Skipulags- og byggingarráð

6. nóvember 2020 kl. 09:00

á fjarfundi

Fundur 720

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
 • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
 • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

 1. Almenn erindi

  • 0809375 – Ásvellir, Haukasvæði, breyting á deiliskipulagi

   Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda við umhverfisskýrslu.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir umsögn skipulagsfulltrúa dags. 05.11.2020.

  • 1407063 – Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging

   Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á skilmálum greinargerðar Norðurbakka.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að gera skuli óverulega breytingu á greinargerð deiliskipulags Norðurbakka frá 2004/2005 með vísan til 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga og hún skuli grenndarkynnt. Er málinu vísað til staðfestingar Hafnarstjórnar og bæjarstjórnar.

Ábendingagátt