Skipulags- og byggingarráð

15. desember 2020 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 723

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurjón Ingvason varaáheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi, Ívar Bragason lögmaður á stjórnsýslusviði, Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Helga Stefánsdóttir forstöðumaður, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt og Sigurður Haraldsson sviðsstjóri.

Bæjarstjórn samþykkti samhljóða þann 18. mars 2020 með vísan VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 að heimilt sé að halda fundi bæjarstjórnar, ráða og nefnda í fjarfundi. Heimild til fjarfunda var endurnýjuð í bæjarstjórn þann 19.8.2020.

  1. Almenn erindi

    • 2010197 – Dofrahella 9 og 11, sameining lóða

      Umsókn Reynis Einarssonar dags. 7.10.2020 um að sameina lóðirnar Dofrahella 9 og 11 er vísað til staðfestingar skipulags- og byggingarráðs. Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa var bókað: Skipulagsfulltrúi samþykkir sameiningu lóða í samræmi við deiliskipulag.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um sameiningu lóða Dofrahellu 9 og 11.

    • 1907017 – Hafnarsvæði, Aðalskipulagsbreyting

      Tekin fyrir á ný breyting á aðalskipulagi hafnarsvæðisins. Skipulagslýsing breytingarinnar hefur verið í kynningu. Ábendingar hafa borist. Lögð fram drög að greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar ásamt uppdrætti þar sem tekið er mið af framkomnum ábendingum.

      Skipulags- og byggingarráð vísar drögum greinargerðar aðalskipulags Hafnarsvæðis til Hafnarstjórnar.
      Samkvæmt rammaskipulagi fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði er gert ráð fyrir íbúðabyggð í næsta nágrenni við iðnaðar og þjónustulóðir á hafnarsvæðinu. Móta þarf stefnu um það hvers konar starfsemi má vera á svæðinu og gera þarf kröfur um frágang lóða og mannvirkja og mengunarvarnir. Því væri eðlilegt að gera einhverjar kröfur í þá átt þegar skipulagsbreytingar eru samþykktar á aðliggjandi svæðum. Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð um frágang lóða, mannvirkja og mengunarvarna.

    • 1808180 – Fornubúðir 5, skipulagsbreyting

      Þann 30 júní s.l. samþykkti skipulags- og byggingarráð erindi Batterí arkitekta dags. 23.06.2020, f.h. lóðarhafa þar sem farið er fram á breytingu á greinargerð gildandi deiliskipulags.
      Um er að ræða óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi og samþykkti skipulags- og byggingarráð að málsmeðferð yrði í samræmi við 2.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindinu var jafnframt vísað til staðfestingar í bæjarstjórn sem staðfesti það á fundi sínum þann 16.07.2020. Erindið var grenndarkynnt frá 06.11.2020-04.12.2020. Athugasemd barst.

      Deiliskipulagsbreytingin sem hér er sótt um felst í að 5. setning í gildandi greinargerð með deiliskipulaginu sem hljóðar eftirfarandi: „Á lóðinni er gert ráð fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast höfn, útgerð, hafrannsóknum og öryggismálum sjófarenda auk þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu.”

      Hljóðar eftir breytingu deiliskipulagsins eftirfarandi: „Á lóðinni er gert ráð fyrir fyrirtækjum og stofnunum sem tengjast höfn, útgerð, hafrannsóknum og öryggismálum sjófarenda auk þjónustu við fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Að auki er fjölbreyttari landnotkun heimil, s.s. þjónustu- og menningarstarfsemi.”

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að svara innkominni athugasemd.

    • 2012193 – Óseyrarbraut 6, deiliskipulags breyting

      Þann 9.12.2020 leggur Sigrún Traustadóttir inn umsókn til skipulagsfulltrúa þar sem óskað er eftir deiliskipulagsbreytingu er nær til Óseyrarbrautar 6.
      Á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 20.11.2018 var tekið fyrir erindi Vörubretta um breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar. Óskað var eftir að hækka nhl. úr 0,4 í 0,6. Einungis hálfur byggingarreitur hefur verið nýttur en fyrirhugað er að nýta hann nú með tveggja hæða byggingu. Skipulags- og byggingarráð samþykkti erindið á sínum tíma. Nú er óskað eftir að heimild fáist til að breyta deiliskipulagi til samræmis.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar og að málsmeðferð verði í samræmi við skipulagslög.

    • 2009443 – Suðurgata 36, deiliskipulag

      Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa vísaði umsókn Kristins Ragnarssonar f.h. eigenda dags. 15.9.2020 um breytt deiliskipulag til skipulags- og byggingarráðs. Tillaga að breyttu deiliskipulagi gerir ráð fyrir fjölgun íbúða þ.e. að á jarðhæð verði heimilað að fá samþykktar
      tvær íbúðir þannig að íbúðum á lóð fjölgi úr tveimur íbúðum í þrjár.
      Skipulags- og byggingarráð samþykki að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Suðurgötu 36 og var það staðfest í bæjarstjórn. Tillagan var auk þess grenndarkynnt aðliggjandi lóðarhöfum. Tillagan var auglýst frá 27.10.2020-08.12.2020. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna framkominna athugasemda.

    • 2009106 – Höfðaskógur og Hvaleyrarvatn, deiliskipulag

      Tekið til umræðu deiliskipulag Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar Þráni Haukssyni landslagsarkitekt fyrir kynningu á skipulagi Höfðaskógs og Hvaleyrarvatns og samþykkir að farið verði í endurskoðun deiliskipulags Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns. Taka skal mið af staðsetningu vegstæðis í gildandi skipulagi.

    • 1604501 – Skarðshlíð deiliskipulag 2. áfangi

      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 1. des. s.l. að taka saman greinargerð vegna athugasemda sem borist hafa vegna fjölgunar eigna í Skarðshlíðarhverfi. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að breyttu orðalagi greinargerðar skipulagsskilmála 2 áfanga og málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 1705014 – Skarðshlíð deiliskipulag 3.áfangi

      Skipulags- og byggingarráð fól skipulagsfulltrúa á fundi sínum þann 1. des. s.l. að taka saman greinargerð vegna athugasemda sem borist hafa vegna fjölgun eigna í Skarðshlíðarhverfi. Lögð fram greinargerð skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu að breyttu orðalagi greinargerðar skipulagsskilmála 3 áfanga og málsmeðferð fari skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2009616 – Drangsskarð 11, breyting á deiliskipulagi

      Erindi Mission á Íslandi ehf. dags. 25.9 fh. Rentur starfsemi ehf. þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 11 er vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 11.11.2020. Á afgreiðslufundi þann 30.9.2020 samþykkir skipulagsfulltrúi að grenndarkynna erindið í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Erindið var grenndarkynnt frá 8.10.-10.11.2020. Athugasemd barst. Erindið var lagt fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 1.12.sl. Afgreiðsla þess var að: Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna athugasemda sem borist hafa og koma með tillögur um áframhald máls. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags 9.12.2020.

      Skipulags- og byggingarráð synjar fyrirliggjandi tillögu um deiliskipulagsbreytingu Drangsskarðs 11 með vísan í umsögn skipulagsfulltrúa.

    • 2009431 – Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi

      Skipulagsfulltrúi samþykkti á fundi sínum þann 30.9. sl. að grenndarkynna tillögur að deiliskipulagsbreytingu, er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 24 í samræmi við 2.mgr. 43.gr. skipulagslaga 123/2010, fyrir aðliggjandi lóðarhöfum ásamt öðrum sem hagsmuna kunna að gæta. Í breytingunni felst: fjölgun íbúða úr 4 í 6, hækkun gólfkóta um 0,5m, lækkun kóta í baklóð um 1,35-1,5m. Færsla á byggingarreit um 2,5m. Erindið var grenndarkynnt frá 8.10.-10.11.2020. Athugasemdir bárust. Skipulags- og byggingarráð frestaði erindinu á fundi sínum þann 17.11. s.l. Ný gögn bárust. Erindið var lagt fram á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 1.12.2020. Afgreiðsla þess var: Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að taka saman greinargerð vegna athugasemda sem borist hafa og koma með tillögu um áframhald máls. Lögð er fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9.12.2020 og bréf umsækjanda dags. 13.12.2020 þar sem lögð er fram tillaga að fjölgun íbúða um eina.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa vegna framkominna athugasemda og tekur jákvætt í erindi umsækjanda um fjölgun íbúða um eina.

    • 2011604 – Glimmerskarð 14-16, umsókn deiliskipulagsbreyting

      Þann 30.11.2020 leggur Baldur Örn Eiríksson inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu fyrir Glimmerskarð 14-16.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Glimmerskarðs 14-16.

    • 2007365 – Lyklafellslína 1

      Tekin fyrir að nýju umsagnarbeiðni Landsnets vegna tillögu matsáætlunar Lyklafellslínu 1 og Ísallínu 1. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

      Lagt fram.

    • 2012229 – Suðurnesjalína, framkvæmdaleyfi

      Umsókn dags. 11.12.2020 barst frá Landsnet um framkvæmdaleyfi vegna Suðurnesjalínu 2 í landi Hafnarfjarðarbæjar.

      Lagt fram.

    Fundargerðir

    • 2012002F – Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 818

      Lögð fram fundargerð 818 fundar.

      Lagt fram.

Ábendingagátt