótur, deiliskipulag

      Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar varðandi samanburð á nýsamþykktu deiliskipulagi og rammaskipulagi.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Rammaskipulag fyrir Hraun vestur – Gjótur, reiti 1.1 og 1.4 gerir ráð fyrir að 50% byggingarmagns fari undir verslun og þjónustu, 15% fari undir aðra starfsemi og 35% undir íbúðir. Í ljósi breyttra þarfa fyrir húsnæði undir skrifstofur og þjónustu og verulegri þörf á uppbyggingu íbúða er brugðist við því með fjölgun íbúða á reitnum. Einnig er athygli vakin á því að skipulagssvæðið er mun stærra en rammaskipulagið gerir ráð fyrir á reitum 1.1. og 1.4. Deiliskipulagstillagan miðar að því að skapa þétt og skjólríkt borgarhverfi með sérstakri áhersla á inngarða sem njóta sólar á meðan skuggasvæðin eru nýtt fyrir bílastæði. Skuggavarpsmyndir í deiliskipulagstillögunni gefa ágætis mynd af þessu. Þá er bent á að rammaskipulag er stefnumótandi framtíðarsýn um heildaryfirbragð svæða. Í því er gerð grein fyrir öllum helstu efnistökum við uppbyggingu þróunarreita sem síðan verða útfærð nánar í deiliskipulagi eða eins og segir í inngangi rammaskipulagsins „Rammaskipulag þetta hefur ekki lögformlegt gildi. Hlutverk rammaskipulags er að gefa leiðbeinandi heildarsýn um þróun skipulagssvæðisins. Í kjölfar samþykktar þess verða afmarkaðir áfangar deiliskipulagðir. Í deiliskipulagi eru endanlegar útfærslur, landnýting og byggingarmagn lögformlega ákvarðaðar.“ Meirihluti skipulags- og byggingarráðs ítrekar þá skoðun sína að í öllum megin atriðum byggir deiliskipulagstillagan á sambærilegri hugmyndafræði og sett er fram í rammaskipulaginu sem samþykkt var í skipulags- og byggingarráði þann 15. maí 2018.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar þakkar framlögð svör um samanburð deiliskipulags Hraun vestur, Gjótur og rammaskipulags sama svæðis. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur haldið því fram að deiliskipulagstillögurnar séu í samræmi við samþykkt rammaskipulag. En tölurnar sýna að svo er alls ekki. Mikill munur er á byggingarmagni á kostnað verslunar, þjónustu og gæðum byggðar.

      Fulltrúar Viðreisnar og Bæjarlistans bóka eftirfarandi:
      Meirihlutinn vitnar í bókun sinni í rammaskipulag fyrir Hraunin og telur að það deiliskipulag sem hér er til umfjöllunar sé í góðu samræmi við rammaskipulagið. Máltilfinning þorra allra landsmanna er sú að hugtök á borð við „innan marka“ og „í góðu samræmi við“ geti falið í sér 5-15% skekkjumörk. Hér er byggingarmagn aukið um 62% frá fyrri hugmyndum sem getur aldrei talist “innan marka? heldur er um gjörbyltingu að ræða.

      Fulltrúi Viðreisnar bókar:
      Fulltrúi Viðreisnar lagði fram fyrirspurn fyrir fundinn þar sem óskað var eftir upplýsingum um hversu margar sólarstundir inngarðar hverfisins myndu njóta þann 1. maí ár hvers. Hann fékk þau svör að fyrirspurninni yrði ekki svarað með þeim rökum að málið væri ekki á dagskrá. Nú örfáum dögum síðar er málið tekið á dagskrá og lögð er fram bókun sem tiltekur sérstaklega sólríka inngarða. Fulltrúi Viðreisnar fagnar þessum óvæntu sinnaskiptum og ítrekar fyrirspurn sína: hversu margra sólarstunda munu íbúar njóta í hverfinu njóta í inngörðum þann 1. maí hvers árs? Það er rétt að benda á að í uppfærslu Aðalskipulags Reykjavíkur sem er nú í kynningarferli er sett fram það viðmið að inngarðar njóti sólar í 5 klst þann 1. maí ár hvert og er það byggt á viðmiðum frá Noregi og Svíþjóð.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Deiliskipulagstillaga fyrir Gjótur ? Hraun vestur hefur verið til umfjöllunar í skipulags- og byggingarráði frá vormánuðum 2019. Þann 7. maí 2019 var kynnt í skipulags- og byggingarráði tillaga að deiliskipulagi, á sama fundi var kynntur samanburður á rammaskipulagi Hraun vestur og fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu en hæð húsa samkvæmt þeirri tillögu var 10-11 hæðir. Þann 21. maí 2019 var kynnt tillaga í ráðinu þar sem hámarkshæð var komin í 9 hæðir. Engar athugasemdir komu fram varðandi byggingarmagn, fjölgun íbúða eða annað í deiliskipulagstillögunni. Raunin er sú að allir í skipulags- og byggingarráði samþykktu tillöguna. Deiliskipulagstillagan var síðan samþykkt í bæjarstjórn þann 29. maí 2019 þar sem tveir greiddu atkvæði á móti. Frá þeim tíma hefur tillagan aftur komi fyrir skipulags- og byggingarráð og bæjarstjórn, eina sem breyst hefur frá því að tillagan naut stuðnings allra í skipulags- og byggingarráði og flestra í bæjarstjórn er að hæð húsa hefur lækkað úr 9 hæðum í 8 hæðir.

    • 2009445 – Fagrihvammur 8, fjölgun eigna

      Hallgrímur T Ragnarsson sækir þann 17.09.2020 um leyfi til að breyta húsinu í tvær eignir og fjölga bílastæðum um eitt samkvæmt teikningum Páls Gunnlaugssonar dags. 07.09.2020. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði erindinu til ráðsins á fundi sínum þann 14.10.2020.

      Tekið til umræðu skilmálar Hvamma.

    • 2010255 – Borgahella 6a, deiliskipulagsbreyting

      Þann 09.10.2020 sækir Hafnarfjarðarkaupstaður um að breyta deiliskipulagi Hellnahraun III áfanga, vegna Borgahellu 6a, vegna dæluhúss fyrir fráveitu.
      Skipulagsfulltrúi tók jákvætt í erindið á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar erindinu til skipulags- og byggingarráðs til staðfestingar.
      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag lóðarinnar Borgarhellu 6a og að málinu verði lokið samanber 3.mgr. 43. gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2010126 – Búðahella 8, breyting á deiliskipulagi

      Linde Gas ehf. sækir þann 05.10.2020 um að sameina lóðirnar Búðahellu 8 og Dofrahellu 13. Fjölga og færa innkeyrslum. Mjókka gróðurbelti. Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði erindinu til skipulags- og byggingarráðs. Lögð fram tillaga að sameiningu lóðanna í samræmi við skilmála.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir sameiningu lóðanna samanber skilmála.

    • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti þann 11.8.2020 að auglýsa umhverfisskýrsluna í samræmi við málsmeðferð deiliskipulags Haukasvæðisins og vísaði til bæjarstjórnar til staðfestingar. Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs á fundi sínum þann 19.8.2020. Umhverfisskýrsla var auglýst tímabilið 30.8-14.10.2020. Athugasemdir bárust. Lagðar fram framkomnar athugasemdir.

      Skipulags- og byggingarráð felur sviðinu að svara innkomnum athugasemdum.

    • 2002251 – Grandatröð 2, breyting, deiliskipulag

      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi Grandatraðar 2, um er að ræða stækkun á núverandi bifreiðaverkstæði.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir breytt deiliskipulag lóðarinnar Grandatröð 2 og að málinu verði lokið samanber 3.mgr. 43. gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2001526 – Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting

      Matslýsing lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða matslýsingu og vísar henni til bæjarstjórnar til staðfestingar.

    • 2005480 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 3. Nýtt hundasvæði

      Lögð fram á ný tillaga ungmennaráðs sem var vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs frá bæjarstjórn þann 27.5.2020. “Ungmennaráð leggur til að aðstaða fyrir hundaeigendur verði bætt með nýju hundasvæði.” Umhverfis- og framkvæmdaráð vísaði þann 3.6.sl. framkominni tillögu til skipulags- og byggingarráðs. Skipulags- og byggingarráð vísaði framkominni tillögu til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar tillögu Ungmennaráðs og felur sviðinu að skoða svæði í samræmi við umræður á fundinum.

    Fyrirspurnir

    • 1908058 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting

      Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Samfylkingarinnar frá 30.6.2020 er varða vinnu við tillögur að deiliskipulagi Hjallabrautar.
      1. Hver er kostnaðurinn við gerð tveggja tillagna að deiliskipulagi fyrir Hjallabrautina?
      2. Hver er áætlaður heildarkostnaðurinn vegna þeirra vinnu?
      3. Áður en vinna við deiliskipulagið hófst hver var kostnaðaráætlunin vegna þessarar vinnu?
      Óskað er eftir sundurliðun kostnaðar með tilliti til aðkeyptrar þjónustu.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi: Formleg vinna við aðal- og deiliskipulagsbreytingu hófst með samþykkt skipulags- og byggingarráðs þann 13. desember 2016 um skipulagsbreytingar við Hjallabraut. Í upphafi og allan feril málsins hafa allir fulltrúar í skipulags- og byggingarráði verið samstíga um að vanda til verka og skila tillögu þar sem íbúar gætu glöggvað sig vel á fyrirhuguðum byggingum á svæðinu.
      Eins og glögglega kemur fram í minnisblaði skipulagsfulltrúa hefur skipulagsgerðin tekið nokkrum breytingum á tímabilinu, m.a. var bætt við bílastæðum við hvert hús ásamt nokkrum öðrum breytingum á þeim tíma, hætt við færslu Hjallabrautar og að síðustu var ákveðið að fækka húsum á skipulagssvæðinu og setja inn þrjú einbýlishús í staðin.
      Kostnaður við verkið endurspeglar mikilvægi vandaðrar vinnu á viðkvæmu svæði þar sem deiliskipulagstillagan er tekin lengra en venja er til svo íbúar Hafnarfjarðar geti áttað sig á umfangi tillögunnar. Umframkostnaður vegna vinnu við aðal- og deiliskipulag við Hjallabraut mun skila sér í sölu lóða á svæðinu.

      Fulltrúi Samfylkingar bókar: Í framlögðum svörum við fyrir fyrirspurn Samfylkingarinnar um kostnað við gerð tveggja deiliskipulagstillagna vegna Hjallabrautar kemur fram að heildarkostnaðurinn var 20.929.357.- kr.

      Kostnaðurinn skiptist þannig að vinna við fyrri tillöguna er 17.477.057.- kr. sem var samþykkt í skipulags- og byggingaráði, en var vísað til baka úr bæjarstjórn án ástæðu. Vegna vinnu við gerð nýrrar tillögu þá bættist við kostnaður að upphæð 3.452.300.- kr. Þetta er verulegur aukakostnaður sem hefði verði hægt að spara með því að samþykkja fyrri tillöguna og koma þannig í veg fyrir umtalsverðar tafir við uppbygginu á svæðinu.

      Þá kemur einnig fram að kostnaðaráætlun var 9.912.400.- kr. Þetta þýðir að kostnaður varð tvöfalt hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er hrikaleg framúrkeyrsla sem meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ber ábyrgð á. Og enn eitt dæmið um hringlandann í skipulagsmálum bæjarins. Þessa framúrkeyrslu þarf að skoða nánar og ég óska eftir að það verði gert.

      Hlé gert á fundi.
      Fundi framhaldið.

      Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar bóka eftirfarandi:
      Vinna við gerð tveggja deiliskipulagstillagna vegna Hjallabrautar hefur ávallt farið fram og verið samþykkt á fundum skipulags- og byggingaráðs. Meirihluti skipulags- og byggingarráðs hefur alla tíð verið þeirrar skoðunar að mikilvægt sé og hafi verið að vanda vel til verka, enda er hér um að ræða svæði sem bæði er í nálægð við gróin íbúðahverfi og eitt af fallegustu útivistarsvæðum bæjarfélagsins. Góð tillaga liggur nú fyrir eftir ítarlega og mikilvæga vinnu, þar sem allir þættir máls voru kannaðir, og hefur alla tíð verið uppi á borðum og unnin með vitund og vitneskju allra þeirra sem sitja í skipulags- og byggingaráði. Ánægjulegt verður að sjá húsnæði rísa á þessu fallega þéttingarsvæði.

    Fundargerðir

    • 2010009F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 814

      Lögð fram fundargerð 814 fundar.

Ábendingagátt