Skipulags- og byggingarráð

29. desember 2020 kl. 08:30

á fjarfundi

Fundur 724

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi og Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt.

  1. Almenn erindi

    • 2006077 – Trjáræktunarstefna Hafnarfjarðarbæjar

      Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 16.12.2020 var óskað umsagnar skipulags- og byggingarráðs um trjáræktunarstefnu Hafnarfjarðarbæjar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 2009616 – Drangsskarð 11, breyting á deiliskipulagi

      Erindi Mission á Íslandi ehf. dags. 25.9 fh. Rentur starfsemi ehf. þar sem óskað er eftir að fara í deiliskipulagsbreytingu á Skarðshlíð 2. áfanga er nær til lóðarinnar við Drangsskarð 11 var grenndarkynnt 8.10-10.11.2020. Athugasemdir bárust og var erindinu synjað á fundi skipulags- og byggingarráðs 15.12.2020. Ný tillaga að breyttu deiliskipulagi barst 17.12.2020. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um eina sem og bílastæðum. Byggingarmagn helst óbreytt. Öll hús verða tveggja hæða og hækka sem nemur á bilinu 0,15-1,20m.

      Skipulags- og byggingarráð getur ekki fallist á erindið eins og það liggur fyrir þar sem það samrýmist ekki gildandi skilmálum hverfisins. Skipulagsfulltrúa falið að ræða við lóðarhafa.

    • 2009431 – Tinnuskarð 24, breyting á deiliskipulagi

      Lögð fram ný deiliskipulagsbreyting, er nær til lóðarinnar við Tinnuskarð 24. Tillagan gerir ráð fyrir fjölgun íbúða um eina (5 í stað 4), breyttum byggingarreit og bílastæðum. Gólfkóti er hækkaður um 0,5m, kóti í baklóð lækkaður um 1,35-1,5m. Með vísan í breytt orðalag almennra skilmála Skarðhlíðar 2. og 3 áfanga sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 15.12. s.l. er tillagan lögð fram.

      Með vísan til samþykktar um breytt orðalag almennra skilmála Skarðhlíðar 2. og 3 áfanga sem samþykkt var á fundi skipulags- og byggingaráðs þann 15.12. s.l., samþykkir skipulags- og byggingarráð erindið og að málsmeðferð verði í samræmi við 43.gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2012234 – Strandgata 9, deiliskipulagsbreyting

      Lögð fram tillaga að breyttu deiliskipulagi sem eru í anda gildandi deiliskipulags, þar sem gert er ráð fyrir veitingarekstri á jarðhæð og íbúðum á efri tveimur hæðum. Sótt er um að minnka íbúðir og fjölga þeim, þannig að þær uppfylli skilyrði HMS um hlutdeildarlán. Byggingarmagn í kjallara og á 3 hæð eykst, en stærðir annarra hæða haldast nokkuð óbreyttar. Skipulags- og byggingarráð tók jákvætt í fyrirspurn sem kynnt var á fundi ráðsins þann 1. des. s.l.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir erindið og að málsmeðferð verði í samræmi við 43.gr. skipulagslaga og að tillagan verði kynnt á almennum íbúafundi. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2001456 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024

      Lagðar fram tillögur sem vísað var til skipulags- og byggingarráðs frá umhverfis og framkvæmdaráði þann 9.12.2020.

      Varðandi tillögu 12 þá ítrekar skipulags- og byggingarráð bókun sína frá 14.1.2020 en þar segir: “Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við kynningu á skipulagslýsingu vegna Óla Run túns og breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar vegna landnotkunar svæðisins.”

      Skipulags- og byggingarráð vísar tillögu 13 um svæði til vetraríþrótta til skoðunar á umhverfis- og skipulagssviði.

    • 1809389 – Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2013-2025, endurskoðun

      Umsagnir við lýsingu vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 lagðar fram. Frestur til að skila inn umsögnum var til 7.12.2020.

      Lagt fram og skipulagsfulltrúa falið að taka saman minnisblað vegna framkominna umsagna.

    • 2010125 – Reykjanesbraut tvöföldun, Krýsuvíkurvegur Hvassahraun, framkvæmdir

      Umsögn Hafnarfjarðarbæjar vegna tillögu að matsáætlun fyrir breikkun Reykjanesbrautar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni lögð fram.

      Lagt fram.

Ábendingagátt