Skipulags- og byggingarráð

26. janúar 2021 kl. 09:00

á fjarfundi

Fundur 726

Mætt til fundar

  • Ólafur Ingi Tómasson formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson varaformaður
  • Lovísa Björg Traustadóttir aðalmaður
  • Stefán Már Gunnlaugsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður
  • Óli Örn Eiríksson áheyrnarfulltrúi
  • Gísli Sveinbergsson áheyrnarfulltrúi

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Ívar Bragason bæjarlögmaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.

Ritari

  • Anna María Elíasdóttir skrifstofustjóri

Auk ofangreindra ráðsmanna sátu fundinn: Gunnþóra Guðmundsdóttir arkitekt, Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt, Berglind Guðmundsdóttir arkitekt, Hildur Bjarnadóttir byggingarfulltrúi, Ívar Bragason bæjarlögmaður, Sigurður Haraldsson sviðsstjóri og Helga Stefánsdóttir forstöðumaður.

  1. Almenn erindi

    • 2009106 – Höfðaskógur og Hvaleyrarvatn, deiliskipulag

      Kynntar hugmyndir um breytingar á deiliskipulagi.

      Þráinn Hauksson kynnti hugmyndir að breyttu deiliskipulagi Höfðaskógar og Hvaleyrarvatns. Skipulags- og byggingarráð vísar erindinu til kynningar í umhverfis- og framkvæmdaráði.

    • 2009159 – Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030, Urriðaholt breyting og nýtt deiliskipulag Norðurhluta 4

      Umsagnarbeiðni barst vegna breytinga á Aðalskipulagi Garðarbæjar 2016-2030 er nær til Urriðaholts og nýs deiliskipulags Norðurhluta 4. Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

      Lagt fram.

    • 2012340 – Starfshópur um stíga í upplandi Hafnarfjarðar

      Lögð fram drög að erindisbréfi um starfshóp vegna stíga í upplandi Hafnarfjarðar. Starfshópinn skulu skipa 3 fulltrúar, tveir frá meirihluta skipaðir af umhverfis- og framkvæmdaráði og einn frá minnihluta skipaður af skipulags- og byggingarráði.

      Lagt fram.

    • 1610456 – Hverfisgata 49, lóð, nýting

      Lögð fram á ný tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Hverfisgata 49. Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 12. jan s.l. fól ráðið skipulagsfulltrúa að taka saman umsögn. Umsögn skipulagsfulltrúa lögð fram.

      Skipulags- og byggingarráð frestar erindinu.

    • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

      Skipulags- og byggingarráð samþykkti lýsingu skipulagsverkefnisins og vísaði í kynningu og samráð samanber 30.gr. skipulagslaga þann 1.12.2020. Bæjarstjórn samþykkti samhljóða afgreiðslu skipulags- og byggingarráðs þann 10.12.2020. Frestur til að skila inn umsögnum var til 21.1.2020. Innkomnar umsagnir lagðar fram.

      Skipulags- og byggingarráð vísar framkomnum umsögnum til áframhaldandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.

    • 2101210 – Erluás 1, deiliskipulagsbreyting, breyting á notkun

      Erindi vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 20.1.2020. AHK ehf. sækja 12.1.2021 um heimild fyrir íbúð í rými verslunar 02-01 samkvæmt teikningum Sigurðar Þorvarðarsonar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu um breytingu á deiliskipulagi og málmeðferð fari skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2101263 – Hólshraun 9, mhl.01, deiliskipulag

      Lagt fram erindi Garðyrkjuþjónustunnar ehf. þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarstækkunar til norðurs að sveitarfélagsmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Á fundi bæjarráðs 17.12.2020 var bókað “Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun en bendir á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir umræddri stækkun lóðar. Hafi umsókn um breytingu á deiliskipulagi ekki borist sveitarfélaginu innan 12 mánaða frá samþykkt þessari telst hún úr gildi fallin.”

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir tillögu um breytingu á deiliskipulagi og málmeðferð fari skv. 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn. Erindið verði jafnframt grenndarkynnt.

    • 2011540 – Garðavegur 11, deiliskipulag

      Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 9. des. sl. að grenndarkynna tillögu að breyttu deiliskipulagi er nær til
      lóðarinnar við Garðaveg 11 og að málsmeðferð verði í samræmi við
      43.gr. skipulagslaga. Í breytingunni felst að: gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir tveggja hæða viðbyggingu vestan við núverandi hús að hámarki 225m². Nýtingarhlutfall lóðar verður að hámarki 0,4. Athugasemdir bárust.

      Skipulags- og byggingarráð felur skipulagsfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum og vísar tillögu að breyttu deiliskipulagi Garðavegs 11 til vinnu við deiliskipulag vesturbæjar.

    • 2009616 – Drangsskarð 11, breyting á deiliskipulagi

      Tekið fyrir að nýju. Deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð lóðarhafa barst 20.1.2020 þar sem óskað er eftir endurskoðun erindisins þar sem brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem bárust á tíma grenndarkynningar.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breyttu deiliskipulagi og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

    • 2101520 – Ásland 5, deiliskipulag

      Tekið til umræðu deiliskipulag Áslands 5 áfanga.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði undirbúningur að deiliskipulagi Áslands 4, 5 og miðsvæði. Skipulagsfulltrúa er falið að koma með tillögu að fyrirkomulagi deiliskipulagsvinnunnar á næsta fund ráðsins. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar eru áætlaðar um 580 íbúðareiningar, þar af um 200 í einbýlishúsum, 140 í rað- og parhúsum og 240 í fjölbýlishúsum á þessu svæði (ÍB11).

      Skipulags- og byggingarráð bókar:
      Hamraneslínur hafa tafið uppbyggingu og eðlilega íbúaþróun í Hafnarfirði um mörg ár. Til að uppbygging geti farið af stað í Áslandi 4 og 5 þurfa Hamraneslínur að víkja og Hnoðraholtslína að fara í jörð. Skipulags- og byggingarráð beinir því til bæjarstjóra að hafnar verði viðræður við Landsnet um ofangreindar línur.

    • 2101519 – Ásland 4, deiliskipulag

      Tekið til umræðu deiliskipulag Áslands 4 áfanga.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir að hafin verði undirbúningur að deiliskipulagi Áslands 4, 5 og miðsvæði. Skipulagsfulltrúa er falið að koma með tillögu að fyrirkomulagi deiliskipulagsvinnunnar á næsta fund ráðsins. Samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar eru áætlaðar um 580 íbúðareiningar, þar af um 200 í einbýlishúsum, 140 í rað- og parhúsum og 240 í fjölbýlishúsum á þessu svæði (ÍB11).

      Skipulags- og byggingarráð bókar:
      Hamraneslínur hafa tafið uppbyggingu og eðlilega íbúaþróun í Hafnarfirði um mörg ár. Til að uppbygging geti farið af stað í Áslandi 4 og 5 þurfa Hamraneslínur að víkja og Hnoðraholtslína að fara í jörð. Skipulags- og byggingarráð beinir því til bæjarstjóra að hafnar verði viðræður við Landsnet um ofangreindar línur.

    • 2001526 – Reykjanesbraut, tvöföldun, aðalskipulagsbreyting

      Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu vegagerðarinnar, mat á umhverfisáhrifum – tillögu að matsáætlun, þar sem athugasemdarfrestur var til 10. desember sl. Lögð fram umsögn umhverfis-og skipulagssviðs og vegagerðarinnar vegna innkominnar athugasemdar ISAL dags. 14. desember 2020.

      Lagt fram.

    • 2006077 – Trjáræktunarstefna Hafnarfjarðarbæjar

      Lögð fram að nýju drög að trjáræktunarstefnu Hafnarfjarðarbæjar.

      Skipulags- og byggingarráð þakkar kynninguna og fagnar því að stefna um trjárækt í bæjarlandi sé framkomin og leggur til að stefnan verði kynnt íbúum.

    • 2101579 – Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, þróunaráætlun 2020-2024

      Tillaga að þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024, dags. 15. janúar 2021 lagt fram til kynningar og afgreiðslu.

      Skipulags- og byggingarráð samþykkir fyrirliggjandi þróunaráætlun og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Fyrirspurnir

    • 2012364 – Þúfubarð 3, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

      Tekin fyrir á ný umsókn Ölmu Pálsdóttur um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra framkvæmda þ.e. stækkunar á bílskúr og breytingu þakforma, við Þúfubarð 3 og 5. Lagt fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

    • 2012365 – Þúfubarð 5, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa

      Tekin fyrir á ný umsókn Erlings H. Skæringssonar um breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra framkvæmda þ.e. stækkunar á bílskúr og breytingu þakforma, við Þúfubarð 3 og 5. Lagt fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa.

      Skipulags- og byggingarráð tekur jákvætt í fyrirspurnina.

    • 2010617 – Hlíðarás 43, fyrirspurn, viðbygging

      Erindi vísað til skipulags- og byggingarráðs frá afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 20.1.2021. Þann 26.10.2020, leggur Hörður Halldórsson inn fyrirspurn varðandi viðbyggingu á lóðinni. Ný gögn berast 18.1.2021, skissur og greinagerð, þar sem óskað er eftir afstöðu skipulagsins er varðar deiliskipulagsbreytingu er nær til lóðarinnar við Hlíðarás 43.

      Skipulags- og byggingarráð tekur undir umsögn verkefnastjóra skipulagssviðs og tekur neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir.

    • 2101532 – Skipulags- og byggingarráð, fyrirspurnir kjörinna fulltrúa

      Fulltrúi Miðflokksins leggur fram eftirfarandi fyrirspurnir:

      1. Liggur fyrir kortlagning á því hvar ólögleg búsetuúrræði eru í iðnaðarhverfum í Hafnarfirði?
      2. Ef ekki, er hægt að meta umfang ólöglegra búsetuúrræða í iðnaðarhverfum þ.e. íbúafjöldi og fjöldi íverurýma.
      3. Er til aðgerðaráætlun hjá Hafnarfjarðarkaupstað til að vinna gegn ólöglegum búsetuúrræðum?
      4. Hafa bæjaryfirvöld einhvern tímann látið innsigla slík íverurými eða íbúðakjarna?
      5. Nú liggur fyrir bréf frá byggingafulltrúa um að rýma eigi Suðurhellu 10 fyrir 29. janúar, þar sem talið er að ólögleg búseta eigi sér stað. Er þessi aðgerð upphafið að því að uppræta ólöglega búsetu í iðnaðarhverfum bæjarins?
      Óskað er eftir svörum svo fljótt sem verða má.

      Lagt fram og umhverfis- og skipulagssviði falið að svara erindinu.

    Fundargerðir

Ábendingagátt