Skipulags- og byggingarráð

1. desember 2020 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 722

Mætt til fundar

 • Ólafur Ingi Tómasson formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
 • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
 • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
 • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
 • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
 • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

Stefán Már Gunnlaugsson vék af fundi við afgreiðslu 6, 7 og 8 dagskrárliðar.

Ritari

 • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

Stefán Már Gunnlaugsson vék af fundi við afgreiðslu 6, 7 og 8 dagskrárliðar.

 1. Almenn erindi

  • 2007365 – Lyklafellslína 1

   Lögð fram tillaga matsáætlunar Lyklafellslínu 1 og Ísallínu 1. Skipulagsstofnun óskar frekari umsagna. Í umsögninni þarf eftir því sem við á að koma fram hvort tillagan geri nægjanlega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar, hvort umsagnaraðilar geri athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til, valkosti sem leggja á mat á, gagnaöflun sem er fyrirhuguð, hvernig til standi að vinna úr gögnunum til að meta umhverfisáhrif og hvernig eigi að setja þau fram í frummatsskýrslu. Leyfisveitendur skulu í umsögn sinni gera grein fyrir þeim leyfum sem eru á starfssviði þeirra og framkvæmd er háð. Fulltrúar Landsnets kynna.

   Skipulags- og byggingarráð þakkar fulltrúum Landsnets fyrir kynninguna.

  • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

   Lögð fram til umræðu tillaga um að auka lóðaframboð sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs á bæjarstjórnarfundi þann 25.11.2020.

   Skipulags- og byggingarráð bókar eftirfarandi vegna tillögu Viðreisnar sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs: Enn eru lausar lóðir undir sérbýli í Skarðshlíð. Í Hamranesi er unnið að gatnagerð þar sem búið er að úthluta íbúðum undir 298 íbúðir í fjölbýli og veita lóðarvilyrði á þróunarreitum fyrir um 485 íbúðir, gert er ráð fyrir um 1.500 íbúðum í Hamranesi. Á Hraunum vestur – Gjótur hefur meirihluti bæjarstjórnar samþykkt deiliskipulag fyrir 490 íbúðir, rammaskipulag fyrir allt svæðið gerir ráð fyrir um 2000 íbúðum. Í nýsamþykktu deiliskipulagi Ásvalla er gert ráð fyrir 100 – 110 íbúðum í fjölbýli. Samkvæmt þessu er fullunnið skipulag eða á teikniborðinu skipulag fyrir um 1.380 íbúðir í fjölbýli auk sérbýla í Skarðshlíð. Unnið að skipulagi á hafnarsvæðinu þar sem gert er ráð fyrir um 1500 íbúðum. Á þéttingarreitum er tilbúið skipulags fyrir um 60 – 70 íbúðir. Miðspá Hagstofunnar um íbúaþróun svo og Húsnæðisstefna Hafnarfjarðar frá árinu 2018 gerir ráð fyrir þörf á um 200 íbúðum á ári.

  • 2009528 – Víkingastræti 1-3, umferðaröryggi

   Tekið fyrir á ný erindi Fjörukráarinnar þar sem óskað er eftir að Víkingastræti við Fjörukránna verði gert að einstefnugötu frá Strandgötu. Erindinu var vísað til skipulags- og byggingarráðs frá umhverfis- og framkvæmdaráði.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í umbeðna breytingu. Umsækjanda er heimilað að vinna breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 2005 í samræmi við 43.gr. skipulagslaga.

  • 2011331 – Strandgata 9, fyrirspurn

   Lögð fram tillaga að framkvæmdum sem eru í anda gildandi deiliskipulags, þar sem gert er ráð fyrir veitingarekstri á jarðhæð og íbúðum á efri tveimur hæðum. Sótt er um að minnka íbúðir og fjölga þeim, þannig að þær uppfylli skilyrði HMS um hlutdeildarlán. Byggingarmagn í kjallara og á 3 hæð eykst, en stærðir annara hæða haldast nokkuð óbreyttar.

   Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í erindið.

  • 2010325 – Strandgata 11-13, fyrirspurn

   Lögð fram til kynningar tillaga að uppbyggingu við Strandgötu 11-13.

   Lagt fram til kynningar.

  • 2009431 – Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi

   Skipulagsfulltrúi samþykkti á fundi sínum þann 30.9. sl. að grenndarkynna tillögur að deiliskipulagsbreytingu, er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 24 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum ásamt öðrum sem hagsmuna kunna að gæta. Erindið var grenndarkynnt frá 8.10.-10.11.2020. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 17.11. s.l. Ný gögn bárust.

   Stutt hlé gert á fundi.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna athugasemda sem borist hafa og koma með tillögu um áframhald máls.

  • 2009616 – Drangsskarð 11, breyting á deiliskipulagi

   Erindi Mission á Íslandi ehf. dags. 25.9 fh. Rentur starfsemi ehf. þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 11 er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 11.11.2020. Á afgreiðslufundi þann 30.9.2020 samþykkir skipulagsfulltrúi að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 8.10.-10.11.2020. Athugasemd barst.

   Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna athugasemda sem borist hafa og koma með tillögur um áframhald máls.

  • 2010592 – Drangsskarð 17, breyting á deiliskipulagi

   Stefán Már Gunnlaugsson sækir þann 23.10.2020 um breytingu á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 17. Samþykkt var að erindið yrði grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 11.11.2020. Tekið til umræðu fjölgun íbúða.

   Erindi frestað.

  • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

   Lagt fram á ný erindi Norðurhellu 13 um breytingu á skipulagi svæðisins. Skipulags og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að vinna tillögu að breyttu aðalskipulagi með það að markmiði að breyta landnotkun fyrir lóðirnar Norðurhellu 13-15-17-19 og Suðurhellu 12-14 í blandaða byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Bæjarstjórn staðfesti erindið á fundi sínum þann 28.10. s.l. Lögð fram skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða lýsingu skipulagsverkefnisins og vísar henni í kynningu og samráð samanber 30.gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

  • 1909282 – Sörli, reiðvegir á félagssvæði

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði á fundi sínum þann 18.11.2020 að skipulags- og byggingarráð myndi taka til skoðunar endurbætur á reiðleiðum í nágrenni athafnasvæðis Hestamannafélagsins Sörla í samráði við félagið og aðra hagsmunahópa og samhliða að endurskoða útivistarstíga á sama svæði.

   Skipulags- og byggingarráð óskar eftir því að umhverfis- og skipulagssvið boði forsvarsmenn Sörla til fundar og fari yfir þau mál sem hér liggja fyrir. Umhverfis- og skipulagssvið skal leggja minnisblað frá fundinum fyrir næsta fund ráðsins.
   Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að taka á til skoðunar endurbætur á reiðleiðum í nágrenni athafnasvæðis Hestamannafélags Sörla og að samhliða endurskoða útivistarstíga á sama svæði. Uppland Hafnarfjarðar er útivistarparadís fyrir hestamenn og annað útivistarfólk, s.s. göngu- og hjólreiðafólk og nýtur æ meiri vinsælda. Það hefur leitt til mikillar umferðar og nauðsynlegt að forðast eins og frekast má að leiðir þessara hópa skarist sem getur leitt til slysahættu og árekstra.

  • 2004431 – Hrauntunga 5, deiliskipulag

   Lagt fram á ný erindi Halldórs Svanssonar fh. GS Húsa þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Um er að ræða byggingu íbúða skv. tillögu Sveins Ívarssonar dags. 11.3.2020. í breytingunni felst óveruleg breyting á þakformi og byggingarreit ásamt fyrirkomulagi bílastæða.

   Skipulags- og byggingarráð leggur áherslu á að lögð verði fram hönnunargögn sem sýna götumynd með skýrum hætti.

  • 2011540 – Garðavegur 11, deiliskipulag

   Ólafur Loftsson sækir 25.11.2020 um nýtt deiliskipulag er nær til lóðarinnar Garðavegur 11. Tillagan gerir ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir tveggja hæða viðbyggingu vestan við núverandi hús að hámarki 225m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður að hámarki 0,4.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagt deiliskipulag lóðarinnar Garðavegur 11 og að málsmeðferð verði í samræmi við 43.gr. skipulagslaga. Erindinu er jafnframt vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.

  • 2011564 – Flensborgarhöfn, deiliskipulag

   Tekin til umræðu vinna við deiliskipulag á hafnarsvæðinu sem tekur mið af rammaskipulagi svæðisins. Lögð fram tillaga að samræmingaraðilum.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir að Arkis-arkitektar taki að sér samræmingarvinnu við gerð deiliskipulags á Flensborgarsvæðinu.

  • 2011298 – Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123-2010, umsagnarbeiðni

   Beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010. Frumvarpið snýr í meginatriðum um breytingu vegna raflína og styttingu á auglýsingatíma breytinga á deiliskipulagir úr 6 vikum í 4 vikur. Lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir framlagða umsögn dags. 30.11.2020.

  • 2004298 – Steinhella 5, gjaldtaka og innheimta á þóknun, stöðuleyfi, gámar, mál nr. 28/2020, kæra

   Lagður fram úrskurður ÚUA vegna kæru á álagningu stöðugjalds vegna gáma á lóðinni Steinhella 5.

   Lagt fram.

  • 1407063 – Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging

   Tekin fyrir samþykkt skipulags- og byggingarráðs frá 6. nóv. sl. varðandi óverulega breytingu á greinargerð deiliskipulags Norðurbakka frá 2004/2005.

   Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið að nýju og að málsmeðferð verði í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í hafnarstjórn og bæjarstjórn.

  Fundargerðir

  • 2011018F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 817

   Lögð fram fundargerð 817 fundar.

Ábendingagátt